Viðskipti innlent

Toyota semur við Skógræktarfélag Íslands

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, takast í hendur að undirskrift samnings lokinni (Mynd: Brynjólfur Jónsson).
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, takast í hendur að undirskrift samnings lokinni (Mynd: Brynjólfur Jónsson).
Toyota á Íslandi hf. og Skógræktarfélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning og var hann undirritaður af Úlfari Steindórssyni, forstjóra Toyota og Magnúsi Gunnarssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands í síðustu viku.

Í tilkynningu segir að samningurinn hafi að markmiði að efla ákveðin skógræktarsvæði, með aukið útivistargildi og jákvæð umhverfisáhrif að leiðarljósi. Er þetta framhald á fyrra samstarfi, en Toyota hefur frá árinu 1990 verið einn helsti stuðningsaðili Skógræktarfélags Íslands.

Samkvæmt samningnum mun Toyota leggja til fjármagn til margvíslegrar uppbyggingar á svæðunum, s.s. gróðursetningar, grisjunar og umhirðu, stígagerðar, merkinga o.fl., en Skógræktarfélag Íslands og viðkomandi aðildarfélög munu sjá um verklegar framkvæmdir. Auk þess mun Toyota lána Skógræktarfélagi Íslands bifreiðar til afnota á helsta athafnatíma  félagsins.

Toyota-skógarnir sem um ræðir eru sex talsins um land allt og eru þeir á Ingunnarstöðum í Brynjudal, í Esjuhlíðum, í Kjarnaskógi, í Reyðarfirði, á Söndum í Dýrafirði og í Varmalandi í Borgarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×