Viðskipti innlent

Bónus oftast með lægsta verðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðverslunum og fjórum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn síðastliðinn mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna í Samkaupum-Úrval.

Af þeim 78 vörutegundum sem skoðaðar voru var Samkaup-Úrval með hæsta verðið í 38 tilvikum, Nóatún í 26 tilvikum og Hagkaup í 18 tilvikum. Hjá Bónus var verðið lægst á 31 vörutegund af þeim 78 sem skoðaðar voru. Kostur var með lægsta verðið í 20 tilvikum.

ASÍ vekur athygli á að breytingar hafi verið gerðar á verðmerkingu kjötvara í matvöruverslunum. Verðmerkingar á matvörum eins og til dæmis áleggi, eru ekki lengur á umbúðunum, heldur eru verðmerkingar með sama hætti og annars staðar í versluninni með hillumiða. ASÍ telur að þessi breyting á verðmerkingu matvörunnar ætti að skila virkari verðsamkeppni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×