Viðskipti innlent

SP og Avant sameinast Landsbankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rekstur SP fjármögnunar og þrotabú Avant verður fært inn í rekstur Landsbankans.
Rekstur SP fjármögnunar og þrotabú Avant verður fært inn í rekstur Landsbankans.
SP fjármögnun og þrotabú Avant munu sameinast Landsbankanum. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að gert sé ráð fyrir að sameiningunni ljúki á haustmánuðum. Starfsfólki var tilkynnt um sameininguna á föstudag. Enginn mun missa vinnuna að sögn Kristjáns.

„Við eigum fyrirtækin - þannig að þetta er ekki þannig séð um yfirtöku að ræða heldur er verið að færa reksturinn inn undir hatt fyrirtækisins og ná þannig betri skipulagningu á samstæðunni með því. Þetta eru fyrirtæki í svipuðum rekstri," segir Kristján.

Fjármögnunarfyrirtækin Avant og SP voru áberandi á markaði fyrir hrun, en þau voru þekktust fyrir það að veita lán til bílakaupa. Avant varð gjaldþrota eftir að gengisdómur Hæstaréttar var kveðinn upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×