Viðskipti innlent

Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood

Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji  hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði.

Fiskvinnslur Faroe Seafood voru keyptar á 1,2 milljarða króna og sex togarar á 4,8 milljarða króna. Þetta kom fram í skiptaréttinum í Þórshöfn þar sem þrotabúið var gert upp.

Faroe Seafood var áður stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Færeyja.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×