Viðskipti innlent

Metfjöldi farþega hjá Icelandair í apríl

Icelandair flutti 48% fleiri farþega í apríl síðastliðnum en í apríl í fyrra og var sætanýtingin 79,2% sem er sú hæsta sem mælst hefur fyrir þennan mánuð.  Farþegafjöldinn í apríl var rúmlega 115.000 manns.

Í yfirliti um flutninga Icelandair segir að eldgosið í Eyjarfjallajökli hafði mikil áhrif á flugsamgöngur í apríl í fyrra sem gerir samanburð á milli ára erfiðan.  Það liggur þó fyrir að Icelandair hefur aldrei flutt jafn marga farþega til landsins í apríl og nú.

Farþegaaukning hjá Flugfélagi Íslands nam 28% og sætanýting var 3,3 prósentustigum hærri en í apríl á síðasta ári.

Fraktflutningar jukust um 38% og gistinýting á Icelandair hótelunum jókst um 9,6 prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×