Viðskipti innlent

Ríkiskaup semja við Vodafone

Á myndinni handsala Jóhann Másson, forstöðumaður hjá Vodafone, og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, nýja samninginn að viðstöddum Ragnari Davíðssyni, verkefnastjóra hjá Ríkiskaupum.
Á myndinni handsala Jóhann Másson, forstöðumaður hjá Vodafone, og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, nýja samninginn að viðstöddum Ragnari Davíðssyni, verkefnastjóra hjá Ríkiskaupum.

Fulltrúar Ríkiskaupa og Vodafone hafa undirritað rammasamning um alhliða fjarskiptaþjónustu. Samningurinn tryggir opinberum stofnunum og sveitarfélögum aðgengi að sérstökum kjörum á síma- og netþjónustu, sem Ríkiskaup semja um í krafti stærðar sinnar.

 

Í tilkyningu segir að fyrir milligöngu Ríkiskaupa er þannig tryggt, að stofnanir geta sparað verulega með einföldum hætti og hagrætt í sínum rekstri. Samningurinn nær til talsímaþjónustu, farsímaþjónustu, internetþjónustu og gagnaflutninga.

 

Nýi rammasamningurinn tók gildi þann 1. september, en hann leysti af hólmi eldri samning milli Ríkiskaupa og Vodafone.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×