Fleiri fréttir Volkswagen ekki selst jafn illa í 40 ár Nýir bílar frá Volkswagen hafa ekki selst í jafn litlum mæli hér á landi í tæp 40 ár, á meðan salan í löndunum í kringum okkur er á uppleið. Sölustjóri framleiðandans í Evrópu segir fólk halda að sér höndum vegna þess óvissuástands sem hér ríki. 4.5.2011 18:48 Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. 4.5.2011 16:00 Duglegri að búa til áhættu en draga úr henni "Efnahaglegu heilsufari heimsins verður ekki þannig lýst að það sé í góðu lagi,“ segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahagfræðingur. Í fyrirlestri sem hann hélt fyrir hóp blaðamanna sem boðið var á vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum um miðjan apríl fór Stiglitz yfir ástandið á helstu efnahagssvæðum, velti fyrir sér orsökum fjármálakreppunnar og til hvaða ráða þyrfti að taka til þess að sagan endurtæki sig ekki. 4.5.2011 12:00 HB Grandamenn ánægðir á sýningunni í Brussel ,,Sýningin hefur farið mjög vel af stað. Það er stöðugur straumur gesta hér á sýningarbásnum okkar og menn eru mjög áhugasamir,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem nú stendur yfir. 4.5.2011 11:07 Tvær hópuppsagnir í apríl kostuðu 73 vinnun sína Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl síðastliðnum. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í kennslu/stjórnun og við hugbúnaðargerð. Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 73 manns. 4.5.2011 10:47 Ákveðið að hefja framkvæmdir við Sauðárveitu Stjórn Landsvirkjunar hefur tekið ákvörðun um að hefja framkvæmdir við Sauðárveitu, og hefst vinna í sumar við vegagerð og aðstöðusköpun. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki haustið 2012. 4.5.2011 09:50 Ingibjörg ráðin framkvæmdastjóri hjá Ritari.is Ingibjörg Valdimarsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu hjá Ritari.is. Ritari.is býður uppá heildarlausnir í skrifstofuþjónustu og sérhæfir sig í símsvörun, úthringingum, bókunar- og bókhaldsþjónustu. 4.5.2011 09:47 Landsbankinn eignast dekkjaverkstæði Landsbankinn hefur yfirtekið rekstur Sólningar Kópavogi ehf. og allt hlutafé félagsins. Þetta er gert með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 4.5.2011 09:36 Hitaveita Mannvits í Ungverjalandi komin í fullan rekstur Ný hitaveita í Ungverjalandi, sem Mannvit hefur byggt, er nú komin í fullan rekstur. 4.5.2011 09:30 Móðurfélag Norðuráls hagnast um 2,8 milljarða Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, hagnaðist um 25 milljónir dollara eða um 2,8 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 6,3 milljónum dollara. 4.5.2011 09:05 Ný kynslóð af gulum leigubílum í New York Ný kynslóð hinna þekktu gulu leigubíla í New York borg kemur á götur borgarinnar árið 2013. Þeir verða framleiddir hjá Nissan bílaverksmiðjunum í Japan. 4.5.2011 07:53 Samið um neyðarlán til Portúgal Stjórnvöld í Portúgal hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðarlán upp á 78 milljarða evra eða um 13.000 milljarða króna. 4.5.2011 07:47 Gífurleg fjölgun á langtímaatvinnuleysi í Danmörku Þrátt fyrir að aðeins hafi dregið úr atvinnuleysi í Danmörku í vor hefur fjöldi þeirra Dana sem glíma við langtímaatvinnuleysi aukist gífurlega. 4.5.2011 07:29 Orðrómur um að Alcoa ætli að kaupa Rio Tinto Hlutabréf í Alcoa, móðurfélagi Fjarðaráls, hækkuðu töluvert í gærdag eftir að sá orðrómur komst á flot að Alcoa ætti í viðræðum um kaup á Rio Tinto, móðurfélagi álversins í Straumsvík. 4.5.2011 07:20 Gjaldeyrisveltan nam 5,5 milljörðum á millibankamarkaði í apríl Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í apríl síðastliðnum nam rúmlega 5.5 milljörðum króna sem er tæplega 1.8 milljarða króna meiri velta en í mars. 4.5.2011 07:18 Stjörnukokkur hjá Marel Boðið var upp á óvænta en skemmtilega uppákomu á uppgjörsfundi Marel í síðustu viku. Að lokinni hefðbundinni tölu var slökkt á vefútsendingu fundarins fyrir greiningaraðila. Að því loknu var sýnt beint frá kynningu matreiðslumeistarans Jacques Roosenbrand, sem staddur var í Hollandi, á nýjustu græjum í matvælaiðnaði. Sá fór á þvílíkum kostum að vafamál er hvort aðrir eins uppgjörsfundir hafi verið haldnir hér. Roosenbrand þessi er enginn smáfýr, var eitt sinn eigandi og yfirkokkur á veitingastaðnum Quatre Canetons í Amsterdam og flaggar Michelin-stjörnu, sem er líkust Óskarsverðlaunum í veitingageiranum. 4.5.2011 06:00 Ríkið ætti að fara á hlutabréfamarkað Ríkið ætti að nýta sér þá fjármögnunarkosti sem bjóðast með skráningu opinberra fyrirtækja á hlutabréfamarkað. Slíkt getur hjálpað til við fjármögnun ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun, að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. 4.5.2011 06:00 Komust ekki í gamla heimabankann Biðröð myndaðist í útibúi Landsbankans í Reykjanesbæ í gær í kjölfar þess að hluti fyrrverandi viðskiptavina SpKef fékk ekki aðgang að heimabönkum sínum. 4.5.2011 06:00 Guðlaugur Pálsson stóð vaktina í Guðlaugsbúð í 76 ár: Notaði hestvagna fyrstu árin Guðlaugur opnaði verslun sína á Eyrarbakka undir lok árs 1917. Fyrstu árin voru vörur fluttar til og frá Reykjavík á hestvögnum. Þá skrifaði hann allar færslur inn í verslunarbækur, en þegar átti að skikka hann til að nota sjóðvél, þegar fram liðu stundir, svaraði hann því til að hann myndi ef til vill kaupa vélina, en gæti engu lofað um það hvort hann gæti lært á hana. 4.5.2011 05:00 Ljósleiðaravæðingin vekur athygli ytra Mikill áhugi er á uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar, í öðrum löndum. „Margir vilja heyra um ljósleiðaravæðinguna í Reykjavík. Ástæðan er sú að þótt við séum fá og með smærra umfang en víða annars staðar þá höfum við unnið eftir plani sem gengur upp,“ segir Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. 4.5.2011 04:00 Bjóða upp á valkosti í heimaþjónustu Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Sinnum heimaþjónustu frá stofnun fyrirtækisins í upphafi árs 2008. Sinnum þjónustar aldraða, fatlaða og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda í daglegu lífi. 4.5.2011 03:30 Hagnaður eykst í samdráttartíð Olíuframleiðsla Atlantic Petroleum dróst saman um 18 prósent á milli ára í apríl, að því er fram kemur í umfjöllun IFS Greiningar í gær. Framleiðslan nam 73 þúsund tunnum af olíu. 4.5.2011 00:01 Um 4% verðmunur á matarkörfunni Um 4% verðmunur reyndist vera á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 24.420 krónur en dýrust í Nettó á 25.437 krónur, sem er 1.017 krónu verðmunur. Kostur neitaði þátttöku í könnunni. 3.5.2011 23:50 Nýr stjórnarmaður í Íslandsbanka Dr. Daniel Levin, var kjörinn í stjórn Íslandsbanka á aukaaðalfundi sem haldinn var í dag. Hann kemur í stað Raymond Quinlan sem lét nýverið af störfum sem stjórnarmaður í Íslandsbanka þar sem hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá fjármálafyrirtækinu CIT Group í Bandaríkjunum. Quinlan mun þó áfram sitja í stjórn Glacier Securities sem er dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum. 3.5.2011 17:24 Stoðir selja síðustu hluti sína í Royal Unibrew Stoðir tilkynntu í dag að félagið hefur selt 5,9% hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew. Á heimasíðu Stoða segir að heildar söluverð hlutanna nemi um 5,4 milljörðum króna. Þar segir einnig að gengi brugghússins hafi hækkað um 167 prósent frá ársbyrjun 2010. Félagið, sem staðsett er í Faxe í Danmörku var á sínum tíma í stærstum hluta í eigu FL Group. 3.5.2011 16:27 Frávísun í máli sjóðsfélaga í Sjóði 9 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli tíu sjóðsfélaga í Sjóði 9 hjá Glitni. 3.5.2011 11:38 Verulega dró úr veltu Kauphallarinnar milli mánaða Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu rétt tæpum 1,7 milljörðum kr. í apríl eða 94 milljónum kr. á dag að jafnaði. Þetta er verulega minni viðskipti en í mars þar sem veltan nam tæpum 19 milljörðum kr. eða 817 milljónum kr. á dag. 3.5.2011 11:20 Nauðungaruppboðum snarfækkar í Danmörku Nauðungaruppboðum á fasteignum snarfækkaði í apríl miðað við mánuðinn á undan. Fækkunin nemur 40% en alls voru 301 fasteign sett á nauðungaruppboð í apríl á móti 500 slíkum uppboðum í mars. 3.5.2011 10:29 Skuldatryggingaálag Íslands hækkar að nýju Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju eftir að hafa lækkað töluvert frá áramótum og fram að síðasta mánuði. Álagið stendur nú í 260 punktum samkvæmt vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir upplýsingar sínar til Bloomberg/CMA gagnaveitunnar. 3.5.2011 09:21 Hagnaður tryggingarfélaga rúmir 4 milljarðar í fyrra Samanlagður hagnaður skaðatryggingafélaga á árinu 2010 var um 4,1 milljarðar kr. Þar af hagnaðist Viðlagatrygging sem er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérlögum og býr við sveiflukennda starfsemi, um rúma 2,1 milljarða kr. 3.5.2011 09:10 Fiðlan Lady Blunt sett á uppboð Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins, verður sett á uppboð í næsta mánuði en féið sem fæst fyrir hana mun renna í sjóð til styrktar fórnarlömbunum í náttúruhamförunum í Japan í mars síðastliðnum. 3.5.2011 07:43 Grikkir lýsa yfir stríði gegn skattsvikum Fjármálaráðherra Grikklands hefur lýst yfir stríði á hendur skattsvikum í landinu. Ríkissjóður Grikklands er tómur og grísk stjórnvöld verða því að grípa til alllra hugsanlegra ráða til að afla sér fjármagns. 3.5.2011 07:38 Átjánda ár Ögurvíkur á sjávarútvegssýningunni í Brussel Sjávarútvegssýningin í Brussel hefst í dag. Þetta er mikilvægasta sýning heimsins fyrir íslenska sjávarútveginn og aðila sem tengjast honum. 3.5.2011 07:26 Icelandair og JetBlue Airways hefja samstarf í dag Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue Airways hafa kynnt samstarf flugfélaganna sem meðal annars felur í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars. Viðskiptavinir Icelandair geta nú keypt einn farseðil frá Íslandi til þeirra tuga bandarísku borga sem JetBlue flýgur til og jafnframt geta viðskiptavinir JetBlue keypt miða til Íslands og Evrópulanda með flugi Icelandair. 3.5.2011 07:24 Tengist ekki skuldauppgjöri Kaup Samherja á eignum Brims hf. á Akureyri tengjast ekki skuldauppgjöri Brims við Landsbankann, að sögn Guðmundar Kristjánssonar forstjóra. Breytt eignarhald hefur ekki teljandi áhrif á starfsmannahald og rekstur. 3.5.2011 06:30 Tekjur af tölvuleikjum hafa sexfaldast á fjórum árum Heildarverðmæti útflutnings tölvuleikja hefur sexfaldast á fjórum árum. Útflutningstekjur voru tveir milljarðar árið 2005 og rúmir 13 milljarðar árið 2009. Um 3% af heildarútflutningi eru afurðir skapandi greina. 3.5.2011 00:01 ESB reglur um að kröfuhafar taki á sig bankatap Nýjar reglur ESB um bankastarfsemi eiga að innihalda ákvæði um að kröfuhafar taki á sig tap af bankahruni. Þetta er skoðun Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu og formann nefndar ESB um fjármálalegan stöðugleika. 2.5.2011 11:30 Kynna umboðsmann skuldabréfaeigenda Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) boða til kynningarfundar í dag, mánudaginn 2. maí um umboðsmann skuldabréfaeigenda með áherslu á fyrirkomulagið í Noregi (Norsk Tillitsmann). Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, fundarsal G kl. 15 - 16. 2.5.2011 09:59 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2.5.2011 09:32 Samherji kaupir Brim hf. á Akureyri fyrir 14,5 milljarða Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist. 2.5.2011 05:00 Atvinnuleysi og lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. 2.5.2011 04:00 Útilokar ekki yfirtöku á erlendu iðnfyrirtæki Marel mun á næstu fimm árum leggja áherslu á innri vöxt fyrirtækisins, þeim tækifærum sem eru á markaðnum, stöðugri nýsköpun og markaðssetningu á nýjum matvælavinnsluvélum. Ekki er útilokað að annað fyrirtæki verði keypt ef það styður við áætlanir Marels, að sögn Theos Hoen, forstjóra. Ekki yrði um stórar yfirtökur að ræða. 2.5.2011 03:30 Ráðherra vill fá lyktir í dagsektadeilunni fjármál Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur kallað stjórnendur Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins á sinn fund í vikunni til að reyna að finna lausn á deilumáli á milli stofnananna. Stofnanirnar heyra báðar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. 2.5.2011 00:06 Sjá næstu 50 fréttir
Volkswagen ekki selst jafn illa í 40 ár Nýir bílar frá Volkswagen hafa ekki selst í jafn litlum mæli hér á landi í tæp 40 ár, á meðan salan í löndunum í kringum okkur er á uppleið. Sölustjóri framleiðandans í Evrópu segir fólk halda að sér höndum vegna þess óvissuástands sem hér ríki. 4.5.2011 18:48
Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. 4.5.2011 16:00
Duglegri að búa til áhættu en draga úr henni "Efnahaglegu heilsufari heimsins verður ekki þannig lýst að það sé í góðu lagi,“ segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahagfræðingur. Í fyrirlestri sem hann hélt fyrir hóp blaðamanna sem boðið var á vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum um miðjan apríl fór Stiglitz yfir ástandið á helstu efnahagssvæðum, velti fyrir sér orsökum fjármálakreppunnar og til hvaða ráða þyrfti að taka til þess að sagan endurtæki sig ekki. 4.5.2011 12:00
HB Grandamenn ánægðir á sýningunni í Brussel ,,Sýningin hefur farið mjög vel af stað. Það er stöðugur straumur gesta hér á sýningarbásnum okkar og menn eru mjög áhugasamir,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem nú stendur yfir. 4.5.2011 11:07
Tvær hópuppsagnir í apríl kostuðu 73 vinnun sína Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl síðastliðnum. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í kennslu/stjórnun og við hugbúnaðargerð. Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 73 manns. 4.5.2011 10:47
Ákveðið að hefja framkvæmdir við Sauðárveitu Stjórn Landsvirkjunar hefur tekið ákvörðun um að hefja framkvæmdir við Sauðárveitu, og hefst vinna í sumar við vegagerð og aðstöðusköpun. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki haustið 2012. 4.5.2011 09:50
Ingibjörg ráðin framkvæmdastjóri hjá Ritari.is Ingibjörg Valdimarsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu hjá Ritari.is. Ritari.is býður uppá heildarlausnir í skrifstofuþjónustu og sérhæfir sig í símsvörun, úthringingum, bókunar- og bókhaldsþjónustu. 4.5.2011 09:47
Landsbankinn eignast dekkjaverkstæði Landsbankinn hefur yfirtekið rekstur Sólningar Kópavogi ehf. og allt hlutafé félagsins. Þetta er gert með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 4.5.2011 09:36
Hitaveita Mannvits í Ungverjalandi komin í fullan rekstur Ný hitaveita í Ungverjalandi, sem Mannvit hefur byggt, er nú komin í fullan rekstur. 4.5.2011 09:30
Móðurfélag Norðuráls hagnast um 2,8 milljarða Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, hagnaðist um 25 milljónir dollara eða um 2,8 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 6,3 milljónum dollara. 4.5.2011 09:05
Ný kynslóð af gulum leigubílum í New York Ný kynslóð hinna þekktu gulu leigubíla í New York borg kemur á götur borgarinnar árið 2013. Þeir verða framleiddir hjá Nissan bílaverksmiðjunum í Japan. 4.5.2011 07:53
Samið um neyðarlán til Portúgal Stjórnvöld í Portúgal hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðarlán upp á 78 milljarða evra eða um 13.000 milljarða króna. 4.5.2011 07:47
Gífurleg fjölgun á langtímaatvinnuleysi í Danmörku Þrátt fyrir að aðeins hafi dregið úr atvinnuleysi í Danmörku í vor hefur fjöldi þeirra Dana sem glíma við langtímaatvinnuleysi aukist gífurlega. 4.5.2011 07:29
Orðrómur um að Alcoa ætli að kaupa Rio Tinto Hlutabréf í Alcoa, móðurfélagi Fjarðaráls, hækkuðu töluvert í gærdag eftir að sá orðrómur komst á flot að Alcoa ætti í viðræðum um kaup á Rio Tinto, móðurfélagi álversins í Straumsvík. 4.5.2011 07:20
Gjaldeyrisveltan nam 5,5 milljörðum á millibankamarkaði í apríl Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í apríl síðastliðnum nam rúmlega 5.5 milljörðum króna sem er tæplega 1.8 milljarða króna meiri velta en í mars. 4.5.2011 07:18
Stjörnukokkur hjá Marel Boðið var upp á óvænta en skemmtilega uppákomu á uppgjörsfundi Marel í síðustu viku. Að lokinni hefðbundinni tölu var slökkt á vefútsendingu fundarins fyrir greiningaraðila. Að því loknu var sýnt beint frá kynningu matreiðslumeistarans Jacques Roosenbrand, sem staddur var í Hollandi, á nýjustu græjum í matvælaiðnaði. Sá fór á þvílíkum kostum að vafamál er hvort aðrir eins uppgjörsfundir hafi verið haldnir hér. Roosenbrand þessi er enginn smáfýr, var eitt sinn eigandi og yfirkokkur á veitingastaðnum Quatre Canetons í Amsterdam og flaggar Michelin-stjörnu, sem er líkust Óskarsverðlaunum í veitingageiranum. 4.5.2011 06:00
Ríkið ætti að fara á hlutabréfamarkað Ríkið ætti að nýta sér þá fjármögnunarkosti sem bjóðast með skráningu opinberra fyrirtækja á hlutabréfamarkað. Slíkt getur hjálpað til við fjármögnun ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun, að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. 4.5.2011 06:00
Komust ekki í gamla heimabankann Biðröð myndaðist í útibúi Landsbankans í Reykjanesbæ í gær í kjölfar þess að hluti fyrrverandi viðskiptavina SpKef fékk ekki aðgang að heimabönkum sínum. 4.5.2011 06:00
Guðlaugur Pálsson stóð vaktina í Guðlaugsbúð í 76 ár: Notaði hestvagna fyrstu árin Guðlaugur opnaði verslun sína á Eyrarbakka undir lok árs 1917. Fyrstu árin voru vörur fluttar til og frá Reykjavík á hestvögnum. Þá skrifaði hann allar færslur inn í verslunarbækur, en þegar átti að skikka hann til að nota sjóðvél, þegar fram liðu stundir, svaraði hann því til að hann myndi ef til vill kaupa vélina, en gæti engu lofað um það hvort hann gæti lært á hana. 4.5.2011 05:00
Ljósleiðaravæðingin vekur athygli ytra Mikill áhugi er á uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar, í öðrum löndum. „Margir vilja heyra um ljósleiðaravæðinguna í Reykjavík. Ástæðan er sú að þótt við séum fá og með smærra umfang en víða annars staðar þá höfum við unnið eftir plani sem gengur upp,“ segir Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. 4.5.2011 04:00
Bjóða upp á valkosti í heimaþjónustu Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Sinnum heimaþjónustu frá stofnun fyrirtækisins í upphafi árs 2008. Sinnum þjónustar aldraða, fatlaða og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda í daglegu lífi. 4.5.2011 03:30
Hagnaður eykst í samdráttartíð Olíuframleiðsla Atlantic Petroleum dróst saman um 18 prósent á milli ára í apríl, að því er fram kemur í umfjöllun IFS Greiningar í gær. Framleiðslan nam 73 þúsund tunnum af olíu. 4.5.2011 00:01
Um 4% verðmunur á matarkörfunni Um 4% verðmunur reyndist vera á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 24.420 krónur en dýrust í Nettó á 25.437 krónur, sem er 1.017 krónu verðmunur. Kostur neitaði þátttöku í könnunni. 3.5.2011 23:50
Nýr stjórnarmaður í Íslandsbanka Dr. Daniel Levin, var kjörinn í stjórn Íslandsbanka á aukaaðalfundi sem haldinn var í dag. Hann kemur í stað Raymond Quinlan sem lét nýverið af störfum sem stjórnarmaður í Íslandsbanka þar sem hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá fjármálafyrirtækinu CIT Group í Bandaríkjunum. Quinlan mun þó áfram sitja í stjórn Glacier Securities sem er dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum. 3.5.2011 17:24
Stoðir selja síðustu hluti sína í Royal Unibrew Stoðir tilkynntu í dag að félagið hefur selt 5,9% hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew. Á heimasíðu Stoða segir að heildar söluverð hlutanna nemi um 5,4 milljörðum króna. Þar segir einnig að gengi brugghússins hafi hækkað um 167 prósent frá ársbyrjun 2010. Félagið, sem staðsett er í Faxe í Danmörku var á sínum tíma í stærstum hluta í eigu FL Group. 3.5.2011 16:27
Frávísun í máli sjóðsfélaga í Sjóði 9 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli tíu sjóðsfélaga í Sjóði 9 hjá Glitni. 3.5.2011 11:38
Verulega dró úr veltu Kauphallarinnar milli mánaða Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu rétt tæpum 1,7 milljörðum kr. í apríl eða 94 milljónum kr. á dag að jafnaði. Þetta er verulega minni viðskipti en í mars þar sem veltan nam tæpum 19 milljörðum kr. eða 817 milljónum kr. á dag. 3.5.2011 11:20
Nauðungaruppboðum snarfækkar í Danmörku Nauðungaruppboðum á fasteignum snarfækkaði í apríl miðað við mánuðinn á undan. Fækkunin nemur 40% en alls voru 301 fasteign sett á nauðungaruppboð í apríl á móti 500 slíkum uppboðum í mars. 3.5.2011 10:29
Skuldatryggingaálag Íslands hækkar að nýju Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju eftir að hafa lækkað töluvert frá áramótum og fram að síðasta mánuði. Álagið stendur nú í 260 punktum samkvæmt vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir upplýsingar sínar til Bloomberg/CMA gagnaveitunnar. 3.5.2011 09:21
Hagnaður tryggingarfélaga rúmir 4 milljarðar í fyrra Samanlagður hagnaður skaðatryggingafélaga á árinu 2010 var um 4,1 milljarðar kr. Þar af hagnaðist Viðlagatrygging sem er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérlögum og býr við sveiflukennda starfsemi, um rúma 2,1 milljarða kr. 3.5.2011 09:10
Fiðlan Lady Blunt sett á uppboð Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins, verður sett á uppboð í næsta mánuði en féið sem fæst fyrir hana mun renna í sjóð til styrktar fórnarlömbunum í náttúruhamförunum í Japan í mars síðastliðnum. 3.5.2011 07:43
Grikkir lýsa yfir stríði gegn skattsvikum Fjármálaráðherra Grikklands hefur lýst yfir stríði á hendur skattsvikum í landinu. Ríkissjóður Grikklands er tómur og grísk stjórnvöld verða því að grípa til alllra hugsanlegra ráða til að afla sér fjármagns. 3.5.2011 07:38
Átjánda ár Ögurvíkur á sjávarútvegssýningunni í Brussel Sjávarútvegssýningin í Brussel hefst í dag. Þetta er mikilvægasta sýning heimsins fyrir íslenska sjávarútveginn og aðila sem tengjast honum. 3.5.2011 07:26
Icelandair og JetBlue Airways hefja samstarf í dag Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue Airways hafa kynnt samstarf flugfélaganna sem meðal annars felur í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars. Viðskiptavinir Icelandair geta nú keypt einn farseðil frá Íslandi til þeirra tuga bandarísku borga sem JetBlue flýgur til og jafnframt geta viðskiptavinir JetBlue keypt miða til Íslands og Evrópulanda með flugi Icelandair. 3.5.2011 07:24
Tengist ekki skuldauppgjöri Kaup Samherja á eignum Brims hf. á Akureyri tengjast ekki skuldauppgjöri Brims við Landsbankann, að sögn Guðmundar Kristjánssonar forstjóra. Breytt eignarhald hefur ekki teljandi áhrif á starfsmannahald og rekstur. 3.5.2011 06:30
Tekjur af tölvuleikjum hafa sexfaldast á fjórum árum Heildarverðmæti útflutnings tölvuleikja hefur sexfaldast á fjórum árum. Útflutningstekjur voru tveir milljarðar árið 2005 og rúmir 13 milljarðar árið 2009. Um 3% af heildarútflutningi eru afurðir skapandi greina. 3.5.2011 00:01
ESB reglur um að kröfuhafar taki á sig bankatap Nýjar reglur ESB um bankastarfsemi eiga að innihalda ákvæði um að kröfuhafar taki á sig tap af bankahruni. Þetta er skoðun Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu og formann nefndar ESB um fjármálalegan stöðugleika. 2.5.2011 11:30
Kynna umboðsmann skuldabréfaeigenda Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) boða til kynningarfundar í dag, mánudaginn 2. maí um umboðsmann skuldabréfaeigenda með áherslu á fyrirkomulagið í Noregi (Norsk Tillitsmann). Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, fundarsal G kl. 15 - 16. 2.5.2011 09:59
Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2.5.2011 09:32
Samherji kaupir Brim hf. á Akureyri fyrir 14,5 milljarða Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist. 2.5.2011 05:00
Atvinnuleysi og lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. 2.5.2011 04:00
Útilokar ekki yfirtöku á erlendu iðnfyrirtæki Marel mun á næstu fimm árum leggja áherslu á innri vöxt fyrirtækisins, þeim tækifærum sem eru á markaðnum, stöðugri nýsköpun og markaðssetningu á nýjum matvælavinnsluvélum. Ekki er útilokað að annað fyrirtæki verði keypt ef það styður við áætlanir Marels, að sögn Theos Hoen, forstjóra. Ekki yrði um stórar yfirtökur að ræða. 2.5.2011 03:30
Ráðherra vill fá lyktir í dagsektadeilunni fjármál Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur kallað stjórnendur Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins á sinn fund í vikunni til að reyna að finna lausn á deilumáli á milli stofnananna. Stofnanirnar heyra báðar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. 2.5.2011 00:06