Viðskipti innlent

Horn seldi hlut sinn í Marel fyrir 12 milljarða

Horn fjárfestingarfélag ehf. sem er í eigu Landsbankans hefur selt allan hlut sinn í Marel fyrir 12 milljarða króna.

Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni í gærdag en um er að ræða stærstu einstöku hlutabréfaviðskipti þar frá hruninu. 

Um var að ræða 13,8% hlut en Eyrir Invest, sem er kjölfestuhluthafi Marels, keypti rúm 3% og er eftir sem áður stærsti hluthafinn með 34,7% hlut. Á móti þessum kaupum seldi Eyrir stóran hlut í Össuri hf.

Talið er að lífeyrissjóðir hafi keypt mikið af þeim hlutum sem Horn seldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×