Fleiri fréttir Exista Trading greiðir hæstu skatta félaga í borginni Exista Trading ehf. greiðir hæstu opinber gjöld félaga í Reykjavík í ár eða rúmlega 1,5 milljarð kr. Hæsti greiðandi opinberra gjalda í borginni er ríkissjóður með gjöld upp á 6,1 milljarð kr. 30.10.2009 09:24 Vöruskiptin orðin 108,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu níu mánuði ársins var 108,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra . Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 43,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 40,6 milljarða króna. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3,1 milljarð króna. Í september 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 9,7 milljarða króna á sama gengi. 30.10.2009 09:05 SFO með Tchenguiz í sigtinu vegna lána frá Kaupþingi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. 30.10.2009 08:56 Bandaríkin sigla út úr kreppunni, hagvöxtur á ný Landsframleiðslan í Bandaríkjunum jókst um 3,5% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi samkvæmt áætlun þarlenda viðskiptaráðuneytisins. Um er að ræða breytingu frá öðrum til þriðja fjórðungs en sambærileg tala fyrir annan ársfjórðung var samdráttur um 0,7%. 30.10.2009 07:55 Fær Kaupþing Bónus? Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu. 29.10.2009 18:36 Segir Ísland ráða við erlendar skuldir sínar Ef ekki væri fyrir gjaldeyrishöftin þyrftu stýrivextir líklega að vera 40-50%, segir Mark Flanagan, verkefnisstjóri hjá AGS. Hann telur að Ísland ráði við erlendar skuldir sínar, sem jafngilda þrefaldri landsframleiðslu. 29.10.2009 19:04 Minnkandi eftirspurn eftir olíuborpöllum í Noregi Minnkandi eftirspurn er nú eftir olíuborpöllum og skipum í Noregi og heldur sú þróun áfram það sem eftir er ársins að mati hagstofu Noregs. Samhliða þessu hafa norskar skipasmíðastöðvar neyðst til að lækka verð sín á olíuborpöllum og skipum. 29.10.2009 15:17 Hagsjá: Engin þörf á nýbyggingum íbúða næsta ár í borginni Niðurstöður nýrrar skýrslu sem hagfræðideild Landsbankans hefur gert um fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu sýnir að engin þörf er á nýbyggingu íbúða á svæðinu á næsta ári. Raunar er ekki mikil þörf fyrir slíkt heldur árið 2011. 29.10.2009 14:38 Radisson SAS 1919 Hótel hlýtur tvær viðurkenningar Radisson SAS 1919 Hótel hefur hlotið viðurkenningu sem Leiðandi Hótelið á Íslandi 2009 af World Travel Awards. Þetta er þriðja árið í röð sem hótelið fær þessa virðulegu nafnbót. Nýlega komst hótelið einnig á lista CNBC Business yfir 25 bestu viðskiptahótel í Evrópu. 29.10.2009 14:15 Greining: Ólíklegt að lánshæfismatið á ríkissjóði lækki Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfismatið á ríkissjóði frekar en orðið er. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I. 29.10.2009 12:14 Ætla ekki að innheimta ofurlán hjá börnum Dæmi eru um að Glitnir hafi veitt börnum há lán til stofnfjárkaupa í Byr sparisjóði. Tólf ára barn fékk slíkt lán upp á sex milljónir króna. Tugir stofnfjáreigenda undirbúa málsókn á hendur Íslandsbanka vegna lánanna. 29.10.2009 12:11 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29.10.2009 12:05 Telur að stýrivextir lækki um 0,5 til 1 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd ákveði að lækka vexti bankans þann 5. nóvember næstkomandi. Reiknar greiningin með því að lækkunin verði með þeim hætti að vextir í sjö daga veðlánum til innlánsstofnana verði lækkaðir um 0,5 til 1,0 prósentu, þ.e. úr 12% niður í 11,0-11,5%. Þetta eru þeir vextir sem undir venjulegum kringumstæðum teljast stýrivextir bankans. 29.10.2009 11:57 ICEQ verðbréfasjóði slitið og eignir greiddar út Rekstrarfélag Kaupþings banka hf., rekstraraðili ICEQ verðbréfasjóðs, hefur slitið sjóðnum og greitt andvirði eigna sjóðsins til eigenda hlutdeildarskírteina hans. Lokagengi sjóðsins er 90,8 kr. á hlut. Slit sjóðsins miðast við 1. nóvember 2009, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 29.10.2009 10:52 Auðmaðurinn Karsten Ree til bjargar Amagerbanken Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. 29.10.2009 10:34 Landsnet útvegar 5 milljarða með skuldabréfaútgáfu Landsnet hefur nýlokið útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 5 milljarða króna. Um er að ræða fyrstu útgáfu fyrirtækisins á innlendum skuldabréfamarkaði og voru bréfin seld til lífeyrissjóða. 29.10.2009 10:29 AGS: Skilyrði að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum Það er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að skilyrði séu nú að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Murilo Portugal aðstoðarforstjóra AGS sem gefin var út í trengslum við endurskoðun sjóðsins á áætlun hans og íslenskra stjórnvalda sem samþykkt var í gærdag. 29.10.2009 09:31 Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2,7% Vísitala framleiðsluverðs í september 2009 var 186,5 stig og hækkaði um 2,7% frá ágúst 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 29.10.2009 09:04 Atvinnuleysi eykst hraðar í Danmörku en spáð var Atvinnuleysi í Danmörku jókst úr 3,7% og í 4,1% milli ágúst og september. Er þetta meiri aukning á atvinnuleysi en spáð hafði verið. Flestir reiknuðu með að það myndi aukast í 3,9%. 29.10.2009 09:02 Eva Joly: Fyrstu málaferlin í árslok 2010 Eva Joly segir ólíklegt að fyrstu málaferlin í kjölfar rannsókna sérstaks saksóknara á bankahruninu muni líta dagsins ljós fyrr en í árslok 2010. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðsins Financial Times um Ólaf Hauksson sérstakann saksóknara í bankahrunsmálum. 29.10.2009 08:34 Hagsjá: Innistæðubréf Seðlabankans eru að virka Hagfræðideild Landsbankans telur að innistæðubréf Seðlabankans séu að ná tilgangi sínum og það séu líkur á að Seðlabankinn hafi náð að metta þá spurn sem var eftir innstæðubréfum og í leiðinni draga úr lausafé í kerfinu, líkt og stefnt var að. 29.10.2009 08:05 Sjóðirnir ráði ekki miklu „Við vitum að erlendir vogunarsjóðir eiga nokkuð af kröfum bankanna. Sjóðirnir munu ekki eiga beina hluti í þeim heldur verða þeir hluti af breiðum hópi kröfuhafa í eignarhaldsfélagi sem kann að eignast hlut í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. Þeir geta því ekkert ráðskast með þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. 29.10.2009 05:15 FIH verður ekki seldur í bráð Danski bankinn FIH er traustur og verður ekki seldur við núverandi markaðsaðstæður enda má við því búast að betra verð fáist fyrir hann þegar fjármálamarkaðir rétta úr kútnum. 29.10.2009 05:00 Bílalán ekki leiðrétt hjá Lýsingu Engar leiðréttingar á bílalánum verða um mánaðamótin hjá Lýsingu eins og nýsamþykkt lög gera ráð fyrir. Ekki í takt við loforð stjórnvalda segir lántaki sem fékk óleiðréttan greiðsluseðil í dag. Hann segir það pirrandi að fá þetta í hausinn núna þar sem fólk hafi búist leiðréttri greiðslubyrði nú um mánaðarmótin. 28.10.2009 18:56 Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,3% í kauphöllinni í dag og stendur í tæpum 829 stigum. 28.10.2009 17:25 Kaupþing hagnast vel á að hafa haldið Norvestia Skilanefnd Kaupþings hefur hagnast vel á því að hafa haldið finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia í bókum sínum. Skilanefndin hefur fengið arðgreiðslu upp á 1,25 milljónir evra eða um 230 milljónir kr. frá Norvestia og hlutir í félaginu hafa hækkað um 30% í ár. 28.10.2009 16:13 Vel gengur að endurheimta eignir Kaupþings Vel gengur að endurheimta og endurskipuleggja eignir gamla Kaupþings og og samkvæmt uppfærðri skýrslu skilanefndar bankans hafa 29 milljarðar innheimst af lánum úr eignasöfnum á Norðurlöndunum og í Evrópu. 28.10.2009 15:50 Þórólfur Árnason endurkjörinn formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen. 28.10.2009 15:14 Tískuhúsið Versace í verulegum fjárhagsvandræðum Hið þekkta tískuhús Versace á nú í verulegum fjárhagsvandræðum og neyðist nú til þess að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu á heimsvísu. Tískuhúsið hefur greint frá því að alls hafa 350 af 1.360 starfsmenn fengið uppsagnarbréf. 28.10.2009 15:04 Innlögnum fjölgar um 142% á skráningarnúmerum ökutækja Á þessu ári hafa innlagnir skráninganúmera ökutækja aukist stórlega borið saman við undanfarin ár. Þannig voru 5239 skráningarnúmer lögð inn í september á þessu ári á meðan 2158 voru lögð inn til geymslu á sama tíma í fyrra. Þetta er 142% aukning á innlögnum skráningarnúmera á milli ára. 28.10.2009 14:29 Jens Stoltenberg ítrekar að engin lán fáist án AGS Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ítrekaði það á Norðurlandaráðsþinginu sem nú stendur yfir í Stokkhólmi að Íslendingar fengju engin lán frá Noregi nema í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 28.10.2009 14:19 Norski seðlabankinn sá fyrsti sem hækkar stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í dag og varð þar með fyrsti seðlabankinn í Evrópu til að gera slíkt frá því að fjármálakreppan skall á í fyrra. Hækkunin nam 0,25 prósentustigum og fóru vextirnir við það í 1,5%. 28.10.2009 14:06 Skuldir Landsvirkjunar nema 380 milljörðum Um mitt ár 2009 námu heildarskuldir Landsvirkjunar 3,1 milljarði Bandaríkjadala eins og fram kemur í árshlutareikningi fyrirtækisins. Skuldirnar nema því um 380 milljörðum króna á núverandi gengi. 28.10.2009 13:43 CCP flytur öll bankaviðskipti sín á Íslandi til MP Banka CCP hf. og MP Banki hf. hafa undirritað samninga um endurfjármögnun CCP og flutning allra bankaviðskipta félagsins á Íslandi til MP Banka. Í kjölfar samningsins hefur CCP greitt upp víxla félagsins sem skráðir voru í Kauphöll og voru á gjalddaga þann 28. október. 28.10.2009 13:32 Þórólfur endurkjörinn formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen. 28.10.2009 13:12 Straumur stefnir World Class vegna kennitöluflakks Straumur mun leggja fram stefnu gegn líkamsræktarstöðinni World Class í dag eða í fyrramálið í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kennitöluflakks á vegum World Class. Með því hafi skuld við Straum upp á einn milljarða kr. verið skilin eftir í gamla félaginu en allar eignir World Class settar yfir í nýtt félag. 28.10.2009 12:33 SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla í myntkörfulánum til að hækka greiðslur viðskiptavina segir viðskiptafræðingur og lántaki hjá SP fjármögnun. Hún furðar sig á því að fyrirtæki geti verið með sína eigin gjaldmiðla. 28.10.2009 12:23 Fyrsta aflétting á gjaldeyrishöftum hefur lítil áhrif á gengið „Mjög óvíst er hverju þessi fyrsti áfangi skilar í innflæði gjaldeyris en við reiknum með því að aðgerðin hafi takmörkuð áhrif á gengi krónunnar," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um fyrsta áfangann í að aflétta gjaldeyrishöftunum. 28.10.2009 12:16 Verðbólgumæling hleypir lífi í skuldabréfamarkaðinn Verðbólgumæling morgunsins hefur hleypt nokkru lífi í skuldabréfamarkað það sem af er degi. Nokkur kaupáhugi hefur verið á íbúðabréfum, og hefur ávöxtunarkrafa þeirra lækkað um 5-12 punkta frá opnun markaðar. 28.10.2009 11:59 Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. 28.10.2009 11:32 Ráðgjöf um íslensku bankana gagnrýnd á breska þinginu Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. 28.10.2009 09:33 Ársverðbólgan lækkar í 9,7%, mun minna en spáð var Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 13,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% sem jafngildir 10,2% verðbólgu á ári. Ársverðbólgan mældist 10,8% í síðasta mánuði. 28.10.2009 09:02 Eignir ýmissa lánafyrirtækja hækka um 4,2 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu um 1.309 milljörðum kr. í lok september og hækkuðu um 4,2 milljarða kr. í mánuðinum. 28.10.2009 08:51 Century Aluminium skilar 5 milljarða hagnaði Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði rétt rúmlega 40 milljón dollara eða um 5 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Er þetta nokkru meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 35,8 milljónum dollara. 28.10.2009 08:33 Vogunarsjóðir sjá tækifæri í íslensku bönkunum á ný Sjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins eru meðal helstu kröfuhafa bankanna. Nýju bankarnir verða hreinsaðir af lélegum kröfum. Þúsund milljarðar króna hafa því sem næst verið afskrifaðir. 28.10.2009 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Exista Trading greiðir hæstu skatta félaga í borginni Exista Trading ehf. greiðir hæstu opinber gjöld félaga í Reykjavík í ár eða rúmlega 1,5 milljarð kr. Hæsti greiðandi opinberra gjalda í borginni er ríkissjóður með gjöld upp á 6,1 milljarð kr. 30.10.2009 09:24
Vöruskiptin orðin 108,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu níu mánuði ársins var 108,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra . Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 43,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 40,6 milljarða króna. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3,1 milljarð króna. Í september 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 9,7 milljarða króna á sama gengi. 30.10.2009 09:05
SFO með Tchenguiz í sigtinu vegna lána frá Kaupþingi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. 30.10.2009 08:56
Bandaríkin sigla út úr kreppunni, hagvöxtur á ný Landsframleiðslan í Bandaríkjunum jókst um 3,5% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi samkvæmt áætlun þarlenda viðskiptaráðuneytisins. Um er að ræða breytingu frá öðrum til þriðja fjórðungs en sambærileg tala fyrir annan ársfjórðung var samdráttur um 0,7%. 30.10.2009 07:55
Fær Kaupþing Bónus? Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu. 29.10.2009 18:36
Segir Ísland ráða við erlendar skuldir sínar Ef ekki væri fyrir gjaldeyrishöftin þyrftu stýrivextir líklega að vera 40-50%, segir Mark Flanagan, verkefnisstjóri hjá AGS. Hann telur að Ísland ráði við erlendar skuldir sínar, sem jafngilda þrefaldri landsframleiðslu. 29.10.2009 19:04
Minnkandi eftirspurn eftir olíuborpöllum í Noregi Minnkandi eftirspurn er nú eftir olíuborpöllum og skipum í Noregi og heldur sú þróun áfram það sem eftir er ársins að mati hagstofu Noregs. Samhliða þessu hafa norskar skipasmíðastöðvar neyðst til að lækka verð sín á olíuborpöllum og skipum. 29.10.2009 15:17
Hagsjá: Engin þörf á nýbyggingum íbúða næsta ár í borginni Niðurstöður nýrrar skýrslu sem hagfræðideild Landsbankans hefur gert um fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu sýnir að engin þörf er á nýbyggingu íbúða á svæðinu á næsta ári. Raunar er ekki mikil þörf fyrir slíkt heldur árið 2011. 29.10.2009 14:38
Radisson SAS 1919 Hótel hlýtur tvær viðurkenningar Radisson SAS 1919 Hótel hefur hlotið viðurkenningu sem Leiðandi Hótelið á Íslandi 2009 af World Travel Awards. Þetta er þriðja árið í röð sem hótelið fær þessa virðulegu nafnbót. Nýlega komst hótelið einnig á lista CNBC Business yfir 25 bestu viðskiptahótel í Evrópu. 29.10.2009 14:15
Greining: Ólíklegt að lánshæfismatið á ríkissjóði lækki Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfismatið á ríkissjóði frekar en orðið er. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I. 29.10.2009 12:14
Ætla ekki að innheimta ofurlán hjá börnum Dæmi eru um að Glitnir hafi veitt börnum há lán til stofnfjárkaupa í Byr sparisjóði. Tólf ára barn fékk slíkt lán upp á sex milljónir króna. Tugir stofnfjáreigenda undirbúa málsókn á hendur Íslandsbanka vegna lánanna. 29.10.2009 12:11
Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29.10.2009 12:05
Telur að stýrivextir lækki um 0,5 til 1 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd ákveði að lækka vexti bankans þann 5. nóvember næstkomandi. Reiknar greiningin með því að lækkunin verði með þeim hætti að vextir í sjö daga veðlánum til innlánsstofnana verði lækkaðir um 0,5 til 1,0 prósentu, þ.e. úr 12% niður í 11,0-11,5%. Þetta eru þeir vextir sem undir venjulegum kringumstæðum teljast stýrivextir bankans. 29.10.2009 11:57
ICEQ verðbréfasjóði slitið og eignir greiddar út Rekstrarfélag Kaupþings banka hf., rekstraraðili ICEQ verðbréfasjóðs, hefur slitið sjóðnum og greitt andvirði eigna sjóðsins til eigenda hlutdeildarskírteina hans. Lokagengi sjóðsins er 90,8 kr. á hlut. Slit sjóðsins miðast við 1. nóvember 2009, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 29.10.2009 10:52
Auðmaðurinn Karsten Ree til bjargar Amagerbanken Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. 29.10.2009 10:34
Landsnet útvegar 5 milljarða með skuldabréfaútgáfu Landsnet hefur nýlokið útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 5 milljarða króna. Um er að ræða fyrstu útgáfu fyrirtækisins á innlendum skuldabréfamarkaði og voru bréfin seld til lífeyrissjóða. 29.10.2009 10:29
AGS: Skilyrði að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum Það er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að skilyrði séu nú að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Murilo Portugal aðstoðarforstjóra AGS sem gefin var út í trengslum við endurskoðun sjóðsins á áætlun hans og íslenskra stjórnvalda sem samþykkt var í gærdag. 29.10.2009 09:31
Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2,7% Vísitala framleiðsluverðs í september 2009 var 186,5 stig og hækkaði um 2,7% frá ágúst 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 29.10.2009 09:04
Atvinnuleysi eykst hraðar í Danmörku en spáð var Atvinnuleysi í Danmörku jókst úr 3,7% og í 4,1% milli ágúst og september. Er þetta meiri aukning á atvinnuleysi en spáð hafði verið. Flestir reiknuðu með að það myndi aukast í 3,9%. 29.10.2009 09:02
Eva Joly: Fyrstu málaferlin í árslok 2010 Eva Joly segir ólíklegt að fyrstu málaferlin í kjölfar rannsókna sérstaks saksóknara á bankahruninu muni líta dagsins ljós fyrr en í árslok 2010. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðsins Financial Times um Ólaf Hauksson sérstakann saksóknara í bankahrunsmálum. 29.10.2009 08:34
Hagsjá: Innistæðubréf Seðlabankans eru að virka Hagfræðideild Landsbankans telur að innistæðubréf Seðlabankans séu að ná tilgangi sínum og það séu líkur á að Seðlabankinn hafi náð að metta þá spurn sem var eftir innstæðubréfum og í leiðinni draga úr lausafé í kerfinu, líkt og stefnt var að. 29.10.2009 08:05
Sjóðirnir ráði ekki miklu „Við vitum að erlendir vogunarsjóðir eiga nokkuð af kröfum bankanna. Sjóðirnir munu ekki eiga beina hluti í þeim heldur verða þeir hluti af breiðum hópi kröfuhafa í eignarhaldsfélagi sem kann að eignast hlut í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. Þeir geta því ekkert ráðskast með þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. 29.10.2009 05:15
FIH verður ekki seldur í bráð Danski bankinn FIH er traustur og verður ekki seldur við núverandi markaðsaðstæður enda má við því búast að betra verð fáist fyrir hann þegar fjármálamarkaðir rétta úr kútnum. 29.10.2009 05:00
Bílalán ekki leiðrétt hjá Lýsingu Engar leiðréttingar á bílalánum verða um mánaðamótin hjá Lýsingu eins og nýsamþykkt lög gera ráð fyrir. Ekki í takt við loforð stjórnvalda segir lántaki sem fékk óleiðréttan greiðsluseðil í dag. Hann segir það pirrandi að fá þetta í hausinn núna þar sem fólk hafi búist leiðréttri greiðslubyrði nú um mánaðarmótin. 28.10.2009 18:56
Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,3% í kauphöllinni í dag og stendur í tæpum 829 stigum. 28.10.2009 17:25
Kaupþing hagnast vel á að hafa haldið Norvestia Skilanefnd Kaupþings hefur hagnast vel á því að hafa haldið finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia í bókum sínum. Skilanefndin hefur fengið arðgreiðslu upp á 1,25 milljónir evra eða um 230 milljónir kr. frá Norvestia og hlutir í félaginu hafa hækkað um 30% í ár. 28.10.2009 16:13
Vel gengur að endurheimta eignir Kaupþings Vel gengur að endurheimta og endurskipuleggja eignir gamla Kaupþings og og samkvæmt uppfærðri skýrslu skilanefndar bankans hafa 29 milljarðar innheimst af lánum úr eignasöfnum á Norðurlöndunum og í Evrópu. 28.10.2009 15:50
Þórólfur Árnason endurkjörinn formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen. 28.10.2009 15:14
Tískuhúsið Versace í verulegum fjárhagsvandræðum Hið þekkta tískuhús Versace á nú í verulegum fjárhagsvandræðum og neyðist nú til þess að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu á heimsvísu. Tískuhúsið hefur greint frá því að alls hafa 350 af 1.360 starfsmenn fengið uppsagnarbréf. 28.10.2009 15:04
Innlögnum fjölgar um 142% á skráningarnúmerum ökutækja Á þessu ári hafa innlagnir skráninganúmera ökutækja aukist stórlega borið saman við undanfarin ár. Þannig voru 5239 skráningarnúmer lögð inn í september á þessu ári á meðan 2158 voru lögð inn til geymslu á sama tíma í fyrra. Þetta er 142% aukning á innlögnum skráningarnúmera á milli ára. 28.10.2009 14:29
Jens Stoltenberg ítrekar að engin lán fáist án AGS Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ítrekaði það á Norðurlandaráðsþinginu sem nú stendur yfir í Stokkhólmi að Íslendingar fengju engin lán frá Noregi nema í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 28.10.2009 14:19
Norski seðlabankinn sá fyrsti sem hækkar stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í dag og varð þar með fyrsti seðlabankinn í Evrópu til að gera slíkt frá því að fjármálakreppan skall á í fyrra. Hækkunin nam 0,25 prósentustigum og fóru vextirnir við það í 1,5%. 28.10.2009 14:06
Skuldir Landsvirkjunar nema 380 milljörðum Um mitt ár 2009 námu heildarskuldir Landsvirkjunar 3,1 milljarði Bandaríkjadala eins og fram kemur í árshlutareikningi fyrirtækisins. Skuldirnar nema því um 380 milljörðum króna á núverandi gengi. 28.10.2009 13:43
CCP flytur öll bankaviðskipti sín á Íslandi til MP Banka CCP hf. og MP Banki hf. hafa undirritað samninga um endurfjármögnun CCP og flutning allra bankaviðskipta félagsins á Íslandi til MP Banka. Í kjölfar samningsins hefur CCP greitt upp víxla félagsins sem skráðir voru í Kauphöll og voru á gjalddaga þann 28. október. 28.10.2009 13:32
Þórólfur endurkjörinn formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen. 28.10.2009 13:12
Straumur stefnir World Class vegna kennitöluflakks Straumur mun leggja fram stefnu gegn líkamsræktarstöðinni World Class í dag eða í fyrramálið í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kennitöluflakks á vegum World Class. Með því hafi skuld við Straum upp á einn milljarða kr. verið skilin eftir í gamla félaginu en allar eignir World Class settar yfir í nýtt félag. 28.10.2009 12:33
SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla í myntkörfulánum til að hækka greiðslur viðskiptavina segir viðskiptafræðingur og lántaki hjá SP fjármögnun. Hún furðar sig á því að fyrirtæki geti verið með sína eigin gjaldmiðla. 28.10.2009 12:23
Fyrsta aflétting á gjaldeyrishöftum hefur lítil áhrif á gengið „Mjög óvíst er hverju þessi fyrsti áfangi skilar í innflæði gjaldeyris en við reiknum með því að aðgerðin hafi takmörkuð áhrif á gengi krónunnar," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um fyrsta áfangann í að aflétta gjaldeyrishöftunum. 28.10.2009 12:16
Verðbólgumæling hleypir lífi í skuldabréfamarkaðinn Verðbólgumæling morgunsins hefur hleypt nokkru lífi í skuldabréfamarkað það sem af er degi. Nokkur kaupáhugi hefur verið á íbúðabréfum, og hefur ávöxtunarkrafa þeirra lækkað um 5-12 punkta frá opnun markaðar. 28.10.2009 11:59
Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. 28.10.2009 11:32
Ráðgjöf um íslensku bankana gagnrýnd á breska þinginu Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. 28.10.2009 09:33
Ársverðbólgan lækkar í 9,7%, mun minna en spáð var Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 13,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% sem jafngildir 10,2% verðbólgu á ári. Ársverðbólgan mældist 10,8% í síðasta mánuði. 28.10.2009 09:02
Eignir ýmissa lánafyrirtækja hækka um 4,2 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu um 1.309 milljörðum kr. í lok september og hækkuðu um 4,2 milljarða kr. í mánuðinum. 28.10.2009 08:51
Century Aluminium skilar 5 milljarða hagnaði Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði rétt rúmlega 40 milljón dollara eða um 5 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Er þetta nokkru meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 35,8 milljónum dollara. 28.10.2009 08:33
Vogunarsjóðir sjá tækifæri í íslensku bönkunum á ný Sjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins eru meðal helstu kröfuhafa bankanna. Nýju bankarnir verða hreinsaðir af lélegum kröfum. Þúsund milljarðar króna hafa því sem næst verið afskrifaðir. 28.10.2009 00:01