Fleiri fréttir Lausafjárstaða Landsvirkjunar aldrei verið sterkari Lausafjárstaða Landsvirkjunar er sterk og hafði fyrirtækið um áramót aðgang að 573,2 milljónum bandaríkjadala eða sem nemur 65,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Landsvirkjunar. 18.3.2011 14:13 Actavis stefnir Róberti Wessman Actavis hefur stefnt Róberti Wessman vegna 300 milljón króna láns sem fallið er á gjalddaga. Frá þessu er greint í Fréttatímanum í dag. Lánið segir Róbert hluta af skuldauppgjöri hans við bankann. Málið hefur verið dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur en um er að ræða lán upp á 240 milljónir sem Róbert fékk frá Actavis til kaupa á hlutabréfum í félaginu með veði í bréfunum sjálfum, að því er fram kemur í blaðinu. 18.3.2011 11:52 Segir rannsókn SFO ná til Banque Havilland Daily Mail segir frá því á vefsíðu sinni að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO á Kaupþingsmálinu nái einnig til Banque Havilland bankans sem reistur var á rústum Kaupþings í Lúxemborg. 18.3.2011 11:10 Hjón fengu Chevrolet nr. 100 og 101 Bílasalan hjá Bílabúð Benna hefur farið vel af stað á 100. afmælisári Chevrolet og hefur Chevrolet trónað á toppi sölulistans hérlendis það sem af er ári. Í síðustu viku fór fram afhending á 100. og 101. Chevrolet bílunum frá áramótum. 18.3.2011 10:52 Reiknistofa bankanna hlaut upplýsingatækniverðlaunin Reiknistofa bankanna hlýtur upplýsingatækniverðlaun Skýrslutæknifélags Íslands (Ský) árið 2011. Það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin í morgun á UT messunni sem nú stendur yfir og mun ljúka með sýningu fyrir almenning í húsnæði HR í Öskjuhlíð á morgun. Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) tók við verðlaununum. 18.3.2011 09:59 Undanþága veitt vegna sértækrar skuldaaðlögunnar Samkeppniseftirlitið hefur veitt Samtökum fjármálafyrirtækja f.h. aðildarfélaga sinna, Íbúðalánasjóði, Landssamtökum lífeyrissjóða f.h. aðildarsjóða sinna, Sambandi íslenskra sparisjóða, slitastjórn SPRON og slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans heimild til þess að gera og framkvæma samkomulag um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun einstaklinga. 18.3.2011 09:41 Svalasti Porsche heimsins til sölu Það er erfitt að ímynda sér svalari Porsche en þann sem settur verður á uppboð í Kaliforníu í sumar. Um er að ræða Porsche 911 S sem leikarinn Steve McQueen ekur í upphafsatriði myndarinnar Le Mans sem frumsýnd var árið 1971. 18.3.2011 09:19 NBI keypti rúm 8% í Marel Það var NBI eða Nýi Landsbankinn sem keypti megnið eða 8,26% í Marel þegar Horn fjárfestingarfélag seldi allan sinn hlut í Marel í gærdag fyrir 12 milljarða kr. Horn sem er í eigu Landsbankans átti 13,8% í Marel. 18.3.2011 09:05 Hækkun á vísitölu íbúðaverðs Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 308,1 stig í febrúar síðastliðnum og hafði hún hækkað um 1 prósent frá janúar. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands. 18.3.2011 07:52 Engin rússnesk fyrirtæki hjá Kaupþingi í Lúx "Engin rússnesk fyrirtæki voru nokkru sinni með nokkur viðskipti við Kaupthing Luxembourg," segir Sigurður Einarsson , fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. "Uppspuninn um rússneska leynisjóði og peningaþvætti er innistæðulaus þvættingur." 18.3.2011 07:50 G7 ríkin samþykkja aðgerðir til að lækka gengi jensins Fjármálaráðherrar G7 ríkjanna hafa ákveðið að grípa til aðgerða á gjaldeyrismörkuðum heimsins til að þess að lækka gengi japanska jensins. 18.3.2011 07:25 Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði. 18.3.2011 07:17 Horn seldi hlut sinn í Marel fyrir 12 milljarða Horn fjárfestingarfélag ehf. sem er í eigu Landsbankans hefur selt allan hlut sinn í Marel fyrir 12 milljarða króna. 18.3.2011 07:16 Nei við Icesave framlengir höft Hafni þjóðin nýjum samningi um Icesave á ríkið erfiðara með fjármögnun. 18.3.2011 00:00 Bílaleigur hafa keypt 409 Toyotur á árinu Íslenskar bílaleigur hafa gengið frá samningum um kaup á 409 Toyota bifreiðum það sem af er árinu. Í tilkynningu frá Toyota segir að bílarnir séu væntanlegir til landsins á næstu vikum og verður afhendingu lokið fyrir sumarvertíðina. Þá segir að flestir séu bílarnir af Yaris, Auris og Land Cruiser gerð. Salan á Toyota bílum til bílaleiga er umtalsvert meiri í ár en í fyrra. „Árið 2010 voru 318 Toyotabifreiðar skráðar sem bílaleigubílar og er aukningin milli ára því 28,6%,“ segir að lokum. 17.3.2011 15:58 Reykjanesbær nær samningum um lán Reykjanesbær hefur náð samningum við Depfabankann á Írlandi um framlengingu á 1,8 milljarða króna láni sem gjaldféll í ágúst í fyrra. Bankinn hafnaði í fyrstu samningum og erfitt var að leita samninga vegna efnahagskreppunnar og erfiðleika bankans sjálfs sem var í slitameðferð, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Með samningi sem bæjarráð samþykkti í morgun er lánið framlengt um tvö ár. 17.3.2011 15:39 Bank of America aðstoðar Icelandic Group Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að ráða Bank of America Merrill Lynch sem ráðgjafa við mat á stefnu félagsins og þeim kostum sem félagið hefur í þeim efnum. 17.3.2011 13:58 Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína "Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. 17.3.2011 13:30 Breskur þingmaður: Viðskiptavinir Icesave og Edge voru hálfvitar Breski þingmaðurinn David Ruffley, sem situr í fjárlaganefnd breska þingsins, sagði á dögunum að þeir sem hefðu látið glepjast af gylliboðum íslensku bankanna og sett fjármuni sína inn á reikninga Icesave og Kaupthing Edge, væru hálfvitar. 17.3.2011 13:13 Lán í Búðarháls skilyrt - Icesave hangir á spýtunni Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. 17.3.2011 11:32 Spáir því að verðbólgan aukist í 2,3% í mars Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,0% í mars frá fyrri mánuði. Ef spáin gengur eftir hækkar tólf mánaða taktur verðbólgunnar í mánuðinum og mun verðbólga þá mælast 2,3%, en verðbólga mælist nú 1,9%. Hagstofan birtir vísitölumælingu sína kl. 9 þann 29. mars næstkomandi. 17.3.2011 11:21 Reykjanesbær framlengir lán Reykjanesbær hefur endurfjármagnað og framlengt tvö af lánum sínum. Annað er hjá Lánasjóði sveitarfélaga en hitt hjá þýskum banka. 17.3.2011 11:12 Arion banki afskrifaði tæpa 22 milljarða í 1998 ehf. Arion banki afskrifaði 21,6 milljarða króna af skuldum 1998 ehf., móðurfélagi Haga, um síðustu áramót. 1998 ehf. skuldaði bankanum 55 milljarða króna samkvæmt síðasta birta ársreikningi. Því var 33,4 milljarða króna skuld enn inni í félaginu. 17.3.2011 11:02 Verðbólgan hérlendis enn undir meðallaginu á evrusvæðinu Verðbólgan hér á landi miðað við samræmda vísitölu neysluverðs á evrusvæðinu mældist 2,3% í febrúar og hækkar lítillega frá því í janúar en þá var hún 2,2%. Þetta er í annar mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES. 17.3.2011 10:36 Eignir og skuldir tryggingarfélaga hækka jafnt Heildareignir tryggingarfélaganna námu 143,8 milljarða kr. í lok janúar og hækkuðu um 8,1 milljarða kr. á milli mánaða. 17.3.2011 10:22 Tchenguiz tapaði milljörðum Vincent Tchenguiz, sem handtekinn var í síðustu viku vegna rannsóknar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á hruni Kaupþings, tapaði 43 milljónum sterlingspunda í fyrra. Upphæðin nemur um átta milljörðum. 17.3.2011 10:18 Mæla með íslenska fasteignamarkaðnum Stórblaðið The New York Times gerir fasteignamarkaðinn á Íslandi að umfjöllunarefni á vef sínum í dag. Þar er rætt við fjölda Íslendinga sem fylgjast með fasteignamarkaðnum og segja þeir góða fjárfestingakosti vera á Íslandi. Þar er sagt frá því að á árinu 2008 hafi fasteignamarkaðurinn hrunið og hægt sé að fá eignir á góðu verði. 17.3.2011 10:02 Álverið í Helguvík hefur kostað 15 milljarða hingað til Kostnaður Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vegna álversins í Helguvík var orðinn 126 milljónir dollara, eða tæplega 15 milljarðar kr. um síðustu áramót. Þar af nam kostnaðurinn á síðasta ári 20 milljónum dollara eða um 2,3 milljörðum kr. 17.3.2011 09:58 Móðurfélag Norðuráls skilaði 7 milljarða hagnaði Century Aluminium móðurfélag Norðuráls á Grundartanga skilaði tæplega 60 milljón dollara, eða tæplega 7 milljarða króna, hagnaði eftir skatta og fjármagnsliði á síðasta ári. 17.3.2011 09:38 Ágæt afkoma hjá Lánasjóði sveitarfélaga Lánasjóður sveitarfélaga skilaði tekjuafgangur í fyrra upp á 1.248 milljónir kr. á móti 1.656 milljónum kr. árið áður. Lækkun vaxta á innlendum markaði sem og minnkandi verðbólga skýra minnkandi afkomu á milli ára, gengishagnaður vegna erlendra skulda bæta afkomuna um 321 milljón kr. 17.3.2011 09:18 Landsvirkjun fær fyrsta lánið fyrir Búðarhálsvirkjun Landsvirkjun hefur gert lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) upp á 8,6 milljarða króna. Um er að ræða fyrsta lánið sem fæst fyrir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. 17.3.2011 08:54 Kauphöllin áminnir Arion banka opinberlega Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Arion banka hf. opinberlega vegna atvika þar sem bankinn er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði aðildarreglna Kauphallarinnar. 17.3.2011 07:55 Dýrasti hundur heims seldur á 180 milljónir Hreinræktaður Tíbethundur er sá dýrasti í heimi en hundur af þessu kyni sem heitir Hong Dong var nýlega seldur í Kína fyrir 10 milljónir yuan eða um 180 milljónir króna. 17.3.2011 07:25 Markaðir í Japan tóku aðra dýfu í nótt Markaðir í Japan tóku aðra stóra dýfu í nótt og féll Nikkei vísitalan um rúmlega 4%. Aðrir markaðir í Asíu lokuðu einnig í rauðum tölum í morgun. 17.3.2011 07:17 Borgarbúar styðja Icesave meir en landsbyggðin Fylgi við að samþykkja Icesavesamninginn er töluvert meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og fleiri karlmenn vilja samþykkja hann en konur, samkvæmt skoðanakönnum MMR fyrir Viðskiptablaðið. 17.3.2011 07:01 Kröfuhafar gripu í taumana fyrir ári BM Vallá hagnaðist um 45,5 milljónir króna í fyrra. Tekjur námu tæpum 1,3 milljörðum króna. Samanburðartölur frá fyrra ári eru ekki til. 17.3.2011 06:30 Breskur dómstóll hafnaði frávísunarkröfu Kaupþings Undirdómur í Englandi hefur hafnað frávísunarkröfum Kaupþings í tveimur málum sem höfðuð voru gegn Kaupþingi í London árið 2010. Málin voru höfðuð af Rawlinson & Hunter Trustees sem stýrir sjóðunum Tchenguiz Discretionary Trust (TDT) og Tchenguiz Family Trust (TFT). 17.3.2011 05:45 Óvissa kallar á aðgæslu Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. 17.3.2011 05:15 Engu breytir að skipta um nafn á krónunni Engu breytir þótt breytt sé um nafn á krónunni. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi að lokinni kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. 17.3.2011 05:00 Gögnin komu ekki frá FME 17.3.2011 00:01 Segja geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum Geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum og upplifunin er aldrei sú að nokkur veiti þeim aðhald. Þetta segja stórir skuldarar þrotabúa bankanna. FME getur ekki gengið inn til skilanefndanna og kallað eftir upplýsingum og skýringum með sama hætti og í tilviki bankanna. 16.3.2011 18:44 Kortaþjónustan undirbýr málssókn vegna verðsamráðsins Kortaþjónustan undirbýr málsókn á hendur Valitor, Borgun og Greiðsluveitunni til að fá bættan skaða af langvarandi ólöglegu samráði fyrirtækjanna þriggja. 16.3.2011 16:52 Hagkaup skorar á fjármálaráðherra Hagkaup hefur sent Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra bréf þar sem skorað er á ríkisvaldið að afnema virðisaukaskatt af barnafatnaði, eða lækka hann verulega. Bent er á að barnafatnaður er nauðsynjavara og að útgjöld fjölskyldunnar vegna fatnaðar barna eru mikil og viðvarandi. 16.3.2011 16:07 Krefst þyngri dóms yfir Kaupþingsmönnum Saksóknari krafðist þess í morgun fyrir Hæstarétti að átta mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Daníel Þórðarsyni og Stefni Agnarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings, yrði þyngdur. Málflutningur fór fram í morgun. 16.3.2011 15:45 Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðverslunum og fjórum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn síðastliðinn mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna í Samkaupum-Úrval. 16.3.2011 13:36 Sjá næstu 50 fréttir
Lausafjárstaða Landsvirkjunar aldrei verið sterkari Lausafjárstaða Landsvirkjunar er sterk og hafði fyrirtækið um áramót aðgang að 573,2 milljónum bandaríkjadala eða sem nemur 65,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Landsvirkjunar. 18.3.2011 14:13
Actavis stefnir Róberti Wessman Actavis hefur stefnt Róberti Wessman vegna 300 milljón króna láns sem fallið er á gjalddaga. Frá þessu er greint í Fréttatímanum í dag. Lánið segir Róbert hluta af skuldauppgjöri hans við bankann. Málið hefur verið dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur en um er að ræða lán upp á 240 milljónir sem Róbert fékk frá Actavis til kaupa á hlutabréfum í félaginu með veði í bréfunum sjálfum, að því er fram kemur í blaðinu. 18.3.2011 11:52
Segir rannsókn SFO ná til Banque Havilland Daily Mail segir frá því á vefsíðu sinni að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO á Kaupþingsmálinu nái einnig til Banque Havilland bankans sem reistur var á rústum Kaupþings í Lúxemborg. 18.3.2011 11:10
Hjón fengu Chevrolet nr. 100 og 101 Bílasalan hjá Bílabúð Benna hefur farið vel af stað á 100. afmælisári Chevrolet og hefur Chevrolet trónað á toppi sölulistans hérlendis það sem af er ári. Í síðustu viku fór fram afhending á 100. og 101. Chevrolet bílunum frá áramótum. 18.3.2011 10:52
Reiknistofa bankanna hlaut upplýsingatækniverðlaunin Reiknistofa bankanna hlýtur upplýsingatækniverðlaun Skýrslutæknifélags Íslands (Ský) árið 2011. Það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin í morgun á UT messunni sem nú stendur yfir og mun ljúka með sýningu fyrir almenning í húsnæði HR í Öskjuhlíð á morgun. Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) tók við verðlaununum. 18.3.2011 09:59
Undanþága veitt vegna sértækrar skuldaaðlögunnar Samkeppniseftirlitið hefur veitt Samtökum fjármálafyrirtækja f.h. aðildarfélaga sinna, Íbúðalánasjóði, Landssamtökum lífeyrissjóða f.h. aðildarsjóða sinna, Sambandi íslenskra sparisjóða, slitastjórn SPRON og slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans heimild til þess að gera og framkvæma samkomulag um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun einstaklinga. 18.3.2011 09:41
Svalasti Porsche heimsins til sölu Það er erfitt að ímynda sér svalari Porsche en þann sem settur verður á uppboð í Kaliforníu í sumar. Um er að ræða Porsche 911 S sem leikarinn Steve McQueen ekur í upphafsatriði myndarinnar Le Mans sem frumsýnd var árið 1971. 18.3.2011 09:19
NBI keypti rúm 8% í Marel Það var NBI eða Nýi Landsbankinn sem keypti megnið eða 8,26% í Marel þegar Horn fjárfestingarfélag seldi allan sinn hlut í Marel í gærdag fyrir 12 milljarða kr. Horn sem er í eigu Landsbankans átti 13,8% í Marel. 18.3.2011 09:05
Hækkun á vísitölu íbúðaverðs Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 308,1 stig í febrúar síðastliðnum og hafði hún hækkað um 1 prósent frá janúar. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands. 18.3.2011 07:52
Engin rússnesk fyrirtæki hjá Kaupþingi í Lúx "Engin rússnesk fyrirtæki voru nokkru sinni með nokkur viðskipti við Kaupthing Luxembourg," segir Sigurður Einarsson , fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. "Uppspuninn um rússneska leynisjóði og peningaþvætti er innistæðulaus þvættingur." 18.3.2011 07:50
G7 ríkin samþykkja aðgerðir til að lækka gengi jensins Fjármálaráðherrar G7 ríkjanna hafa ákveðið að grípa til aðgerða á gjaldeyrismörkuðum heimsins til að þess að lækka gengi japanska jensins. 18.3.2011 07:25
Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði. 18.3.2011 07:17
Horn seldi hlut sinn í Marel fyrir 12 milljarða Horn fjárfestingarfélag ehf. sem er í eigu Landsbankans hefur selt allan hlut sinn í Marel fyrir 12 milljarða króna. 18.3.2011 07:16
Nei við Icesave framlengir höft Hafni þjóðin nýjum samningi um Icesave á ríkið erfiðara með fjármögnun. 18.3.2011 00:00
Bílaleigur hafa keypt 409 Toyotur á árinu Íslenskar bílaleigur hafa gengið frá samningum um kaup á 409 Toyota bifreiðum það sem af er árinu. Í tilkynningu frá Toyota segir að bílarnir séu væntanlegir til landsins á næstu vikum og verður afhendingu lokið fyrir sumarvertíðina. Þá segir að flestir séu bílarnir af Yaris, Auris og Land Cruiser gerð. Salan á Toyota bílum til bílaleiga er umtalsvert meiri í ár en í fyrra. „Árið 2010 voru 318 Toyotabifreiðar skráðar sem bílaleigubílar og er aukningin milli ára því 28,6%,“ segir að lokum. 17.3.2011 15:58
Reykjanesbær nær samningum um lán Reykjanesbær hefur náð samningum við Depfabankann á Írlandi um framlengingu á 1,8 milljarða króna láni sem gjaldféll í ágúst í fyrra. Bankinn hafnaði í fyrstu samningum og erfitt var að leita samninga vegna efnahagskreppunnar og erfiðleika bankans sjálfs sem var í slitameðferð, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Með samningi sem bæjarráð samþykkti í morgun er lánið framlengt um tvö ár. 17.3.2011 15:39
Bank of America aðstoðar Icelandic Group Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að ráða Bank of America Merrill Lynch sem ráðgjafa við mat á stefnu félagsins og þeim kostum sem félagið hefur í þeim efnum. 17.3.2011 13:58
Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína "Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. 17.3.2011 13:30
Breskur þingmaður: Viðskiptavinir Icesave og Edge voru hálfvitar Breski þingmaðurinn David Ruffley, sem situr í fjárlaganefnd breska þingsins, sagði á dögunum að þeir sem hefðu látið glepjast af gylliboðum íslensku bankanna og sett fjármuni sína inn á reikninga Icesave og Kaupthing Edge, væru hálfvitar. 17.3.2011 13:13
Lán í Búðarháls skilyrt - Icesave hangir á spýtunni Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. 17.3.2011 11:32
Spáir því að verðbólgan aukist í 2,3% í mars Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,0% í mars frá fyrri mánuði. Ef spáin gengur eftir hækkar tólf mánaða taktur verðbólgunnar í mánuðinum og mun verðbólga þá mælast 2,3%, en verðbólga mælist nú 1,9%. Hagstofan birtir vísitölumælingu sína kl. 9 þann 29. mars næstkomandi. 17.3.2011 11:21
Reykjanesbær framlengir lán Reykjanesbær hefur endurfjármagnað og framlengt tvö af lánum sínum. Annað er hjá Lánasjóði sveitarfélaga en hitt hjá þýskum banka. 17.3.2011 11:12
Arion banki afskrifaði tæpa 22 milljarða í 1998 ehf. Arion banki afskrifaði 21,6 milljarða króna af skuldum 1998 ehf., móðurfélagi Haga, um síðustu áramót. 1998 ehf. skuldaði bankanum 55 milljarða króna samkvæmt síðasta birta ársreikningi. Því var 33,4 milljarða króna skuld enn inni í félaginu. 17.3.2011 11:02
Verðbólgan hérlendis enn undir meðallaginu á evrusvæðinu Verðbólgan hér á landi miðað við samræmda vísitölu neysluverðs á evrusvæðinu mældist 2,3% í febrúar og hækkar lítillega frá því í janúar en þá var hún 2,2%. Þetta er í annar mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES. 17.3.2011 10:36
Eignir og skuldir tryggingarfélaga hækka jafnt Heildareignir tryggingarfélaganna námu 143,8 milljarða kr. í lok janúar og hækkuðu um 8,1 milljarða kr. á milli mánaða. 17.3.2011 10:22
Tchenguiz tapaði milljörðum Vincent Tchenguiz, sem handtekinn var í síðustu viku vegna rannsóknar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á hruni Kaupþings, tapaði 43 milljónum sterlingspunda í fyrra. Upphæðin nemur um átta milljörðum. 17.3.2011 10:18
Mæla með íslenska fasteignamarkaðnum Stórblaðið The New York Times gerir fasteignamarkaðinn á Íslandi að umfjöllunarefni á vef sínum í dag. Þar er rætt við fjölda Íslendinga sem fylgjast með fasteignamarkaðnum og segja þeir góða fjárfestingakosti vera á Íslandi. Þar er sagt frá því að á árinu 2008 hafi fasteignamarkaðurinn hrunið og hægt sé að fá eignir á góðu verði. 17.3.2011 10:02
Álverið í Helguvík hefur kostað 15 milljarða hingað til Kostnaður Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vegna álversins í Helguvík var orðinn 126 milljónir dollara, eða tæplega 15 milljarðar kr. um síðustu áramót. Þar af nam kostnaðurinn á síðasta ári 20 milljónum dollara eða um 2,3 milljörðum kr. 17.3.2011 09:58
Móðurfélag Norðuráls skilaði 7 milljarða hagnaði Century Aluminium móðurfélag Norðuráls á Grundartanga skilaði tæplega 60 milljón dollara, eða tæplega 7 milljarða króna, hagnaði eftir skatta og fjármagnsliði á síðasta ári. 17.3.2011 09:38
Ágæt afkoma hjá Lánasjóði sveitarfélaga Lánasjóður sveitarfélaga skilaði tekjuafgangur í fyrra upp á 1.248 milljónir kr. á móti 1.656 milljónum kr. árið áður. Lækkun vaxta á innlendum markaði sem og minnkandi verðbólga skýra minnkandi afkomu á milli ára, gengishagnaður vegna erlendra skulda bæta afkomuna um 321 milljón kr. 17.3.2011 09:18
Landsvirkjun fær fyrsta lánið fyrir Búðarhálsvirkjun Landsvirkjun hefur gert lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) upp á 8,6 milljarða króna. Um er að ræða fyrsta lánið sem fæst fyrir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. 17.3.2011 08:54
Kauphöllin áminnir Arion banka opinberlega Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Arion banka hf. opinberlega vegna atvika þar sem bankinn er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði aðildarreglna Kauphallarinnar. 17.3.2011 07:55
Dýrasti hundur heims seldur á 180 milljónir Hreinræktaður Tíbethundur er sá dýrasti í heimi en hundur af þessu kyni sem heitir Hong Dong var nýlega seldur í Kína fyrir 10 milljónir yuan eða um 180 milljónir króna. 17.3.2011 07:25
Markaðir í Japan tóku aðra dýfu í nótt Markaðir í Japan tóku aðra stóra dýfu í nótt og féll Nikkei vísitalan um rúmlega 4%. Aðrir markaðir í Asíu lokuðu einnig í rauðum tölum í morgun. 17.3.2011 07:17
Borgarbúar styðja Icesave meir en landsbyggðin Fylgi við að samþykkja Icesavesamninginn er töluvert meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og fleiri karlmenn vilja samþykkja hann en konur, samkvæmt skoðanakönnum MMR fyrir Viðskiptablaðið. 17.3.2011 07:01
Kröfuhafar gripu í taumana fyrir ári BM Vallá hagnaðist um 45,5 milljónir króna í fyrra. Tekjur námu tæpum 1,3 milljörðum króna. Samanburðartölur frá fyrra ári eru ekki til. 17.3.2011 06:30
Breskur dómstóll hafnaði frávísunarkröfu Kaupþings Undirdómur í Englandi hefur hafnað frávísunarkröfum Kaupþings í tveimur málum sem höfðuð voru gegn Kaupþingi í London árið 2010. Málin voru höfðuð af Rawlinson & Hunter Trustees sem stýrir sjóðunum Tchenguiz Discretionary Trust (TDT) og Tchenguiz Family Trust (TFT). 17.3.2011 05:45
Óvissa kallar á aðgæslu Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. 17.3.2011 05:15
Engu breytir að skipta um nafn á krónunni Engu breytir þótt breytt sé um nafn á krónunni. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi að lokinni kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. 17.3.2011 05:00
Segja geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum Geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum og upplifunin er aldrei sú að nokkur veiti þeim aðhald. Þetta segja stórir skuldarar þrotabúa bankanna. FME getur ekki gengið inn til skilanefndanna og kallað eftir upplýsingum og skýringum með sama hætti og í tilviki bankanna. 16.3.2011 18:44
Kortaþjónustan undirbýr málssókn vegna verðsamráðsins Kortaþjónustan undirbýr málsókn á hendur Valitor, Borgun og Greiðsluveitunni til að fá bættan skaða af langvarandi ólöglegu samráði fyrirtækjanna þriggja. 16.3.2011 16:52
Hagkaup skorar á fjármálaráðherra Hagkaup hefur sent Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra bréf þar sem skorað er á ríkisvaldið að afnema virðisaukaskatt af barnafatnaði, eða lækka hann verulega. Bent er á að barnafatnaður er nauðsynjavara og að útgjöld fjölskyldunnar vegna fatnaðar barna eru mikil og viðvarandi. 16.3.2011 16:07
Krefst þyngri dóms yfir Kaupþingsmönnum Saksóknari krafðist þess í morgun fyrir Hæstarétti að átta mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Daníel Þórðarsyni og Stefni Agnarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings, yrði þyngdur. Málflutningur fór fram í morgun. 16.3.2011 15:45
Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðverslunum og fjórum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn síðastliðinn mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna í Samkaupum-Úrval. 16.3.2011 13:36