Viðskipti innlent

Lágvaxtastefna líklega á enda

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, ræðir hér við Yoon Jeung-hyun, fjármálaráðherra Suður-Kóreu. Fréttablaðið/AFP
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, ræðir hér við Yoon Jeung-hyun, fjármálaráðherra Suður-Kóreu. Fréttablaðið/AFP
Englandsbanki og evrópski seðlabankinn héldu báðir stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundum sínum í gær. Þetta er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila.

Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið í hálfu prósenti síðan í apríl árið 2008. Vextir á evrusvæðinu voru á hinn bóginn hækkaðir um fjórðung úr prósentustigi í síðasta mánuði og standa í 1,25 prósentum. Reuters-fréttastofan segir því almennt spáð að evrópski evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í smáskrefum út árið og þeir verði 1,75 prósent við árslok.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×