Lausafjárstaða Landsvirkjunar aldrei verið sterkari 18. mars 2011 14:13 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er mjög sáttur við uppgjörið Lausafjárstaða Landsvirkjunar er sterk og hafði fyrirtækið um áramót aðgang að 573,2 milljónum bandaríkjadala eða sem nemur 65,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Landsvirkjunar. „Við erum mjög sátt við þetta uppgjör. Landsvirkjun hefur verið að auka áherslu á að hámarka langtímaarðsemi orkunýtingar og ber ársreikningurinn merki þess. Nýr samningur við Alcan á Íslandi hf. var ákveðinn áfangi á þeirri leið þar sem verðþróun raforku á Íslandi var tengd þróun raforkuverðs á alþjóðlegum mörkuðum og álverðstenging afnumin," segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Aukning á rekstrartekjum „Landsvirkjun hefur einnig lagt áherslu á að jafna áhættu í efnahagsreikningi sínum með því að greiða niður skuldir en jafnframt tryggja aðgengi að lausafé. Árið 2010 var annað árið í röð þar sem fyrirtækið greiðir niður skuldir sínar og í árslok var aðgengi að lausu fé upp á 65,9 milljarða króna sem hefur aldrei verið hærra. Á árinu 2011 verður áfram lögð áhersla á að lækka skuldir félagsins," segir hann. Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 377,6 milljónum bandaríkjadala (43,4 milljarðar króna) á síðasta ári, sem er 10,3% aukning á milli ára. EBITDA nam 298,1 milljón dollara (34,3 milljarðar króna) að teknu tilliti til innleystra áhættuvarna tengdum álverði. EBITDA hlutfall er 78,9% af veltu. Handbært fé frá rekstri nam 229,6 milljónum USD (26,4 milljarðar) en var 197,0 milljónir USD árið áður sem er 16,5% aukning. Hagnaður eftir skatta nam 72,9 milljónum USD (8,4 milljarðar), en var 192,9 milljónir USD árið áður.Nýir raforkukaupendur „Horfur á árinu 2011 eru góðar og helgast af hagstæðu vaxtaumhverfi og viðunandi álverði. Þá hefur fyrirtækið mætt miklum áhuga, nýrra jafnt sem eldri, viðskiptavina á kaupum á raforku. Samningur við Íslenska Kísilfélagið ehf. sem undirritaður var í febrúar 2011 er til marks um það. Til að mæta aukinni sölu þá hefur Landsvirkjun hafið framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun og standa vonir til að fjármögnun hennar ljúki innan skamms. Einnig áformar félagið fjárfestingar fyrir 1,5 milljarða króna í verkefni á Norðausturlandi á árinu.“ sgeir Hörður. Ársreikningur Landsvirkjunar er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og er hann í Bandaríkjadölum sem er starfrækslugjaldmiðill móðurfélagsins. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Lausafjárstaða Landsvirkjunar er sterk og hafði fyrirtækið um áramót aðgang að 573,2 milljónum bandaríkjadala eða sem nemur 65,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Landsvirkjunar. „Við erum mjög sátt við þetta uppgjör. Landsvirkjun hefur verið að auka áherslu á að hámarka langtímaarðsemi orkunýtingar og ber ársreikningurinn merki þess. Nýr samningur við Alcan á Íslandi hf. var ákveðinn áfangi á þeirri leið þar sem verðþróun raforku á Íslandi var tengd þróun raforkuverðs á alþjóðlegum mörkuðum og álverðstenging afnumin," segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Aukning á rekstrartekjum „Landsvirkjun hefur einnig lagt áherslu á að jafna áhættu í efnahagsreikningi sínum með því að greiða niður skuldir en jafnframt tryggja aðgengi að lausafé. Árið 2010 var annað árið í röð þar sem fyrirtækið greiðir niður skuldir sínar og í árslok var aðgengi að lausu fé upp á 65,9 milljarða króna sem hefur aldrei verið hærra. Á árinu 2011 verður áfram lögð áhersla á að lækka skuldir félagsins," segir hann. Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 377,6 milljónum bandaríkjadala (43,4 milljarðar króna) á síðasta ári, sem er 10,3% aukning á milli ára. EBITDA nam 298,1 milljón dollara (34,3 milljarðar króna) að teknu tilliti til innleystra áhættuvarna tengdum álverði. EBITDA hlutfall er 78,9% af veltu. Handbært fé frá rekstri nam 229,6 milljónum USD (26,4 milljarðar) en var 197,0 milljónir USD árið áður sem er 16,5% aukning. Hagnaður eftir skatta nam 72,9 milljónum USD (8,4 milljarðar), en var 192,9 milljónir USD árið áður.Nýir raforkukaupendur „Horfur á árinu 2011 eru góðar og helgast af hagstæðu vaxtaumhverfi og viðunandi álverði. Þá hefur fyrirtækið mætt miklum áhuga, nýrra jafnt sem eldri, viðskiptavina á kaupum á raforku. Samningur við Íslenska Kísilfélagið ehf. sem undirritaður var í febrúar 2011 er til marks um það. Til að mæta aukinni sölu þá hefur Landsvirkjun hafið framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun og standa vonir til að fjármögnun hennar ljúki innan skamms. Einnig áformar félagið fjárfestingar fyrir 1,5 milljarða króna í verkefni á Norðausturlandi á árinu.“ sgeir Hörður. Ársreikningur Landsvirkjunar er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og er hann í Bandaríkjadölum sem er starfrækslugjaldmiðill móðurfélagsins.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira