Viðskipti innlent

NBI keypti rúm 8% í Marel

Það var NBI eða Nýi Landsbankinn sem keypti megnið eða 8,26% í Marel þegar Horn fjárfestingarfélag seldi allan sinn hlut í Marel í gærdag fyrir 12 milljarða kr. Horn sem er í eigu Landsbankans átti 13,8% í Marel.

NBI flaggaði þessum kaupum sínum í Kauphöllinni nú í morgun. Áður hefur komið fram að Eyrir Invest keypti rúm 3% og er eftir sem áður stærsti hluthafi í Marel með 34,7% hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×