Viðskipti innlent

Kortaþjónustan undirbýr málssókn vegna verðsamráðsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar Önundarson hefur fullyrt að gögnunum hafi verið lekið úr Samkeppniseftirlitinu.
Ragnar Önundarson hefur fullyrt að gögnunum hafi verið lekið úr Samkeppniseftirlitinu.
Kortaþjónustan undirbýr málsókn á hendur Valitor, Borgun og Greiðsluveitunni til að fá bættan skaða af langvarandi ólöglegu samráði fyrirtækjanna þriggja.

Kortaþjónustan segist hafa fengið gögn um kortasamráðsmálið sem verið hefur til umræðu síðustu daga í hendur á grundvelli upplýsingalaga eftir mikla baráttu við Valitor, Borgun og Greiðsluveituna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kortaþjónustan sendir út vegna ítrekaðra fullyrðinga Ragnars Önundasonar í fjölmiðlum um að gögnunum hafi verið lekið úr Samkeppniseftirlitinu. 

Kortaþjónustan segir að þrú fyrrgreind fyrirtæki hafi unnið hart gegn því að gögnin yrðu afhent. Sú barátta sé ef til vill skiljanleg í ljósi þess hversu greinilega gögnin sýna brotavilja félaganna gegn Kortaþjónustunni og reyndar fleiri fyrirtækjum. Gögnin fengust loks afhent, enda reyndist það réttur Kortaþjónustunnar sem brotaþola að fá aðgang að þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×