Viðskipti innlent

Bílaleigur hafa keypt 409 Toyotur á árinu

Íslenskar bílaleigur hafa gengið frá samningum um kaup á 409 Toyota bifreiðum það sem af er árinu. Í tilkynningu frá Toyota segir að bílarnir séu væntanlegir til landsins á næstu vikum og verður afhendingu lokið fyrir sumarvertíðina.  Þá segir að flestir séu bílarnir af Yaris, Auris og Land Cruiser gerð. Salan á Toyota bílum til bílaleiga er umtalsvert meiri í ár en í fyrra. „Árið 2010 voru 318 Toyotabifreiðar skráðar sem bílaleigubílar og er aukningin milli ára því 28,6%,“ segir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×