Fleiri fréttir Seldu gangagögnin á 100 milljónir Vegagerðin keypti í árslok 2009 rannsóknargögn Greiðrar leiðar hf. vegna ganga undir Vaðlaheiði á 100 milljónir króna. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra rennur þessi upphæð inn í Vaðlaheiðargöng hf. sem hluti hlutafjár Vegagerðinnar í félaginu. 16.3.2011 06:30 Ármann segir rannsókn SFO ekki snúast um sig Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer&Friedlander, dótturfélags Kaupþings í Bretlandi hafnar því með öllu að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, SFO, sem leiddi til handtöku í síðustu viku beinist að þeim hluta Kaupþingssamstæðunnar sem hann stýrði. Sem kunnugt er voru níu manns teknir til yfirheyrslu í tengslum við málið. Sjö á Bretlandi og tveir á Íslandi. 15.3.2011 17:09 Sjóvá skilaði 800 milljóna hagnaði Sjóvá-Almennar tryggingar hf. skilaði 811 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2010. Rekstrarhagnaður fyrir skatta og afskriftir óefnislegra eigna nam 1.369 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 6,6 prósentum. Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs 2010 og var eiginfjárhlutfallið 33,6% miðað við 32,6% 2009. 15.3.2011 16:30 Óvíst hvaða skatt á að greiða af ofurtekjunum Ríkisskattstjóri hefur ekki tekið afstöðu til þess ennþá hvernig standa skuli skil á skattgreiðslum af tekjum nefndamanna í skilanefndum og slitastjórnum bankanna. 15.3.2011 16:00 Landsbankamenn líka með milljónir í tekjur Tekjur nefndamanna í skilanefnd og slitastjórn Landsbankans námu á síðasta ári alls 386 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi gamla Landsbankans sem birtur var í byrjun mars. 15.3.2011 14:38 Takast á um Icesave á morgun Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður, sem sæti á í Icesave samninganefndinni, og Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður munu takast á um Icesave málið á opnum fundi sem VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, stendur fyrir á morgun. 15.3.2011 14:10 Búið að ganga frá starfsmannamálum hjá SpKef Landsbankinn hefur nú gengið frá starfsmannamálum vegna samruna útibúa SpKef og Landsbankans. Á fjórum stöðum hafa bæði fyrirtæki rekið útibú, Ísafirði, Ólafsvík, Grindavík og í Reykjanesbæ og hefur þegar verið greint frá því að allir starfsmann SpKef og Landsbankans í útibúum í Reykjanesbæ halda störfum sínum. 15.3.2011 11:08 Áhættuálagið á ríkissjóð helst stöðugt Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur lítið breyst að undanförnu. Í lok dags í gær stóð álagið til 5 ára í 243 punktum (2,43%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni sem er það sama og það var í lok síðustu viku. 15.3.2011 11:04 Össur hf. verður áfram í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar Kauphöllin hefur ákveðið að halda Össuri hf. (Össur) áfram í OMXI6 vísitölunni eða það sem kallað er úrvalsvísitalan í Kauphöllinni. 15.3.2011 10:51 Spáir óbreyttum stýrivöxtum vegna Icesave óvissu IFS greining gerir ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum um sinn vegna óvissunnar sem umlykur þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna en til stendur að birta hana 25. mars. Ákvörðun um stýrivexti verður birt á morgun, miðvikudag. 15.3.2011 10:48 Japanska kjarnorkuógnin leikur markaði grátt Óttinn við umfangsmikið kjarnorkuslys í Japan hefur leitt til þess að markaðir í Evrópu hafa allir byrjað daginn með rauðum tölum. Þetta er framhald þróunar á markaðinum í Tókýó en þar hrundi Nikkei vísitalan um rúm 14% í nótt. 15.3.2011 10:15 SpKef segir upp kauphallaraðild sinni Vegna yfirtöku NBI hf. á SpKef sparisjóði hefur SpKef sagt upp kauphallaraðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. 15.3.2011 09:52 Mikil aukning launakostnaðar Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 11% á fjórða ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi í fyrra í samgöngum og flutningum, 9,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 7,3% í iðnaði. 15.3.2011 09:06 Heildaraflinn jókst um tæp 38% milli ára í febrúar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 38,7% meiri en í febrúar 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 28,2% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Munar hér mestu um loðnuveiðarnar. 15.3.2011 09:01 MS skilaði tæplega 300 miljóna hagnaði í fyrra Rekstur Mjólkursamsölunnar (MS) gekk vel í fyrra og nam hagnaður af starfseminni 293 milljónum kr. eftir skatta sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009. MS er að langstærstum hluta í eigu kúabænda (93%) á móti 7% hlut Kaupfélags Skagfirðinga. 15.3.2011 08:18 Kreditkortavelta eykst milli ára í febrúar Heildarvelta kreditkorta í febrúar 2011 var 25,7 milljarðar kr. og er þetta 6,3% aukning miðað við febrúar í fyrra en 9,7% samdráttur miðað við janúar síðastliðinn. 15.3.2011 07:59 Algert hrun í kauphöllinni í Tókýó Algert hrun varð í kauphöllinni í Tókýó í nótt vegna ástandsins í Japan. Nikkei vísitalan féll um rúmlega 14% eftir að hafa fallið um rúm 6% í gær. 15.3.2011 07:48 Robert Tchenguiz íhugar málaferli gegn SFO Breski auðmaðurinn Robert Tchenguiz, fyrrum stærsti viðskiptavinur Kaupþings, íhugar nú málaferli gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO). 15.3.2011 07:23 Aldrei fleiri verið atvinnulausir í meira en eitt ár Aldrei hafa fleiri einstaklingar en nú verið án atvinnu í meira en ár. Voru þeir alls 4.820 í febrúar, eða sem nemur rétt tæplega þriðjungi atvinnulausra. Hefur þessi fjöldi nú mælst yfir 4 þúsund í rúmt ár, eða frá því í janúar í fyrra. 15.3.2011 06:53 Útlán ÍLS jukust um 400 milljónir milli ára í febrúar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) jukust um 400 milljónir kr. milli ára í febrúar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. 15.3.2011 06:47 Endurnýja flugstjórnarklefa í sextán vélum Endurnýjun flugstjórnarklefa í sextán Boeing 757 vélum í eigu Icelandair stendur yfir. 15.3.2011 05:00 Árni Páll: Enginn ber í raun ábyrgð á starfi skilanefndanna Slitastjórn og skilanefnd Glitnis voru með að meðaltali um 6 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi Glitnis. Viðskiptaráðherra segir frumvarp um eftirlit með skilastjórn og skilanefnd sé í undirbúningi. 14.3.2011 19:30 Aukning í dagvöruverslun Velta í dagvöruverslun jókst um 2,5% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 2,6% frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri Verslunarinnar en þar kemur einnig fram að verð á dagvöru hefur hækað um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.3.2011 15:53 Meðalárslaun um 70 milljónir Skilanefnd og slitastjórn Glitnis þáðu 348 milljónir króna í laun á síðasta ári, samkvæmt ársuppgjöri Glitnis sem birtur var í morgun. 14.3.2011 14:39 FME afturkallar starfsleyfi fjármálafyrirtækja Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Byrs sparisjóðs, Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. 14.3.2011 11:49 Staða Glitnis vænkast Verðmat eigna Glitnis banka hækkaði úr 808 milljörðum króna í upphafi síðasta árs í 814 milljarða í lok ársins, eða um 1%. Verðmat eigna Glitnis í evrum hækkaði aftur á móti um 18%, eða úr 4.493 milljónir evra í 5.295 milljónir evra. Styrking krónunnar á árinu 2010 skýrir þessar mismunandi niðurstöður á mati eigna eftir myntum. 14.3.2011 11:27 Landsbankinn ræður Umboðsmann fyrirtækja Hildur Friðleifsdóttir, núverandi útibússtjóri í útibúi Landsbankans í Austurstræti 11, hefur verið ráðin Umboðsmaður fyrirtækja hjá Landsbankanum. Staðan var auglýst laus til umsóknar í febrúar. 14.3.2011 10:57 Edge innlánin notuð til að falsa gengi Kaupþingshluta Kevin Stanford stjórnarformaður All Saints, og fyrrum í hópi stærstu viðskiptavina Kaupþings, heldur því fram að Kaupþing hafi notað það fé sem lagt var inn á Edge reikninga bankans til þess að falsa gengið á hlutabréfum Kaupþings. 14.3.2011 10:42 Krafa um að bresk skýrsla um íslensku bankanna verði opinber Tony Shearer fyrrum bankastjóri Singer & Friedlander bankans í London krefst þess að gerð verði opinber skýrsla sem breska fjármálaeftirlitið FSA gerði um fall Kaupþing og Landsbankans. 14.3.2011 10:01 Yfirvofandi skortur í málmiðnaðinum Skortur á íslenskum málmiðnaðarmönnum er yfirvofandi hér á landi á næstu árum. Gífurleg afturför hefur orðið í menntun í greininni, að mati Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 14.3.2011 09:30 Jarðskjálftinn kostar Japani 11.500 milljarða Áhættumatsfyrirtækið Equecat hefur áætlað að efnahagskostnaður Japans vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar muni nema um 11.500 milljörðum kr. 14.3.2011 09:26 Heildarútgjöld hins opinbera lækkuðu um 2% milli ára Heildarútgjöld hins opinbera 2010 námu 748 milljörðum króna og lækkuðu um 2% milli ára, eða úr 51,0% af landsframleiðslu 2009 í 48,6% 2010. Þar af runnu 405 milljarðar króna til þriggja stærstu útgjaldaflokka hins opinbera – heilbrigðismála, fræðslumála, almannatrygginga og velferðarmála – eða 26,3% af landsframleiðslu. 14.3.2011 09:04 Afkoma Faxaflóahafna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Afkoma Faxaflóahafna í fyrra var nokkru betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun en Faxaflóahafnir skiluðu 270 milljón kr. hagnaði á árinu. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti ársreikning félagsins á fundi sínum fyrir helgi. 14.3.2011 08:13 Gera kröfu um útgreiðslu á 10% arði hjá SS Fram er komin krafa um útgreiðslu arðs af eigendum yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands (SS). Hámarks arðgreiðsla getur þó ekki orðið hærri en rúmlega 14,3 milljónir kr. en það er óráðstafað eigið fé í árslok 2010 verði tillagan samþykkt á aðalfundi félagsins 25. mars 2011. 14.3.2011 07:52 Undirbúningur að sölu Iceland kominn á fullt skrið Undirbúningur að sölunni á Iceland Food verslunarkeðjunni í Bretlandi er nú kominn á fullt skrið. Talið er að skilanefnd Landsbankans vilji selja keðjuna fyrir árslok. 14.3.2011 07:39 Hafa enn ekki fengið 140 milljarða úr íslensku bönkunum Breskir skattgreiðendur hafa enn ekki fengið 750 milljónir punda, eða 140 milljarða króna, borgaða úr þrotabúum íslensku bankanna. 14.3.2011 07:27 Árni Páll: Erfitt að afnema gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. 13.3.2011 20:25 Bensínið gæti hækkað um tíu krónur til viðbótar Búast má við frekari eldsneytishækkunum hér á landi ef innkaupaverð á olíu helst í núverandi hæðum. Bensín gæti hækkað um allt tíu krónur til viðbótar. 13.3.2011 18:58 Ríkið greiðir ekki fyrir kynningu á Icesave Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. 13.3.2011 19:32 Tchenguiz fékk væna þóknun fyrir að vera tengiliður Fjárfestir greiddi Robert Tchenguiz eina milljón punda eða sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna í þóknun fyrir að koma sér í kynni við Kaupthing. Í kjölfarið fékk fjárfestirinn, Moises Gertner, há lán frá Kaupthingi og keypti síðar stóran hlut í bankanum. Frá þessu er greint í breska blaðinu Daily Mail í dag. 13.3.2011 12:05 Frekari húsleitir líklegar Talið er að breska efnahagsbrotadeildin Serious Fraud Office muni á næstu vikum halda áfram húsleitum vegna rannsóknar sinnar á falli íslenska bankakerfisins en húsleitir þeirra í síðustu viku leiddu til handtöku níu manna í Bretlandi og Reykjavík. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph í morgun. 13.3.2011 09:37 Íslendingar treysta vel vinnuveitendum sínum Íslendingar bera mjög mikið traust til eigin vinnuveitenda og eru jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja. Traust þeirra til eigin vinnuveitanda skorar einna hæst í árlegum mælingum Capacent Gallup á trausti til stofnana og embætta. Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks. 11.3.2011 14:02 Eigið fé Strætó jákvætt í fyrsta sinn síðan 2004 Samkvæmt ársreikningi síðasta árs er eigið fé Strætó bs. nú orðið jákvætt um rúmar 188 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem eigið fé byggðasamlagsins er jákvætt síðan árið 2004. 11.3.2011 13:56 Hérðasdómur vísaði frá kröfu á hendur Capacent Kröfu skiptastjóra í þrotabúi GH1 (áður Capacent) um innsetningu á eignum Capacent var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur 21. febrúar. Áður, eða þann 8. desember 2010, hafði kröfu skiptastjóra um lögbann á notkun vörumerkis Capacent verið synjað af sýslumanni. 11.3.2011 13:44 Líf og fjör á fasteignamarkaði borgarinnar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 4. mars til og með 10. mars 2011 var 102. Þetta er mestur fjöldi samninga á einni viku frá því snemma árs 2008. Til samanburðar hefur fjöldi samninga að meðaltali verið 65 undanfarnar 12 vikur. 11.3.2011 13:37 Sjá næstu 50 fréttir
Seldu gangagögnin á 100 milljónir Vegagerðin keypti í árslok 2009 rannsóknargögn Greiðrar leiðar hf. vegna ganga undir Vaðlaheiði á 100 milljónir króna. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra rennur þessi upphæð inn í Vaðlaheiðargöng hf. sem hluti hlutafjár Vegagerðinnar í félaginu. 16.3.2011 06:30
Ármann segir rannsókn SFO ekki snúast um sig Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer&Friedlander, dótturfélags Kaupþings í Bretlandi hafnar því með öllu að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, SFO, sem leiddi til handtöku í síðustu viku beinist að þeim hluta Kaupþingssamstæðunnar sem hann stýrði. Sem kunnugt er voru níu manns teknir til yfirheyrslu í tengslum við málið. Sjö á Bretlandi og tveir á Íslandi. 15.3.2011 17:09
Sjóvá skilaði 800 milljóna hagnaði Sjóvá-Almennar tryggingar hf. skilaði 811 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2010. Rekstrarhagnaður fyrir skatta og afskriftir óefnislegra eigna nam 1.369 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 6,6 prósentum. Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs 2010 og var eiginfjárhlutfallið 33,6% miðað við 32,6% 2009. 15.3.2011 16:30
Óvíst hvaða skatt á að greiða af ofurtekjunum Ríkisskattstjóri hefur ekki tekið afstöðu til þess ennþá hvernig standa skuli skil á skattgreiðslum af tekjum nefndamanna í skilanefndum og slitastjórnum bankanna. 15.3.2011 16:00
Landsbankamenn líka með milljónir í tekjur Tekjur nefndamanna í skilanefnd og slitastjórn Landsbankans námu á síðasta ári alls 386 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi gamla Landsbankans sem birtur var í byrjun mars. 15.3.2011 14:38
Takast á um Icesave á morgun Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður, sem sæti á í Icesave samninganefndinni, og Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður munu takast á um Icesave málið á opnum fundi sem VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, stendur fyrir á morgun. 15.3.2011 14:10
Búið að ganga frá starfsmannamálum hjá SpKef Landsbankinn hefur nú gengið frá starfsmannamálum vegna samruna útibúa SpKef og Landsbankans. Á fjórum stöðum hafa bæði fyrirtæki rekið útibú, Ísafirði, Ólafsvík, Grindavík og í Reykjanesbæ og hefur þegar verið greint frá því að allir starfsmann SpKef og Landsbankans í útibúum í Reykjanesbæ halda störfum sínum. 15.3.2011 11:08
Áhættuálagið á ríkissjóð helst stöðugt Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur lítið breyst að undanförnu. Í lok dags í gær stóð álagið til 5 ára í 243 punktum (2,43%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni sem er það sama og það var í lok síðustu viku. 15.3.2011 11:04
Össur hf. verður áfram í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar Kauphöllin hefur ákveðið að halda Össuri hf. (Össur) áfram í OMXI6 vísitölunni eða það sem kallað er úrvalsvísitalan í Kauphöllinni. 15.3.2011 10:51
Spáir óbreyttum stýrivöxtum vegna Icesave óvissu IFS greining gerir ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum um sinn vegna óvissunnar sem umlykur þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna en til stendur að birta hana 25. mars. Ákvörðun um stýrivexti verður birt á morgun, miðvikudag. 15.3.2011 10:48
Japanska kjarnorkuógnin leikur markaði grátt Óttinn við umfangsmikið kjarnorkuslys í Japan hefur leitt til þess að markaðir í Evrópu hafa allir byrjað daginn með rauðum tölum. Þetta er framhald þróunar á markaðinum í Tókýó en þar hrundi Nikkei vísitalan um rúm 14% í nótt. 15.3.2011 10:15
SpKef segir upp kauphallaraðild sinni Vegna yfirtöku NBI hf. á SpKef sparisjóði hefur SpKef sagt upp kauphallaraðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. 15.3.2011 09:52
Mikil aukning launakostnaðar Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 11% á fjórða ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi í fyrra í samgöngum og flutningum, 9,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 7,3% í iðnaði. 15.3.2011 09:06
Heildaraflinn jókst um tæp 38% milli ára í febrúar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 38,7% meiri en í febrúar 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 28,2% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Munar hér mestu um loðnuveiðarnar. 15.3.2011 09:01
MS skilaði tæplega 300 miljóna hagnaði í fyrra Rekstur Mjólkursamsölunnar (MS) gekk vel í fyrra og nam hagnaður af starfseminni 293 milljónum kr. eftir skatta sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009. MS er að langstærstum hluta í eigu kúabænda (93%) á móti 7% hlut Kaupfélags Skagfirðinga. 15.3.2011 08:18
Kreditkortavelta eykst milli ára í febrúar Heildarvelta kreditkorta í febrúar 2011 var 25,7 milljarðar kr. og er þetta 6,3% aukning miðað við febrúar í fyrra en 9,7% samdráttur miðað við janúar síðastliðinn. 15.3.2011 07:59
Algert hrun í kauphöllinni í Tókýó Algert hrun varð í kauphöllinni í Tókýó í nótt vegna ástandsins í Japan. Nikkei vísitalan féll um rúmlega 14% eftir að hafa fallið um rúm 6% í gær. 15.3.2011 07:48
Robert Tchenguiz íhugar málaferli gegn SFO Breski auðmaðurinn Robert Tchenguiz, fyrrum stærsti viðskiptavinur Kaupþings, íhugar nú málaferli gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO). 15.3.2011 07:23
Aldrei fleiri verið atvinnulausir í meira en eitt ár Aldrei hafa fleiri einstaklingar en nú verið án atvinnu í meira en ár. Voru þeir alls 4.820 í febrúar, eða sem nemur rétt tæplega þriðjungi atvinnulausra. Hefur þessi fjöldi nú mælst yfir 4 þúsund í rúmt ár, eða frá því í janúar í fyrra. 15.3.2011 06:53
Útlán ÍLS jukust um 400 milljónir milli ára í febrúar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) jukust um 400 milljónir kr. milli ára í febrúar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. 15.3.2011 06:47
Endurnýja flugstjórnarklefa í sextán vélum Endurnýjun flugstjórnarklefa í sextán Boeing 757 vélum í eigu Icelandair stendur yfir. 15.3.2011 05:00
Árni Páll: Enginn ber í raun ábyrgð á starfi skilanefndanna Slitastjórn og skilanefnd Glitnis voru með að meðaltali um 6 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi Glitnis. Viðskiptaráðherra segir frumvarp um eftirlit með skilastjórn og skilanefnd sé í undirbúningi. 14.3.2011 19:30
Aukning í dagvöruverslun Velta í dagvöruverslun jókst um 2,5% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 2,6% frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri Verslunarinnar en þar kemur einnig fram að verð á dagvöru hefur hækað um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.3.2011 15:53
Meðalárslaun um 70 milljónir Skilanefnd og slitastjórn Glitnis þáðu 348 milljónir króna í laun á síðasta ári, samkvæmt ársuppgjöri Glitnis sem birtur var í morgun. 14.3.2011 14:39
FME afturkallar starfsleyfi fjármálafyrirtækja Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Byrs sparisjóðs, Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. 14.3.2011 11:49
Staða Glitnis vænkast Verðmat eigna Glitnis banka hækkaði úr 808 milljörðum króna í upphafi síðasta árs í 814 milljarða í lok ársins, eða um 1%. Verðmat eigna Glitnis í evrum hækkaði aftur á móti um 18%, eða úr 4.493 milljónir evra í 5.295 milljónir evra. Styrking krónunnar á árinu 2010 skýrir þessar mismunandi niðurstöður á mati eigna eftir myntum. 14.3.2011 11:27
Landsbankinn ræður Umboðsmann fyrirtækja Hildur Friðleifsdóttir, núverandi útibússtjóri í útibúi Landsbankans í Austurstræti 11, hefur verið ráðin Umboðsmaður fyrirtækja hjá Landsbankanum. Staðan var auglýst laus til umsóknar í febrúar. 14.3.2011 10:57
Edge innlánin notuð til að falsa gengi Kaupþingshluta Kevin Stanford stjórnarformaður All Saints, og fyrrum í hópi stærstu viðskiptavina Kaupþings, heldur því fram að Kaupþing hafi notað það fé sem lagt var inn á Edge reikninga bankans til þess að falsa gengið á hlutabréfum Kaupþings. 14.3.2011 10:42
Krafa um að bresk skýrsla um íslensku bankanna verði opinber Tony Shearer fyrrum bankastjóri Singer & Friedlander bankans í London krefst þess að gerð verði opinber skýrsla sem breska fjármálaeftirlitið FSA gerði um fall Kaupþing og Landsbankans. 14.3.2011 10:01
Yfirvofandi skortur í málmiðnaðinum Skortur á íslenskum málmiðnaðarmönnum er yfirvofandi hér á landi á næstu árum. Gífurleg afturför hefur orðið í menntun í greininni, að mati Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 14.3.2011 09:30
Jarðskjálftinn kostar Japani 11.500 milljarða Áhættumatsfyrirtækið Equecat hefur áætlað að efnahagskostnaður Japans vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar muni nema um 11.500 milljörðum kr. 14.3.2011 09:26
Heildarútgjöld hins opinbera lækkuðu um 2% milli ára Heildarútgjöld hins opinbera 2010 námu 748 milljörðum króna og lækkuðu um 2% milli ára, eða úr 51,0% af landsframleiðslu 2009 í 48,6% 2010. Þar af runnu 405 milljarðar króna til þriggja stærstu útgjaldaflokka hins opinbera – heilbrigðismála, fræðslumála, almannatrygginga og velferðarmála – eða 26,3% af landsframleiðslu. 14.3.2011 09:04
Afkoma Faxaflóahafna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Afkoma Faxaflóahafna í fyrra var nokkru betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun en Faxaflóahafnir skiluðu 270 milljón kr. hagnaði á árinu. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti ársreikning félagsins á fundi sínum fyrir helgi. 14.3.2011 08:13
Gera kröfu um útgreiðslu á 10% arði hjá SS Fram er komin krafa um útgreiðslu arðs af eigendum yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands (SS). Hámarks arðgreiðsla getur þó ekki orðið hærri en rúmlega 14,3 milljónir kr. en það er óráðstafað eigið fé í árslok 2010 verði tillagan samþykkt á aðalfundi félagsins 25. mars 2011. 14.3.2011 07:52
Undirbúningur að sölu Iceland kominn á fullt skrið Undirbúningur að sölunni á Iceland Food verslunarkeðjunni í Bretlandi er nú kominn á fullt skrið. Talið er að skilanefnd Landsbankans vilji selja keðjuna fyrir árslok. 14.3.2011 07:39
Hafa enn ekki fengið 140 milljarða úr íslensku bönkunum Breskir skattgreiðendur hafa enn ekki fengið 750 milljónir punda, eða 140 milljarða króna, borgaða úr þrotabúum íslensku bankanna. 14.3.2011 07:27
Árni Páll: Erfitt að afnema gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. 13.3.2011 20:25
Bensínið gæti hækkað um tíu krónur til viðbótar Búast má við frekari eldsneytishækkunum hér á landi ef innkaupaverð á olíu helst í núverandi hæðum. Bensín gæti hækkað um allt tíu krónur til viðbótar. 13.3.2011 18:58
Ríkið greiðir ekki fyrir kynningu á Icesave Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. 13.3.2011 19:32
Tchenguiz fékk væna þóknun fyrir að vera tengiliður Fjárfestir greiddi Robert Tchenguiz eina milljón punda eða sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna í þóknun fyrir að koma sér í kynni við Kaupthing. Í kjölfarið fékk fjárfestirinn, Moises Gertner, há lán frá Kaupthingi og keypti síðar stóran hlut í bankanum. Frá þessu er greint í breska blaðinu Daily Mail í dag. 13.3.2011 12:05
Frekari húsleitir líklegar Talið er að breska efnahagsbrotadeildin Serious Fraud Office muni á næstu vikum halda áfram húsleitum vegna rannsóknar sinnar á falli íslenska bankakerfisins en húsleitir þeirra í síðustu viku leiddu til handtöku níu manna í Bretlandi og Reykjavík. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph í morgun. 13.3.2011 09:37
Íslendingar treysta vel vinnuveitendum sínum Íslendingar bera mjög mikið traust til eigin vinnuveitenda og eru jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja. Traust þeirra til eigin vinnuveitanda skorar einna hæst í árlegum mælingum Capacent Gallup á trausti til stofnana og embætta. Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks. 11.3.2011 14:02
Eigið fé Strætó jákvætt í fyrsta sinn síðan 2004 Samkvæmt ársreikningi síðasta árs er eigið fé Strætó bs. nú orðið jákvætt um rúmar 188 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem eigið fé byggðasamlagsins er jákvætt síðan árið 2004. 11.3.2011 13:56
Hérðasdómur vísaði frá kröfu á hendur Capacent Kröfu skiptastjóra í þrotabúi GH1 (áður Capacent) um innsetningu á eignum Capacent var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur 21. febrúar. Áður, eða þann 8. desember 2010, hafði kröfu skiptastjóra um lögbann á notkun vörumerkis Capacent verið synjað af sýslumanni. 11.3.2011 13:44
Líf og fjör á fasteignamarkaði borgarinnar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 4. mars til og með 10. mars 2011 var 102. Þetta er mestur fjöldi samninga á einni viku frá því snemma árs 2008. Til samanburðar hefur fjöldi samninga að meðaltali verið 65 undanfarnar 12 vikur. 11.3.2011 13:37