Viðskipti innlent

Telur kjarasamninga hafa slæm áhrif á atvinnuhorfur

Nýir kjarasamningar auka verðbólgu um tvö prósent og hafa slæm áhrif á atvinnuhorfur, sem hægir á efnahagsbatanum. Þetta er mat greiningardeildar Arion Banka.

Greiningardeild Arion Banka telur launahækkanir í nýjum kjarasamningum heldur miklar ef horft er á stöðu þjóðarbúsins. Forstöðumaður deildarinnar segir að fyrirtæki muni velta auknum kostnaði út í verðlagið til neytenda.

„Við höfum svona gróflega áætlað að þetta yrði eitthvað í kringum tvö prósent verðbólga sem bætist við vegna þessarra kjarasamninga á þessu tímabili" segir Ásdís Kristjánsdóttir. Þar með telur Ásdís hættu á því að verðbólga fari yfir markmið Seðlabankans á næstu misserum og hafi áhrif á efnahagsbatann. „Þeir geirar sem eiga hvað erfiðast og atvinnuleysi er hæst þá hefur þetta þau áhrif að það verði minna um ráðningar og jafnvel uppsagnir í þeim geirum"

Hún efast einnig um forsendur samningsins um hagvöxt. „Ef að þau markmið ríkisstjórnarinnar sem sett eru fram, ganga eftir um 4-4,5 prósent hagvöxt á hverju ári á næstu árum, þá hefur þetta jákvæð áhrif á hagkerfið en það auðvitað spurning hvort að það séu of metnaðarfull markmið"

Mikil óvissa er nú til staðar til dæmis vegna sjávarútvegsins, Icesave-deilunnar og skuldastöðu fyrirtækja sem hafa áhrif á hagvöxtinn. „Margt þarf að ganga upp til að það gerist og því miður þá finnst mér þetta heldur björt spá" segir Ásdís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×