Viðskipti innlent

Álverið í Helguvík hefur kostað 15 milljarða hingað til

Kostnaður Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vegna álversins í Helguvík var orðinn 126 milljónir dollara, eða tæplega 15 milljarðar kr. um síðustu áramót. Þar af nam kostnaðurinn á síðasta ári 20 milljónum dollara eða um 2,3 milljörðum kr.

Þetta kemur fram í ársuppgjöri Century Aluminium fyrir árið í fyrra. Þar segir að félagið geri enn ráð fyrir að framkvæmdir við álverið fari á fullt á þessu ári. Hinsvegar séu mörg ljón í veginum og þá einna helst óvissa um hvort Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka geti útvegað nægilega orku fyrir rekstur álversins.

Í uppgjörinu segir að álversframkvæmdir í Helguvík séu nú til endurskoðunar hjá Century Aluminium vegna áhættu sem upp er komin í tengslum við orkuöflunina.

Orkusamningur félagsins við HS Orku sé kominn í gerðardóm og viðræður standi yfir við Orkuveituna. Félagið reiknar með að málin skýrist á seinni hluta þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×