Segja geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. mars 2011 18:44 Geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum og upplifunin er aldrei sú að nokkur veiti þeim aðhald. Þetta segja stórir skuldarar þrotabúa bankanna. FME getur ekki gengið inn til skilanefndanna og kallað eftir upplýsingum og skýringum með sama hætti og í tilviki bankanna. Ráðherra vill eftirlit tveimur árum eftir hrun Efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í fréttum okkar á mánudag að ráðuneyti hans væri með frumvarp í vinnslu til að koma skilanefndum bankanna undir eftirlit. „Það er engum til góðs að búa til eilífðarvélar sem að skapa tækifæri á að menn geti skammtað sér laun og aðstöðu tímunum saman, og árum saman," sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta vill Árni Páll gera, setja lög um eftirlit með nefndunum, en nú eru tvö og hálft ár liðið frá bankahruninu og alls kyns viðskiptahættir hafa þrifist í þessum nefndum frá því nefndirnar voru skipaðar og því ljóst að sumt af þessu mun aldrei líta dagsins ljós.Hér má nefna sölumeðferð eigna og eignastýringu og þar með talin félög í eigu skilanefndanna, en FME hefur ekkert eftirlit haft með því hjá skilanefndunum. Viðmælendur fréttastofu, sem átt hafa samskipti við skilanefndir bankanna vegna sinna málefna, segja farir sínar ekki sléttar og að skýringin liggi einmitt í eftirlitsleysi og skorti á aðhaldi. Geðþóttaákvarðanir Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að skilanefnd hafi dregið taum eins skuldunauts í samskiptum við annan. Þá nefndi einn viðmælandi að upplifunin væri aldrei sú sama og í samskiptum við banka. Upplifunin hafi verið sú að starfsmaður skilanefndar hafi viljað draga sem lengst að greiða úr málum viðkomandi skuldunauts, þar sem miklir fjárhagslegir hagsmunir voru undir, með það fyrir augum að ná sem mestum tekjum vegna viðkomandi verkefnis. Þá nefndu viðmælendur fréttastofu, sem ekki vildu koma fram undir nafni, að geðþóttaákvarðanir þrifust innan nefndanna og upplifunin væri sú að aðhaldið væri ekki til staðar. Þess skal getið að hér er um að ræða í öllum tilvikum skýringar frá skuldunautum sem eru óánægðir með úrlausn sinna mála. FME hefur eftirlit með skilanefndunum að því marki sem þau hafa enn starfsleyfi. Forstjóri FME segir að eftirlitið með nefndunum sé takmarkað. „Við höfum ákveðið eftirlit með þeim, þeir skila skýrslum tvisvar á ári, yfirliti yfir rekstur- og efnahag, ráðstöfun eigna og félögum í eigu þeirra," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Engar heimsóknir eins og hjá bönkunum Nú hefur FME mjög víðtækar heimildir, t.d til að ganga inn í banka og kalla eftir upplýsingum. Þessar heimsóknir, sem þið stundið, þið stundið ekki þessar heimsóknir hjá skilanefndunum? „Nei, það er mjög takmarkað. Boðvald okkar yfir skilanefndunum er mjög takmarkað eftir breytingarnar á lögunum í apríl 2009." Gunnar vísar til þess þegar skilanefndir voru gerðar hliðsettar slitastjórnum bankanna og eðli starfsemi þeirra var breytt að nokkru leyti. Gunnar segir að aukið eftirlit með þessum nefndum sé til bóta. Og segir að það sé aldrei of seint að herða eftirlit. „Það er langur tími liðinn, það er rétt hjá þér, en það er ekki orðið of seint." Fréttastofa hafði samband við formenn skilanefnda Glitnis og Kaupþings í dag en hvorugur þeirra vildi koma í viðtal. Formaður skilanefndar Landsbankans er erlendis. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum og upplifunin er aldrei sú að nokkur veiti þeim aðhald. Þetta segja stórir skuldarar þrotabúa bankanna. FME getur ekki gengið inn til skilanefndanna og kallað eftir upplýsingum og skýringum með sama hætti og í tilviki bankanna. Ráðherra vill eftirlit tveimur árum eftir hrun Efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í fréttum okkar á mánudag að ráðuneyti hans væri með frumvarp í vinnslu til að koma skilanefndum bankanna undir eftirlit. „Það er engum til góðs að búa til eilífðarvélar sem að skapa tækifæri á að menn geti skammtað sér laun og aðstöðu tímunum saman, og árum saman," sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta vill Árni Páll gera, setja lög um eftirlit með nefndunum, en nú eru tvö og hálft ár liðið frá bankahruninu og alls kyns viðskiptahættir hafa þrifist í þessum nefndum frá því nefndirnar voru skipaðar og því ljóst að sumt af þessu mun aldrei líta dagsins ljós.Hér má nefna sölumeðferð eigna og eignastýringu og þar með talin félög í eigu skilanefndanna, en FME hefur ekkert eftirlit haft með því hjá skilanefndunum. Viðmælendur fréttastofu, sem átt hafa samskipti við skilanefndir bankanna vegna sinna málefna, segja farir sínar ekki sléttar og að skýringin liggi einmitt í eftirlitsleysi og skorti á aðhaldi. Geðþóttaákvarðanir Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að skilanefnd hafi dregið taum eins skuldunauts í samskiptum við annan. Þá nefndi einn viðmælandi að upplifunin væri aldrei sú sama og í samskiptum við banka. Upplifunin hafi verið sú að starfsmaður skilanefndar hafi viljað draga sem lengst að greiða úr málum viðkomandi skuldunauts, þar sem miklir fjárhagslegir hagsmunir voru undir, með það fyrir augum að ná sem mestum tekjum vegna viðkomandi verkefnis. Þá nefndu viðmælendur fréttastofu, sem ekki vildu koma fram undir nafni, að geðþóttaákvarðanir þrifust innan nefndanna og upplifunin væri sú að aðhaldið væri ekki til staðar. Þess skal getið að hér er um að ræða í öllum tilvikum skýringar frá skuldunautum sem eru óánægðir með úrlausn sinna mála. FME hefur eftirlit með skilanefndunum að því marki sem þau hafa enn starfsleyfi. Forstjóri FME segir að eftirlitið með nefndunum sé takmarkað. „Við höfum ákveðið eftirlit með þeim, þeir skila skýrslum tvisvar á ári, yfirliti yfir rekstur- og efnahag, ráðstöfun eigna og félögum í eigu þeirra," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Engar heimsóknir eins og hjá bönkunum Nú hefur FME mjög víðtækar heimildir, t.d til að ganga inn í banka og kalla eftir upplýsingum. Þessar heimsóknir, sem þið stundið, þið stundið ekki þessar heimsóknir hjá skilanefndunum? „Nei, það er mjög takmarkað. Boðvald okkar yfir skilanefndunum er mjög takmarkað eftir breytingarnar á lögunum í apríl 2009." Gunnar vísar til þess þegar skilanefndir voru gerðar hliðsettar slitastjórnum bankanna og eðli starfsemi þeirra var breytt að nokkru leyti. Gunnar segir að aukið eftirlit með þessum nefndum sé til bóta. Og segir að það sé aldrei of seint að herða eftirlit. „Það er langur tími liðinn, það er rétt hjá þér, en það er ekki orðið of seint." Fréttastofa hafði samband við formenn skilanefnda Glitnis og Kaupþings í dag en hvorugur þeirra vildi koma í viðtal. Formaður skilanefndar Landsbankans er erlendis. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira