Viðskipti innlent

Nei við Icesave framlengir höft

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir fjármálamarkaði bíða niðurstöðu í Icesave og erfitt sé að spá fyrir um viðbrögð þeirra.
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir fjármálamarkaði bíða niðurstöðu í Icesave og erfitt sé að spá fyrir um viðbrögð þeirra. Fréttablaðið/GVA
Hafni þjóðin nýjum Icesave-samingi í þjóðaratkvæðagreiðslu er það mat seðlabankastjóra að það tefji fyrir og torveldi endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármálamarkaði.

„Og þar með mun það hafa þau áhrif að áform um afnám gjaldeyrishafta munu ganga hægar fram heldur en ella,“ segir hann. Þetta kom fram í umræðum að lokinni kynningu á vaxtaákvörðun Seðlabankans á miðvikudag.

Már segir hins vegar óvíst í hversu langan tíma eða hversu mikil röskun yrði á því að ríkið gæti fjármagnað sig á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Yrði töfin mikil segir Már að Seðlabankinn verði að grípa til gjaldeyrisforðans til að greiða niður þau erlendu lán ríkisins sem eru á gjalddaga í lok þessa árs og byrjun þess næsta.

„Og þá munum við væntanlega þurfa að auka eitthvað gjaldeyriskaupin, sem þýðir eitthvað lægra gengi og aðeins meiri verðbólgu og aðeins minni kaupmátt,“ segir seðlabankastjóri.

Neikvæð áhrif á möguleika ríkisins til endurfjármögnunar og erlendrar lántöku segir hann eins geta varað í töluverðan tíma, eða orðið skammvinnari.

„Það er engin leið að vita það. Við verðum bara að sjá hvað gerist.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×