Viðskipti innlent

Aftur ágæt hækkun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 1,4% í dag og stendur í 831 stigi. Össur hf. hækkaði mest eða um 3,1% sem er þó nokkuð minna en nam hækkun félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

 

Önnur félög sem hækkuðu voru Bakkavör um 2,9%, Föroya Banki um 2,2% og Marel um 0,7%.

 

Skuldabréfaveltan nam 10,9 milljörðum sem er nokkuð minna en hún hefur verið daglega að undanförnu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×