Viðskipti innlent

Engin rússnesk fyrirtæki hjá Kaupþingi í Lúx

"Engin rússnesk fyrirtæki voru nokkru sinni með nokkur viðskipti við Kaupthing Luxembourg," segir Sigurður Einarsson , fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. "Uppspuninn um rússneska leynisjóði og peningaþvætti er innistæðulaus þvættingur."

Í greininni rekur Sigurður nokkur dæmi um það sem hann kallar "óvandaða blaðamennsku á undanförnum dögum".

Hann fjallar um aðgerðir breskra lögregluyfirvalda vegna rannsóknar á Kaupþingi á dögunum og segir Björn Þorvaldsson, aðstoðarsaksóknara hjá sérstökum saksóknara, hafa tekið þátt í þeim sem túlkur.

"Sjálfur var ég frjáls ferða minna í eftirmiðdag þessa dags eftir 15 mínútna langa yfirheyrslu og ekki krafinn um neinar tryggingar frekar en aðrir," segir Sigurður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×