Viðskipti innlent

Ráðstöfunartekjur jukust um hátt í 20% í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðstöfunartekjur jukust verulega í fyrra. Mynd/ Daníel.
Ráðstöfunartekjur jukust verulega í fyrra. Mynd/ Daníel.
Ráðstöfunartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 18% í fyrra frá árinu þar á undan. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 15,1% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 2,4%.

Heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 14,5% frá fyrra ári og heildareigna- og tilfærsluútgjöld um 9,3%. Ráðstöfunartekjur heimilanna í heild hafa þar með aukist að meðaltali um 8,9% á ári frá árinu 1994. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og aukningar mannfjölda jókst kaupmáttur á mann um tæp 82% frá árinu 1994 til 2008, eða að meðaltali um 4,4% á ári.

Þær tölur sem hér eru birtar eru frá Hagstofunni og eru þær að mestu unnar út frá skattframtölum einstaklinga. Þar af leiðir að tölur fyrir árið 2009 eru ekki tiltækar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×