Viðskipti innlent

Reykjanesbær framlengir lán

Reykjanesbær hefur endurfjármagnað og framlengt tvö af lánum sínum. Annað er hjá Lánasjóði sveitarfélaga en hitt hjá þýskum banka.

Í tilkynningu segir að Lánasjóður sveitarfélaga hefur endurfjármagnað afborganir tveggja lána bæjarins á árinu 2011 að upphæð 840 milljónir kr. með nýju láni til 13 ára.

Írski bankinn DePfa fyrir hönd Pbb bankans í Þýskalandi hefur framlengt erlent lán bæjarins að upphæð  12 milljónir evra, eða um 1,9 milljarða kr., til 2ja ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×