Viðskipti innlent

Mæla með íslenska fasteignamarkaðnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mælt er með fjárfestingum á Íslandi í New York Times.
Mælt er með fjárfestingum á Íslandi í New York Times.
Stórblaðið The New York Times gerir fasteignamarkaðinn á Íslandi að umfjöllunarefni á vef sínum í dag. Þar er rætt við fjölda Íslendinga sem fylgjast með fasteignamarkaðnum og segja þeir góða fjárfestingakosti vera á Íslandi. Þar er sagt frá því að á árinu 2008 hafi fasteignamarkaðurinn hrunið og hægt sé að fá eignir á góðu verði.

„Erlendir fjárfestar líta á markaðinn og sjá marga góða fjárfestingakosti," segir Haukur Hauksson, sölumaður hjá RE/MAX bær. Hann segir að fjárfestar á markaði á Íslandi séu bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Þorleifur St. Guðmundsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir að verðið sé um 300-350 þúsund krónur á fermetra í miðborg Reykjavíkur, en mun ódýrara í úthverfunum. Þar fari það allt niður fyrir 200 þúsund krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×