Viðskipti innlent

Einn í Peningastefnunefnd vildi hækka vexti

Einn af meðlimum Peningastefnunefndar vildi að stýrivextir Seðlabankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur við síðustu vaxtaákvörðun bankans fyrir tveimur vikum síðan.

Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þessi nefndarmaður hafði áhyggjur af þáttum sem gætu leitt til þrálátrar verðbólgu, svo sem launaþrýsting, auknar verðbólguvæntingar og hugsanlega veikingu krónunnar. 

Fjórir nefndarmenn studdu hinsvegar tillögu Seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtunum óbreyttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×