Fleiri fréttir

KPMG hættir störfum fyrir dótturfélag Baugs í Danmörku

Endurskoðendafyrirtækið KPMG hefur hætt störfum fyrir BG Denmark, dótturfélag Baugs þar í landi, skömmu áður en birta á ársreikninga félagsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að þetta dótturfélag geti orðið bitbein í uppgjörinu á þrotabúi Baugs.

Gullforði Seðlabankans hækkar um milljarð á árinu

Gullforði Seðlabankans hefur hækkað um milljarð kr. það sem af er árinu. Forðinn stóð í rúmum 6,6 milljörðum kr. um síðustu áramót en var kominn í rúma 7,6 milljarða kr. í lok ágúst.

Gengisspár Seðlabankans ganga illa upp

Hagfræðideild Landsbankans gerir spár Seðlabankans í ár að umtalsefni í Hagsjá sinni. Þar segir að til að spárnar gangi eftir þurfi gengi krónunnar að styrkjast um 1,8% á mánuði að meðaltali fram að áramótum.

Lífeyrissjóðir gætu tapað milljörðum

Lífeyrissjóðirnir gætu tapað tugum milljarða króna ef dómstólar úrskurða að kröfur þeirra í Straum njóti ekki forgangs. Slitastjórn Straums hefur ákveðið að vísa kröfum 30 aðila til úrskurðar hjá dómstólum.

Full veð á bak við persónulegar ábyrgðir Róberts

Straumur hefur veð í 315 hektara landssvæði í Brasilíu vegna sex milljarða persónulegra ábyrgða Róbert Wessman hjá bankanum í tengslum við landakaup hans og Björgólfs Thor Björgólfssonar á Spáni. Þetta segir Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments félags Róberts.

Aftur ágæt hækkun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 1,4% í dag og stendur í 831 stigi. Össur hf. hækkaði mest eða um 3,1% sem er þó nokkuð minna en nam hækkun félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Nú er hægt að kaupa sér vini á Facebook

Markaðsfyrirtæki í Astralíu býður nú viðskiptavinum sínum upp á þann mörguleika að kaupa sér vini á Facebook. Stjórnendur þessarar vinsælu netsíðu líta uppátækið með hornauga.

Ríkiskaup semja við Vodafone

Fulltrúar Ríkiskaupa og Vodafone hafa undirritað rammasamning um alhliða fjarskiptaþjónustu. Samningurinn tryggir opinberum stofnunum og sveitarfélögum aðgengi að sérstökum kjörum á síma- og netþjónustu, sem Ríkiskaup semja um í krafti stærðar sinnar.

Verð á þorski til eigin vinnslu hækkað um 5%

Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%.

Ísland með lökustu lífskjörin á Norðurlöndunum

Greining Íslandsbanka segir ljóst að í ár og næstu ár verður Ísland það Norðurlandanna sem býður íbúum sínum lökustu efnahagslegu lífskjörin a.m.k. samkvæmt mælingu á ákveðinni vísitölu hjá Evrópsku hagstofunni.

Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað lítil í ágúst

Inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði í ágúst voru þau minnstu í hlutfalli við heildarveltu markaðarins frá mars síðastliðnum. Bankinn varði þó 6,8 milljónum evra, jafnvirði 1,2 milljarði kr., af gjaldeyrisforðanum í þá viðleitni sína að styðja við gengi krónu í síðasta mánuði samkvæmt yfirliti yfir millibankamarkað með gjaldeyri sem birt var nýverið á heimasíðu hans.

Bankastjóri FIH: 50 danskir bankar hverfa á 2 árum

Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev.

Már: Telur að kreppunni ljúki á fyrri helming næsta árs

Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að Íslandi muni sigla út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs. Þetta kemur fram í viðtali Reuters við Má sem nú er staddur í heimsókn í BIS bankanum í Basel í Sviss þar sem hann starfaði áður.

Cadbury hafnar risatilboði frá Kraft

Breski sælgætisframleiðandinn Cadbury hefur hafnað risavöxnu yfirtilboði bandaríska matvælarisans Kraft. Kraft var tilbúið að leggja 10,2 milljarða punda eða vel yfir 2000 milljarða kr. á borðið en stjórn Cadbury sagði nei takk.

Volvo velur þjónustu Applicon

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur valið að innleiða fasteignarumsjónarkerfi í SAP með aðstoð Applicon, sem er í eigu Nýherja samstæðunnar. Um er að ræða lausn fyrir Volvo Real Estate, sem hluti af Volvo fyrirtækinu.

Fasteignafélag stofnað um byggingu háskólasjúkrahúss

Meðal þeirra hugmynda sem uppi eru um aðkomu lífeyrissjóðanna að endurreisn atvinnulífsins er að stofnað verði fasteignafélag um byggingu háskólasjúkrahússins. Yrði félagið í eigu lífeyrissjóðann og jafnvel fleiri fjárfesta.

Ráðstöfunartekjur jukust um hátt í 20% í fyrra

Ráðstöfunartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 18% í fyrra frá árinu þar á undan. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 15,1% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 2,4%.

Heildarskuldir ríkissjóðs komnar í 92% af landsframleiðslu

Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.403 milljörðum króna í lok annars ársfjórðungs eða sem nam 92% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 573 milljörðum króna á 2. ársfjórðungi 2008 eða sem svarar 39% af landsframleiðslu.

Stórt tap á Nýja Sjálandi vegna hruns íslensku bankanna

Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna.

Þriðja hvert hótel í Danmörku í gjaldþrotshættu

Þriðja hvert hótel í Danmörku er nú í hættu á að verða gjaldþrota á næstu árum. Þetta kemur fram í greiningu hjá greiðslumatsfyrirtækinu Solidietet sem fyrirtækið vann fyrir blaðið Berlingske Tidende.

Gjaldeyririnn safnast upp hjá fyrirtækjum

Innistæður íslenskra fyrirtækja í erlendum gjaldmiðlum hjá viðskiptabönkunum hafa hækkað um tugi milljarða króna frá áramótum. Það sýnir svart á hvítu að íslensk fyrirtæki forðast krónuna eins og hægt er meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hefur yfirheyrt yfir fimmtíu manns

Um 460 erindi hafa borist embætti sérstaks saksóknara og vel yfir fimmtíu manns hafa verið yfirheyrðir eða gefið skýrslu í tengslum við rannsóknir mála. Ekkert þeirra er enn komið á lokastig rannsóknar.

Ánægður með aðkomu AGS

Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunarhafi og hagfræðiprófessor segir krónuna hafa hjálpað Íslandi mikið í kreppunni. Hann er að mörgu leyti ánægður með aðkomu Aþjóðagjaldeyrssjóðnum hér á landi og lítur á Ísland sem fórnarmlamb í kreppunni sem þurfi að hjálpa. Stiglitz var gestur í Sílfri Egils á Rúv.

Seðlabankinn verður að afnema gjaldeyrishöftin

Jón Daníelsson hagfræðiprófessor segir að Ísland sé eina landið í heiminum sem beitir hagstjórnarlegum mistökum frá fimmta áratugnum og á þar við gjaldeyrishöftin. Hann segir það besta sem stjórn Seðlabanka Íslands gæti gert þegar hún mætir til vinnu í fyrramálið sé að afnema höftin sem virka ekki að hans mati. Þetta kom fram í máli Jóns í Silfri Egils á Rúv fyrir stundu.

Skulda Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á Spáni

Fasteignafélag, í eigu Róberts Wessman og Björgólfs Thors Björgólfssonar, skuldar Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni. Óvíst er hvort gengið verði að persónulegum veðum sem hlaupa á milljörðum íslenskra króna.

Sagði suma stunda viðskipti á gráum svæðum

Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka sagði í ræðu á ráðstefnu Fjármáleftirlitsins í janúar árið 2005 að eftirlitið ætti frekar að taka harðar á ákveðnum einstaklingum en að gefa út almennar yfirlýsingar um æskilega hegðun á markaði. Hann sagði að þrátt fyrir að allir væru sammála um að fylgja ætti settum reglum væru sumir á gráum svæðum, í sumum tilfellum væri það gert af ásetningi.

Norskir fjárfestar hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Hópur norskra fjárfesta, undir forystu athafnamannsins Endre Rösjö, hefur lýst yfir áhuga að setja 20 milljarða íslenskra króna í langtímafjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fjárfestar hafa sýnt Securitas áhuga

Securitas er verðmætasta eign þrotabús Fons og nokkrir hafa sýnt áhuga á að kaupa það. Kröfu Landsbankans um veð í fyrirtækinu hefur verið hafnað. Á næstu dögum ræðst hvort farið verður í almenna sölu á fyrirtækinu.

Ágæt hækkun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 2,6% í dag og var það Össur sem leiddi hækkunina. Endaði vísitalan í tæpum 820 stigum.

Ferðamannafjöldinn sló met í ágústmánuði

Nýtt met var slegið í fjölda erlendra ferðamanna í nýliðnum ágústmánuði. Alls fóru 92 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð, átta þúsund fleiri en í ágústmánuði á síðasta ári sem þá var met.

Nettur áhugi fyrir Össur hf. á fyrsta degi

Þótt umfang viðskipta með hluti í Össur hf. hafi ekki verið mikið á fyrsta degi félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn var nettur áhugi fyrir félaginu til staðar. Þetta segir í nokkuð ítarlegri frétt á börsen.dk undir fyrirsögninni: „Pæn interesse for Össur på förstedagen“.

Íslenska Gámafélagið: 200 ný störf á næstu þremur árum

Íslenska Gámafélagið áætlar að hjá því muni skapast um 200 ný störf á næstu þremur árum. Er þetta um tvöföldum á núverandi starfsmannafjölda félagsins. Íslenska Gámafélagið heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir.

Evrópuleiðtogar vilja reglur gegn risabónusum í bönkunum

Leiðtogar Evrópubandalagsins vilja setja nýjar og strangari reglur til að draga úr risabónusgreiðslum til starfsmanna bankanna innan ESB og víðar. Þau Angela Merkel kanslari Þýsklands, Nicolas Sarkozy forseti Frakkalands og Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands standa saman um alþjóðlegar aðgerðir sem eiga að minnka þessar greiðslur.

Síminn gerir rammasamning við Ríkiskaup

Ríkiskaup hafa gert rammasamning við Símann um talsíma-, farsíma- og Internetþjónustu auk gagnaflutnings. Samningurinn tók gildi 1. september og felur í sér kaup á þjónustu Símans fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að samningnum.

Víða erlendis meiri samdráttur en í íslenska hagkerfinu

Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi.

Kínverjar kaupa nú mest af lúxusvörum í London

Auðugir Kínverjar eru í auknum mæli að koma í staðinn fyrir Rússa og Araba sem mestu viðskiptavinir og lúxus- og merkjavörum í fínustu verslunarhverfum London. Það er einkum veiking pundsins gagnvart yuan sen veldur þessu kaupæði meðal Kínverjanna.

Sjá næstu 50 fréttir