Viðskipti innlent

Actavis stefnir Róberti Wessman

Actavis hefur stefnt Róberti Wessman vegna 300 milljón króna láns sem fallið er á gjalddaga. Frá þessu er greint í Fréttatímanum í dag. Lánið segir Róbert hluta af skuldauppgjöri hans við bankann. Málið hefur verið dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur en um er að ræða lán upp á 240 milljónir sem Róbert fékk frá Actavis til kaupa á hlutabréfum í félaginu með veði í bréfunum sjálfum, að því er fram kemur í blaðinu.

Þar segir ennfremur að þegar Björgólfur Thor Björgólfsson tók yfir Actavis árið 2007 hurfu veðin af láninu sem er í dag komið upp í 272 milljónir með vöxtum.

Í Fréttatímanum er haft eftir Árna Harðarsyni, lögmanni Róberts, að málið eigi rætur sínar að rekja til uppgjörs Björgólfs Thors við íslenskt samfélag - Björgólfur víli ekki fyrir sér að beita bolabrögðum í þeirri vegferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×