Fleiri fréttir

Þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Marteinn M. Guðgeirsson skrifar

Undanfarin ár hafa margir lagt orð í belg varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Almennt skiptist fólk í tvær fylkingar, önnur fylkingin vill hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er en hin vill láta flytja hann „eitthvert annað“, s.s. á Hólmsheiði, Álftanes eða til Keflavíkur. Fólk er greinilega ekki sammála, það er bara fínt og skapar líflegar umræður.

Á hækjum flóttans

Þorvaldur Þorvaldsson skrifar

Þriðjudaginn 19. febrúar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þröst Ólafsson undir yfirskriftinni „Á vængjum óttans“. Þar heldur hann því fram á óvenju ósvífinn hátt að andstaðan við aðild að Evrópusambandinu byggist á tilfinningum og trúarsetningum en skynsemisrök mæli með aðild. Hann gerir ekki tilraun til að rökstyðja þetta álit á neinn hátt heldur spinnur út frá því eins og það sé sjálfgefið. Þar með er hann búinn að gera sína skoðun að trúarsetningu og það er aðeins ein af mörgum þversögnum í greininni.

Stærsta sjávarútvegshöfnin

Hjálmar Sveinsson skrifar

Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og áratugi eins og borgarbúar vita. Höfnin var upphaflega gerð á árunum 1912 til 1917. Þá voru garðarnir tveir lagðir, Ingólfsgarður og Norðurgarður, sem mynda mynni hafnarinnar með fallegu gulu vitunum hvorum á sínum enda.

Stúdentar auglýsa eftir norrænu velferðinni

Davíð Ingi Magnússon skrifar

Þegar þetta er skrifað eru þúsund stúdentar á biðlista eftir íbúð á Stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta. Það er mikið í fámennu samfélagi og fleiri en íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar og Bolungarvíkur svo örfá dæmi séu tekin.

Að trúa á netið

Ögmundur Jónasson skrifar

Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur.

Öruggt dreifikerfi – líka á Suðurnesjum

Þórður Guðmundsson skrifar

Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi.

Sofið á verðinum í áfengismálum

Árni Gunnlaugsson skrifar

Fyrir jólin birtust á heilsíðum blaða kynningar á jólabjór og léttvínum, sem að mínum dómi eru dulbúnar áfengisauglýsingar, en þær eru bannaðar lögum samkvæmt. Slíkur áróður hlýtur að laða fólk til drykkjuskapar og auka áfengisvandann. Það er því aldrei nógsamlega varað við þeim hættum og margvíslegu tjóni, sem áfengi og önnur vímuefni valda. Tilgangur með skrifum þessum er að vekja athygli á nauðsyn baráttu gegn áfengisbölinu og hvetja til aukinnar bindindissemi.

Er lítið mál að lofa of miklu?

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Í fyrri grein minni um sama efni ræddi ég um þann vanda sem niðurfærsla á lánum Íbúðalánasjóðs um 20% mun hafa í för með sér fyrir lífeyrissjóði og lífeyrisþega.

Barnasáttmálinn

Björgvin G. Sigurðsson skrifar

Lögfesting Alþingis á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var með mikilvægari lagagjörð þingsins um langt skeið. Tuttugu ára baráttu fyrir lögfestingu Barnasáttmálans er nú lokið. Fyrir vikið batnar réttarstaða barna á Íslandi umtalsvert.

„Út úr skápnum“

Jón Bjarnason skrifar

„Á sama tíma kom VG út úr skápnum sem einhvers konar krataflokkur með áherslur á kvenfrelsi og umhverfismál. Það er ekki að sjá á samþykktri stjórnmálaályktun flokksins að hann sé róttækur vinstri flokkur, sem er samt sú skilgreining sem margir flokksmenn hans vilja kenna sig við.“

Sársauki – ekkert til að tala um

Silja Ástþórsdóttir skrifar

Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).

Laxeldi í sjó eða á landi

Orri Vigfússon skrifar

Hugmyndir um laxeldi í Ísafjarðardjúpi og á Austfjörðum hafa enn skotið upp kollinum. Eðlilegt er að Íslendingar séu vakandi fyrir nýjum atvinnutækifærum en sú starfsemi má ekki bitna á náttúrunni.

Fræðsla barna er ekki málið

Sæunn Kjartansdóttir skrifar

Hugmyndin um að fræðsla geti varið börn fyrir kynferðisbrotamönnum er orðin býsna viðurkennd. Hún gengur út á að upplýsa börn frá unga aldri um rétt sinn til að setja mörk svo að þau geti betur staðið gegn kynferðislegri misnotkun. Hljómar vel, ekki satt?

Tími Katrínar er kominn

Þorvaldur Örn Árnason skrifar

Ég hef fylgst með Katrínu Jakobsdóttur frá því hún var stálpuð stelpa í Ungum vinstri grænum og séð hana vaxa og þroskast sem stjórnmálamann. Mér finnst það ekki lítið afrek að sigla mennta- og menningarmálaráðuneytinu gegnum hrunið nánast átakalaust. Það er þó ekki vegna þess að hún hafi setið aðgerðalaus, það hefur margt gerst tengt hennar ráðuneyti og mikið mætt á því. Henni hefur tekist að sameina fólk til góðra verka við afar erfiðar aðstæður.

Samstaða um að verja íslenska hagsmuni

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft.

Kosning formanns hjúkrunarfræðinga

Sigrún Gunnarsdóttir skrifar

Næstu daga fer fram kosning til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Svo skemmtilega vill til að nú bjóða sig fram fleiri frambjóðendur en áður hefur gerst. Val hjúkrunarfræðinga er mikilvægt, bæði fyrir stéttina sjálfa og sömuleiðis fyrir fjölmarga sem vinna með hjúkrunarfræðingum á vettvangi stjórnsýslu og velferðarþjónustu og ekki síst á vettvangi stéttar- og fagfélaga. Fram undan eru tímar uppbyggingar sem reyna á farsæla leiðtoga sem hafa yfirsýn og skarpa sýn á aðalatriðin.

Sókn næsta kjörtímabils

Magnús Orri Schram skrifar

Hrunið skildi við ríkissjóð í 220 milljarða halla. Á fjórum árum hefur tekist að stöðva hallareksturinn, ríkissjóður er kominn í jafnvægi og nú er kominn grundvöllur viðspyrnu. En hvernig skal sækja fram?

Er lítið mál að lofa of miklu?

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Sumir frambjóðendur, jafnvel úr "mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með "sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!

Opnum augun

Dögg Mósesdóttir skrifar

Wift (Women in film and television) á Íslandi stóð fyrir gjörningi á Eddunni um síðustu helgi þar sem konur í kvikmyndagerð mættu í jakkafötum. Tilgangur gjörningsins var ekki að gagnrýna úthlutanir kvikmyndasjóðs heldur að vekja athygli á hversu einsleitt samfélagið er þegar aðeins sögur karla eru sagðar og sýn karla ein metin vænleg til framleiðslu.

Lækningar og golf – er munur?

Um þessar mundir berast fréttir af því að fjöldi unglækna á Landspítala hafi sagt upp og að enn fleiri þeirra íhugi uppsagnir á næstu vikum. Bæklunardeild verður alveg án deildarlækna frá og með næstu mánaðamótum ef heldur fram sem horfir og fleiri deildir finna fyrir sárum skorti.

Fríverslun við Asíuríki í sjónmáli

Jón Ágúst Þorsteinsson skrifar

Í framsögu fyrir skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi nýlega ræddi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um fríverslunarsamninga við ríki í Asíu. Í máli hans kom fram að fríverslunarsamningur við Kína bíður nú undirritunar, en Ísland sé einnig langt komið með slíkan samning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam.

Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona – hættum að bíða endalaust eftir hrósinu!

Margrét Lilja Gunnarsdóttir skrifar

Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um jafnrétti og stöðu kynjanna. Þetta stendur mér sérlega nærri nú, þar sem ég stefni á útskrift í vor og er að leita mér að vinnu. Maðurinn minn er að útskrifast úr sama fagi og er því einnig í atvinnuleit. Við erum bæði tiltölulega ung, ég er rétt að verða 24 ára og hann 26 ára. Við eigum 2 börn og erum að ljúka 5 ára lögfræðinámi. Við ættum því bæði að vera í sömu stöðu, en það sorglega er að hann hefur fengið áberandi fleiri jákvæð svör við atvinnufyrirspurnum en ég.

Inneignarnóta innanlands

Pawel Bartoszek skrifar

Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson.

Fer Landsnet að eigin tillögum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar.

Mistök Sjálfstæðisflokks

Össur Skarphéðinsson skrifar

Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008.

Neyðarlínan 112 fyrir börn í vanda

Geir Gunnlaugsson skrifar

Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni.

Eyðilegging kvótans

Ólafur Örn Jónsson skrifar

Mikil eyðilegging kvótans er búin að vera frá upphafi og ekki skrítið að margir útgerðarmenn trúðu því ekki að þessari endaleysu yrði haldið áfram og tóku þess vegna ekki þátt í að sölsa til sín kvóta. En þeir, ekki frekar en þjóðin, skildu ekki hvernig svikamyllu banka og nokkurra útgerða var háttað. Hvernig lánuð voru út á væntanleg veð í kvótunum lán sem stóðu jafnvel seljandanum ekki til boða.

Ungt fólk og lífeyrismál

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Framfærsla í ellinni er sennilega ekki efst í huga ungs fólks sem leggur út á vinnumarkaðinn, stofnar fjölskyldu og kemur sér fyrir á eigin spýtur. Á námsárunum snýst lífið um að komast áfram milli anna, sinna félagslífinu og hafa í sig og á. Síðan taka oftast við ár þar sem markmiðið er að komast milli mánaða, ná endum saman og skutlast milli staða með sjálfan sig og aðra. Þannig geta liðið nokkur ár áður en ljóst verður að leiðin liggur sífellt nær miðaldra tilveru hins ráðsetta.

Krónan ekki 5 aura virði

Hjálmtýr Guðmundsson skrifar

Árin 2006 kostaði góður jeppi um 5 milljónir íslenskra króna. Sama ár hafði Jón Jónsson um 5 milljónir í árslaun, þ.e. virði eins jeppa.

Hagkerfi í ógöngum

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir skrifar

Vaxtakostnaður Íslendinga vegna íslensku krónunnar er óásættanlegur. Mat Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs Íslands á fjármagnskostnaði vegna íslensku krónunnar er 4%-4,5% að meðaltali á ári til langs tíma. Það eru þeir vextir sem Íslendingar greiða, svokallað Íslandsálag, umfram evrulöndin, Bandaríkin o.fl. lönd vegna verðbólgu, verðtryggingar og óstöðugleika sem rekja má til krónunnar vegna smæðar hennar.

Enn frekari misskilningur

Gylfi Magnússon skrifar

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir birti enn eina greinina um sama efnið, meintan misskilning minn á ýmsum málum, í Fréttablaðinu 19. febrúar. Helsta nýmælið er að hann kemst nú að þeirri niðurstöðu að ég skilji ekki grunnatriði fjármála.

Skapandi stofnanir

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu.

„Góðan daginn“

Sindri Már Hannesson skrifar

Ég geng inn í verslunina í mínu mesta sakleysi rétt fyrir hádegi á þriðjudegi, sötra úr kaffimálinu og nýt þess að skoða mig um í rólegheitum á undan öllum öðrum. Þessi frídagur fer sko heldur betur í rólegheit.

Afnám stimpilgjalda núna

Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingar á lögum um stimpilgjald nr. 36/1978 og er undirrituð fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Cameron fer íslensku leiðina

Bolli Héðinsson skrifar

David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd.

Atvinna eykst í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson skrifar

Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010.

Fátækragildra aldraðra

Jóhanna Axelsdóttir skrifar

Ég er ein af þeim sem ekki er hrifin af kerfinu sem hefur verið til margra ára hjá Tryggingastofnun, um leið og ég kom þangað inn á 69. aldursári spenntist upp fátækragildra. Það er afskaplega áríðandi að þessu kerfi verði breytt, til hagsbóta fyrir notendur.

Blikur á lofti?

Valdimar Ármann skrifar

Undanfarin misseri hefur efnahagsbatinn hérlendis vakið alþjóðlega athygli og svo virtist sem landið væri tekið að rísa mun hraðar en hjá öðrum vestrænum ríkjum. En af nýjustu hagtölum að dæma virðist sem aflvélin sé farin að hiksta og staðan virðist vera þrengri en ætlað var. Fljótt á litið er mesta áhyggjuefnið hversu lítil fjárfesting hefur átt sér stað í atvinnuvegum landsins og engra stórra breytinga virðist vera að vænta á því í bráð. Þvert á móti virðist sem fjárfesting sé aftur tekin að dala samkvæmt hagspá

Hjartabrauð gefur hjartaauð

Stjórn Hjartaverndar skrifar

Rannsóknir Hjartaverndar sýna að forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum skila árangri. Upp úr 1960 dró úr lífslíkum karla og kvenna á Íslandi. Aðalástæðan fyrir því var ótímabær dauðsföll vegna kransæðastíflu.

Kerfisvillan fundin hjá Gylfa

Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Ég hef í tvígang ritað um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar og tiltekið sex atriði sérstaklega í þeim efnum. Ég ákvað að skrifa um villur Gylfa því ég hef um margra ára skeið barist gegn því að íslensk stjórnvöld hneppi íslenskan almenning í skuldaánauð.

Ólögleg verðtrygging

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Að vísitölutengja höfuðstól lána brýtur í bága við neytendalöggjöf og MiFID-reglur Evrópusambandsins, segir hver sérfræðingurinn á fætur öðrum. Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur rannsakað verðtrygginguna um nokkurt skeið og hún segir ótækt að lántakandi viti ekki nákvæmlega hverjar fjárhagslegar skuldbindingar hans séu en það hljótist af því að vísitölutengja höfuðstól láns. Hún sagði í Silfri Egils á dögunum: „Sú hugmynd að hafa höfuðstól lánsins óljósan eins og X eða spurningarmerki er skýlaust brot á löggjöf ESB.“

Á að hjakka í sama farinu áfram?

Ragnar Halldór Hall skrifar

Vorið 1967 lauk ég verslunarprófi frá VÍ og fór að starfa hjá innflutningsfyrirtæki. Sölugengi Bandaríkjadollara var þá 43 krónur. Breytingar á gengi krónunnar voru alltíðar og ekki alltaf tekin stutt skref í þeim efnum. Íslendingar sem fóru til útlanda máttu kaupa 100 sterlingspund í erlendum gjaldeyri – ef þeir þurftu meira urðu menn að kaupa hann á svörtum markaði. Ég fór aftur í skóla haustið 1968. Sölugengi dollara var þá komið í 88 krónur – hafði meira en tvöfaldast á rúmlega einu ári. Hér er að sjálfsögðu átt við „gamlar“ krónur.

Netsíur leysa engan vanda

Bjarni Rúnar Einarsson skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega nefnd til að kanna, meðal annars, hvernig hægt væri að takast á við dreifingu ólögmæts efnis um Internetið. Að sögn nefndarinnar kemur til greina að hreinsun verði framkvæmd með svokölluðum netsíum, en það er búnaður sem getur hlerað Netið og gripið inn í þegar reynt er að nálgast efni sem stjórnvöld hafa sett á bannlista.

Sjá næstu 50 greinar