Viðskipti innlent

Hækkun á vísitölu íbúðaverðs

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 308,1 stig í febrúar síðastliðnum og hafði hún hækkað um 1 prósent frá janúar. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands.

Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,6 prósent, síðastliðna sex mánuði um 1,8 prósent og um 2 prósent síðastliðna tólf mánuði.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og er upphafspunktur hennar janúar 1994. Hæst fór vísitalan í 357,3 í október árið 2007. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×