Viðskipti innlent

Allt á huldu um 52 milljarða

viðskipti Fjármálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um virði skuldabréfa fjármálafyrirtækja sem Eignasafn Seðlabankans hefur eignast.

Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins. Kristján spurði um verðmat skuldabréfa sem VBS Fjárfestingarbanki og Saga Capital gáfu út upp á 46 milljarða króna auk sex milljarða bréfs sem Askar Capital gaf út. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×