Viðskipti innlent

B5 ehf skildi eftir sig 200 milljóna skuldir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Veitingastaðurinn B5 á Laugavegi. Mynd/ Hari.
Veitingastaðurinn B5 á Laugavegi. Mynd/ Hari.
Skiptum á þrotabúi B5 ehf., sem rak skemmtistaðinn B5 og átti fasteignir að Laugavegi 86-94, er lokið. Engar eignir fundust í búinu en félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars 2010.

Eftir því sem fram kemur á vef Viðskiptablaðsins námu kröfur í þrotabúið alls tæplega 200 milljónum króna. Stærsti kröfuhafi var Landsbankinn með um 128 milljóna króna kröfu. Fasteignirnar lágu sem veð fyrir láninu.

Eftir gjaldþrot B5 tók félagið Bankastræti 5 ehf. við rekstri staðarins. Rekstraraðilarnir eru ekki tengdir fyrri eigendum veitingastaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×