Viðskipti innlent

Gögnin komu ekki frá FME

Samkeppnismál Gögnum sem birt hafa verið í fjölmiðlum um samráð á greiðslukortamarkaði var ekki lekið frá Fjármálaeftirlitinu ólíkt því sem Ragnar Önundarson, fyrrverandi forstjóri Eurocard, hefur ítrekað haldið fram.

Kortaþjónustan, sem samráðið beindist gegn, greinir frá því í yfirlýsingu að fyrirtækið hefði fengið gögnin í hendur sem brotaþoli og ákveðið að birta þau. Þá segist fyrirtækið undirbúa skaðabótamál á hendur þeim sem stóðu í samráðinu. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×