Viðskipti innlent

Óvíst hvort stefnt verður fyrir réttarhlé

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn H. Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson í slitastjórn Glitnis. Mynd/ GVA.
Steinunn H. Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson í slitastjórn Glitnis. Mynd/ GVA.
Enn hafa engar stefnur verið gefnar út í tengslum við mál slitastjórnar Glitnis gegn sjömenningunum sem stefnt var fyrir dóm í New York fyrir ári síðan.

Eins og fram hefur komið vísaði dómstóll í New York málinu frá dómi. Eftir að æðri dómstóll staðfesti frávísunina ákvað slitastjórnin að málið yrði höfðað hér heima. Steinunn H. Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir að enn sé unnið að því máli. Hins vegar er farið að styttast í réttarhlé og því ekki ljóst hvort stefnur verði gefnar út fyrir sumarið.

Málið snýst um ásakanir slitastjórnarinnar um það að sjömenningarnir, sem tengdust Glitni og félögum sem voru í viðskipti við bankann, hafi tæmt bankann innanfrá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×