Viðskipti innlent

Eignir og skuldir tryggingarfélaga hækka jafnt

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 143,8 milljarða kr. í lok janúar og hækkuðu um 8,1 milljarða kr. á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að skuldir tryggingarfélaganna námu 85,8 milljörðum kr. og hækkuðu um 8,3 milljarða kr. á milli mánaða sem skýrist að mestu leyti af tæplega 7 milljarða kr. hækkun á iðgjaldaskuld þar sem meirihluti iðgjalda er bókfærður fyrri hluta árs.

Önnur útlán hækkuðu um 5,3 milljarða kr. í janúar þar sem mótbókun iðgjaldaskuldarinnar færist á þann lið.

Tölur fyrir janúarmánuð eru bráðabirgðatölur og geta breyst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×