Viðskipti innlent

Hagkaup skorar á fjármálaráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagkaup skorar á fjármálaráðherra. Mynd/ Hari.
Hagkaup skorar á fjármálaráðherra. Mynd/ Hari.
Hagkaup hefur sent Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra bréf þar sem skorað er á ríkisvaldið að afnema virðisaukaskatt af barnafatnaði, eða lækka hann verulega. Bent er á að barnafatnaður er nauðsynjavara og að útgjöld fjölskyldunnar vegna fatnaðar barna eru mikil og viðvarandi.

Í tilkynningu frá Hagkaup kemur fram að barnaföt beri 25,5% virðisaukaskatt, á meðan flest matvæli bera 7% vsk.  Barnafatnaður sé samt engu minni nauðsynjavara en matur. Útgjöld fjölskyldunnar vegna fatnaðar barna séu mikil og viðvarandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×