Viðskipti innlent

Tekjur ríkissjóðs hækka milli ára en gjöldin lækka

Tekjur ríkissjóðs reyndust bæði hærri en á sama tíma í fyrra og betri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Tekjur reyndust 1 milljarða kr. hærri en í fyrra á sama tíma og gjöldin drógust saman um 16,2 milljarða kr. milli ára.

Þetta kemur fram í greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins sem liggur nú fyrir. Niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 6,5 milljarða kr. Í raun reyndist það neikvætt um rúma 3 milljarða kr.

Einnig námu innheimtar tekjur ríkissjóðs 112 milljarða kr. á fyrsta fjórðungi ársins og eru það 0,9% meiri tekjur en skiluðu sér á sama tíma í fyrra.

Innheimtar tekjur voru einnig meiri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, eða 1,2 milljörðum kr. meiri, og stafar það einkum af meiri innborgunum á fjármagnstekjuskatti en reiknað var með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×