Viðskipti innlent

Nýskráningar bíla aukast um tæp 100%

Nýskráningar bíla í janúar-apríl í ár voru 1.100 miðað við 553 í janúar-mars árið áður. Þetta er 98,9% aukning frá fyrra ári.

Síðastliðna 12 mánuði, til loka apríl, voru nýskráningar bíla 4.224 en það er 53,8% fjölgun frá fyrra tólf mánaða tímabili. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×