Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað lítil í ágúst 7. september 2009 12:33 Inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði í ágúst voru þau minnstu í hlutfalli við heildarveltu markaðarins frá mars síðastliðnum. Bankinn varði þó 6,8 milljónum evra, jafnvirði 1,2 milljarði kr., af gjaldeyrisforðanum í þá viðleitni sína að styðja við gengi krónu í síðasta mánuði samkvæmt yfirliti yfir millibankamarkað með gjaldeyri sem birt var nýverið á heimasíðu hans. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að miðað við stærð hvers inngrips, sem jafnan felst í sölu á 250 þús. evrum til hvers viðskiptavakanna þriggja, var því um 9 inngrip að ræða í ágúst. Var það röskur fimmtungur af heildarveltu á millibankamarkaði með gjaldeyri í mánuðinum. Þessi inngrip bankans nægðu til þess að veiking krónu, sem átt hafði sér stað á seinni hluta ágústmánaðar, gekk til baka rétt fyrir mánaðamótin. Það er hins vegar áhyggjuefni að afskipti Seðlabankans skyldi þurfa til að krónan héldi sjó í síðasta mánuði, þegar afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði var væntanlega með mesta móti og vaxtagreiðslur til erlendra aðila í lágmarki. Alls hefur Seðlabankinn selt ríflega 67 milljónir evra, jafnvirði 11,4 milljarða kr., á gjaldeyrismarkaði það sem af er árinu. Bankinn hefur þó enn sem komið er úr nógu að moða til frekari inngripa á gjaldeyrismarkaði. Í ágústlok var skammtíma gjaldeyrisstaða nettó hjá Seðlabankanum189 milljarða kr., jafngildi 1.053 milljóna evra., samkvæmt nýbirtu efnahagsyfirliti bankans. Gjaldeyrisforði brúttó var þó meira en tvöfalt meiri, en hann nam 432 milljörðum kr. (2.407 milljónir evra) um síðustu mánaðamót. Auk þess hefur bankinn enn aðgang að lánalínum við norræna starfsbræður sína, sem aðeins var dregið á að hluta í fyrrahaust. Síðast en ekki síst mun vopnabúr hans enn stækka þegar næsti hluti láns AGS, ásamt fjórðungi af lánum nágrannalanda til Íslands sem um var samið á vordögum, verður afgreiddur, en það veltur á samþykkt AGS á fyrstu endurskoðun aðgerðaráætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Hluti heildarforðans er þó vart tiltækur til aðgerða á borð við inngrip þar sem á móti honum standa skammtímaskuldir á borð við gjaldeyrisreikninga innlánsstofnana hjá Seðlabanka og aðrar erlendar skuldir til skamms tíma. Einnig verður að hafa í huga að áformað var að Seðlabankinn legði til gjaldeyri til greiðslu á 150 milljónum evra erlendu láni ríkissjóðs nú í haust, auk þess sem hann hefur skuldbundið sig til að láta Landsvirkjun í té allt að 300 milljónir dollara gegn krónum eða skuldabréfum ef þess verður þörf á næstu tveimur árum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði í ágúst voru þau minnstu í hlutfalli við heildarveltu markaðarins frá mars síðastliðnum. Bankinn varði þó 6,8 milljónum evra, jafnvirði 1,2 milljarði kr., af gjaldeyrisforðanum í þá viðleitni sína að styðja við gengi krónu í síðasta mánuði samkvæmt yfirliti yfir millibankamarkað með gjaldeyri sem birt var nýverið á heimasíðu hans. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að miðað við stærð hvers inngrips, sem jafnan felst í sölu á 250 þús. evrum til hvers viðskiptavakanna þriggja, var því um 9 inngrip að ræða í ágúst. Var það röskur fimmtungur af heildarveltu á millibankamarkaði með gjaldeyri í mánuðinum. Þessi inngrip bankans nægðu til þess að veiking krónu, sem átt hafði sér stað á seinni hluta ágústmánaðar, gekk til baka rétt fyrir mánaðamótin. Það er hins vegar áhyggjuefni að afskipti Seðlabankans skyldi þurfa til að krónan héldi sjó í síðasta mánuði, þegar afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði var væntanlega með mesta móti og vaxtagreiðslur til erlendra aðila í lágmarki. Alls hefur Seðlabankinn selt ríflega 67 milljónir evra, jafnvirði 11,4 milljarða kr., á gjaldeyrismarkaði það sem af er árinu. Bankinn hefur þó enn sem komið er úr nógu að moða til frekari inngripa á gjaldeyrismarkaði. Í ágústlok var skammtíma gjaldeyrisstaða nettó hjá Seðlabankanum189 milljarða kr., jafngildi 1.053 milljóna evra., samkvæmt nýbirtu efnahagsyfirliti bankans. Gjaldeyrisforði brúttó var þó meira en tvöfalt meiri, en hann nam 432 milljörðum kr. (2.407 milljónir evra) um síðustu mánaðamót. Auk þess hefur bankinn enn aðgang að lánalínum við norræna starfsbræður sína, sem aðeins var dregið á að hluta í fyrrahaust. Síðast en ekki síst mun vopnabúr hans enn stækka þegar næsti hluti láns AGS, ásamt fjórðungi af lánum nágrannalanda til Íslands sem um var samið á vordögum, verður afgreiddur, en það veltur á samþykkt AGS á fyrstu endurskoðun aðgerðaráætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Hluti heildarforðans er þó vart tiltækur til aðgerða á borð við inngrip þar sem á móti honum standa skammtímaskuldir á borð við gjaldeyrisreikninga innlánsstofnana hjá Seðlabanka og aðrar erlendar skuldir til skamms tíma. Einnig verður að hafa í huga að áformað var að Seðlabankinn legði til gjaldeyri til greiðslu á 150 milljónum evra erlendu láni ríkissjóðs nú í haust, auk þess sem hann hefur skuldbundið sig til að láta Landsvirkjun í té allt að 300 milljónir dollara gegn krónum eða skuldabréfum ef þess verður þörf á næstu tveimur árum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira