Viðskipti innlent

Hjón fengu Chevrolet nr. 100 og 101

Halldór Gunnlaugsson sölufulltrúi hjá Bílabúð Benna afhendir hjónunum Guðbjörgu Benónýsdóttur og Gunnari Sizemore lyklana af tveimur Chevrolet Spark, bílum nr.100 og 101 frá Bílabúð Benna á árinu.
Halldór Gunnlaugsson sölufulltrúi hjá Bílabúð Benna afhendir hjónunum Guðbjörgu Benónýsdóttur og Gunnari Sizemore lyklana af tveimur Chevrolet Spark, bílum nr.100 og 101 frá Bílabúð Benna á árinu.
Bílasalan hjá Bílabúð Benna hefur farið vel af stað á 100. afmælisári Chevrolet og hefur Chevrolet trónað á toppi sölulistans hérlendis það sem af er ári. Í síðustu viku fór fram afhending á 100. og 101. Chevrolet bílunum  frá áramótum.

„Það vildi svo skemmtilega til að það voru hjón sem fengu afhenta báða bílana sem eru af gerðinni Spark. Annars höfum við fundið fyrir miklum meðbyr hjá íslenskum neytendum.  Það endurspeglar þá þróun sem hefur verið á öllum mörkuðum heims; Chevrolet er hvarvetna að stimpla sig inn fyrir gæði og gott verð,“ segir Benedikt Eyjólfsson framkvæmdastjóri hjá Bílabúð Benna í tilkynningu um málið.

Benedikt segir og að Chevrolet leggi allt kapp á að gera 100. afmælisárið sem glæsilegast, þar sem Chevrolet muni kynna heilan flota af nýjungum. „Við munum sjá sjö nýja Chevrolet bíla áður en árið er liðið og  þar á meðal er hinn rafmagnaði Chevrolet Volt. Við getum því ekki verið annað en bjartsýn á framtíðina,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×