Sjóðirnir ráði ekki miklu 29. október 2009 05:15 Erlendir vogunarsjóðir verða hluti af breiðum hópi kröfuhafa bankanna í eignarhaldsfélagi og munu því ekki geta ráðskast með þá, að sögn Steingríms J. Sigfússonar.Fréttablaðið/stefán „Við vitum að erlendir vogunarsjóðir eiga nokkuð af kröfum bankanna. Sjóðirnir munu ekki eiga beina hluti í þeim heldur verða þeir hluti af breiðum hópi kröfuhafa í eignarhaldsfélagi sem kann að eignast hlut í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. Þeir geta því ekkert ráðskast með þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Á meðal annarra kröfuhafa bankanna eru erlendir bankar og innlendir aðilar. Fjármálaeftirlitið mun fara yfir eigendahópinn áður en til skipta kemur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru vísbendingar um að sömu vogunarsjóðir og þátt áttu í falli bankanna í fyrravor komi til með að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu leyti. Sjóðirnir þrengdu að bönkunum gömlu með kaupum á skuldatryggingum þeirra auk þess að skortselja hlutabréf fyrirtækja sem stærstu hluthafar bankanna áttu. Þar á meðal eru danska brugghúsið Royal Unibrew, norska fjármálafyrirtækið Storebrand og finnska fyrirtækið Sampo. Eftir fall bankanna tóku vogunarsjóðirnir að fjárfesta í skuldabréfum íslensku bankanna. Bréfin fengu þeir fyrir brot af upphaflegu kaupverði hjá evrópskum kröfuhöfum. Líkt og áður hefur komið fram hefur virði skuldabréfa bankanna hækkað mikið frá í fyrra og er það í samræmi við væntingar um endurheimtur úr búum föllnu bankanna. Sem dæmi mátti kaupa skuldabréf Kaupþings með 95 prósenta afslætti í júní í sumar. Miðað við síðustu greiningu IFS Greiningar og Saga Capital má reikna með að kröfuhafar endurheimti 35 prósent af kröfum sínum. Virði skuldabréfanna helst í hendur við það og jafngildir rúmlega þrjú hundruð prósenta hækkun á fjórum mánuðum gangi allt eftir. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við vegna málsins telja ólíklegt að íslenska ríkið hafi verið í aðstöðu til að kaupa skuldabréfin í kjölfar hrunsins og hagnast á heimtum þeirra. Þá er óvíst að upphaflegir eigendur skuldabréfanna, að mestu erlendir bankar og fjármálafyrirtæki, hafi verið viljugir til að selja þau þá. jonab@frettabladid.is Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
„Við vitum að erlendir vogunarsjóðir eiga nokkuð af kröfum bankanna. Sjóðirnir munu ekki eiga beina hluti í þeim heldur verða þeir hluti af breiðum hópi kröfuhafa í eignarhaldsfélagi sem kann að eignast hlut í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. Þeir geta því ekkert ráðskast með þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Á meðal annarra kröfuhafa bankanna eru erlendir bankar og innlendir aðilar. Fjármálaeftirlitið mun fara yfir eigendahópinn áður en til skipta kemur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru vísbendingar um að sömu vogunarsjóðir og þátt áttu í falli bankanna í fyrravor komi til með að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu leyti. Sjóðirnir þrengdu að bönkunum gömlu með kaupum á skuldatryggingum þeirra auk þess að skortselja hlutabréf fyrirtækja sem stærstu hluthafar bankanna áttu. Þar á meðal eru danska brugghúsið Royal Unibrew, norska fjármálafyrirtækið Storebrand og finnska fyrirtækið Sampo. Eftir fall bankanna tóku vogunarsjóðirnir að fjárfesta í skuldabréfum íslensku bankanna. Bréfin fengu þeir fyrir brot af upphaflegu kaupverði hjá evrópskum kröfuhöfum. Líkt og áður hefur komið fram hefur virði skuldabréfa bankanna hækkað mikið frá í fyrra og er það í samræmi við væntingar um endurheimtur úr búum föllnu bankanna. Sem dæmi mátti kaupa skuldabréf Kaupþings með 95 prósenta afslætti í júní í sumar. Miðað við síðustu greiningu IFS Greiningar og Saga Capital má reikna með að kröfuhafar endurheimti 35 prósent af kröfum sínum. Virði skuldabréfanna helst í hendur við það og jafngildir rúmlega þrjú hundruð prósenta hækkun á fjórum mánuðum gangi allt eftir. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við vegna málsins telja ólíklegt að íslenska ríkið hafi verið í aðstöðu til að kaupa skuldabréfin í kjölfar hrunsins og hagnast á heimtum þeirra. Þá er óvíst að upphaflegir eigendur skuldabréfanna, að mestu erlendir bankar og fjármálafyrirtæki, hafi verið viljugir til að selja þau þá. jonab@frettabladid.is
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun