Ráðgjöf um íslensku bankana gagnrýnd á breska þinginu 28. október 2009 09:33 Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. Meðlimir þingnefndar sem fjallar um sveitarstjórnarmál á breska þinginu telja að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hafi átt að láta mun meira til sín taka hvað þetta mál varðar. Í frétt um málið á BBC segir að nefndin ætli að taka málið upp við FSA og fylgja því eftir. Sem kunnugt er af fréttum frusu innistæður upp á milljarð punda, eða rúmlega 200 milljarða kr., inni á reikningum breskra bæjar- og sveitarfélaga þegar íslensku bankarnir hrundu. Inn í þeirri upphæð eru einnig innistæður ýmissa opinberra stofnana í Bretlandi sem og góðgerðasamtaka. Óljóst er hve mikið endurheimtist af þessu fé. FSA segir að gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast þar sem eftirlitið hafi ekki haft vald til íhlutunar hvað þetta varðar þar sem ráðgjöf um innistæður og fjárfestingar sé utan starfssviðs etirlitsins. Í skýrslu sem birtist í júní s.l. sem var unnin af þverpólitískum hópi breskra þingmanna var hvatt til þess að rannsókn hæfist strax á því með hvaða hætti umræddri ráðgjöf var háttað. Í skýrslunni var gagnrýnt hve fjármálastjórar bæjar- og sveitarfélaganna hefðu stuðst mikið við upplýsingar alþjóðlegra matsfyrirtækja og fjármálaráðgjafa. Phyllis Starkey formaður þingnefndarinnar segir að svör FSA við skýrslunni gefi í skyn að ekkert eftirlit sé með ráðgjöf af þessu tagi. „FSA hefur þar að auki neitað að rannsaka áhyggjur okkar af því að í sumum tilvikum kunni að hafa verið um hagsmunaárekstra að ræða," segir Starkey. „Í ljósi þess um hve miklar upphæðir er að ræða veldur þetta okkur áhyggjum." Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. Meðlimir þingnefndar sem fjallar um sveitarstjórnarmál á breska þinginu telja að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hafi átt að láta mun meira til sín taka hvað þetta mál varðar. Í frétt um málið á BBC segir að nefndin ætli að taka málið upp við FSA og fylgja því eftir. Sem kunnugt er af fréttum frusu innistæður upp á milljarð punda, eða rúmlega 200 milljarða kr., inni á reikningum breskra bæjar- og sveitarfélaga þegar íslensku bankarnir hrundu. Inn í þeirri upphæð eru einnig innistæður ýmissa opinberra stofnana í Bretlandi sem og góðgerðasamtaka. Óljóst er hve mikið endurheimtist af þessu fé. FSA segir að gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast þar sem eftirlitið hafi ekki haft vald til íhlutunar hvað þetta varðar þar sem ráðgjöf um innistæður og fjárfestingar sé utan starfssviðs etirlitsins. Í skýrslu sem birtist í júní s.l. sem var unnin af þverpólitískum hópi breskra þingmanna var hvatt til þess að rannsókn hæfist strax á því með hvaða hætti umræddri ráðgjöf var háttað. Í skýrslunni var gagnrýnt hve fjármálastjórar bæjar- og sveitarfélaganna hefðu stuðst mikið við upplýsingar alþjóðlegra matsfyrirtækja og fjármálaráðgjafa. Phyllis Starkey formaður þingnefndarinnar segir að svör FSA við skýrslunni gefi í skyn að ekkert eftirlit sé með ráðgjöf af þessu tagi. „FSA hefur þar að auki neitað að rannsaka áhyggjur okkar af því að í sumum tilvikum kunni að hafa verið um hagsmunaárekstra að ræða," segir Starkey. „Í ljósi þess um hve miklar upphæðir er að ræða veldur þetta okkur áhyggjum."
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira