Góður bati eftir eina mestu kreppu heims Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2011 00:00 Blaðamannafundur í Seðlabankanum Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, svarar spurningum blaðamanna í gær. Með henni er Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS með aðsetur á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir við búið að fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins í byrjun júní. Vikulangri heimsókn sendinefndarinnar lauk í gær með blaðamannafundi þar sem farið var yfir helstu niðurstöður funda sem haldnir voru með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum, fræðimönnum og fulltrúum viðskipta- og atvinnulífs, vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Þá kom þar fram að stjórnvöld á Norðurlöndum hafi staðfest að þau bjóði enn tvíhliða lán til stuðnings áætlun Íslands. Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, upplýsti á fundinum að íslensk stjórnvöld og starfslið sjóðsins hefðu náð samkomulagi um fimmtu endurskoðunina, sem nú biði staðfestingar framkvæmdastjórnar og stjórnar AGS. Hún sagði kominn fram vísi að hægum efnahagsbata, búist væri við 2,25 prósenta hagvexti á þessu ári sem síðan aukast í 3,0 prósent á næstu misserum. Mat sjóðsins á efnahagshorfum landsins væri að mestu óbreytt frá fyrri spám. Sjóðurinn telur engu að síður að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja gangi enn of hægt fyrir sig, þótt þar hafi orðið nokkur framför. „Endurskipulagning skulda er ennþá nauðsynlegur þáttur varanlegs efnahagsbata og myndi einnig aðstoða við að taka á vanda hás hlutfalls lána í vanskilum í bankakerfinu. Julie sagði margvíslegan árangur hafa náðst og hrósaði áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Hún væri árangurstengd og hæfilega varkár. Þá drægi úr opinberum skuldum og viðskiptahalla, en óvissa um áhrif Icesave þar á hefði aukist með því að deilunni hafi verið vísað til dómstóla. „Engu að síður er búist við að eignir þrotabús Landsbankans standi undir verulegum hluta innstæðna Icesave, sem dregur úr fjárhagslegri áhættu ríkisins,“ sagði hún. Þá sagði Julie mat sendinefndarinnar að hér kæmi til með að draga hægt úr atvinnuleysi, en nokkur ár, líkast til fjögur, yrðu þar til atvinnuleysi teldist lítið á ný. Hvað gang efnahagsáætlunarinnar í heild varðar sagði Julie ástæðu til að fagna góðum árangri. Kreppan á Íslandi hefði verið ein sú allra mesta sem sést hefði í heiminum. Þá hefðu ytri aðstæður í efnahagslífi heimsins verið erfiðar og það unnið á móti hraðari efnahagsbata. Þá væru vandfundin lönd í heiminum til samanburðar, því óvíða hefði fjármálakerfi landa hrunið alveg. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir við búið að fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins í byrjun júní. Vikulangri heimsókn sendinefndarinnar lauk í gær með blaðamannafundi þar sem farið var yfir helstu niðurstöður funda sem haldnir voru með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum, fræðimönnum og fulltrúum viðskipta- og atvinnulífs, vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Þá kom þar fram að stjórnvöld á Norðurlöndum hafi staðfest að þau bjóði enn tvíhliða lán til stuðnings áætlun Íslands. Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, upplýsti á fundinum að íslensk stjórnvöld og starfslið sjóðsins hefðu náð samkomulagi um fimmtu endurskoðunina, sem nú biði staðfestingar framkvæmdastjórnar og stjórnar AGS. Hún sagði kominn fram vísi að hægum efnahagsbata, búist væri við 2,25 prósenta hagvexti á þessu ári sem síðan aukast í 3,0 prósent á næstu misserum. Mat sjóðsins á efnahagshorfum landsins væri að mestu óbreytt frá fyrri spám. Sjóðurinn telur engu að síður að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja gangi enn of hægt fyrir sig, þótt þar hafi orðið nokkur framför. „Endurskipulagning skulda er ennþá nauðsynlegur þáttur varanlegs efnahagsbata og myndi einnig aðstoða við að taka á vanda hás hlutfalls lána í vanskilum í bankakerfinu. Julie sagði margvíslegan árangur hafa náðst og hrósaði áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Hún væri árangurstengd og hæfilega varkár. Þá drægi úr opinberum skuldum og viðskiptahalla, en óvissa um áhrif Icesave þar á hefði aukist með því að deilunni hafi verið vísað til dómstóla. „Engu að síður er búist við að eignir þrotabús Landsbankans standi undir verulegum hluta innstæðna Icesave, sem dregur úr fjárhagslegri áhættu ríkisins,“ sagði hún. Þá sagði Julie mat sendinefndarinnar að hér kæmi til með að draga hægt úr atvinnuleysi, en nokkur ár, líkast til fjögur, yrðu þar til atvinnuleysi teldist lítið á ný. Hvað gang efnahagsáætlunarinnar í heild varðar sagði Julie ástæðu til að fagna góðum árangri. Kreppan á Íslandi hefði verið ein sú allra mesta sem sést hefði í heiminum. Þá hefðu ytri aðstæður í efnahagslífi heimsins verið erfiðar og það unnið á móti hraðari efnahagsbata. Þá væru vandfundin lönd í heiminum til samanburðar, því óvíða hefði fjármálakerfi landa hrunið alveg.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun