Viðskipti innlent

Krefst þyngri dóms yfir Kaupþingsmönnum

Jón Hákon Halldórson skrifar
Saksóknari krafðist þess í morgun fyrir Hæstarétti að átta mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Daníel Þórðarsyni og Stefni Agnarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings, yrði þyngdur. Málflutningur fór fram í morgun.

Þeir Daníel og Stefnir voru fundnir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember árið 2009 um að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista sex sinnum í byrjun árs 2008, skömmu fyrir lokun markaða. Þannig hefðu tilboðin haft áhrif á dagslokagengi. Þeir hefðu því búið til falska eftirspurn auk þess sem verð bréfa hafi verið misvísandi.

Daníel og Stefnir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar og krefjast sýknu. Um er að ræða fyrsta dóminn sem mun falla í Hæstarétti sem varðar starfsemi eins af stóru viðskiptabönkunum þremur í aðdraganda að hruni þeirra.

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti getur brot líkt og þeir Daníel og Stefnir voru fundnir sekir um varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×