Skoðun

Verri fram­koma en hjá Trump

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Til stendur af hálfu Evrópusambandsins að leggja verndartolla á Ísland, Noreg og Liechtenstein þvert á EES-samninginn sem ríkin eiga aðild að ásamt ríkjum sambandsins. Hefur ríkjunum samkvæmt fréttum verið tilkynnt um þetta. Forystumenn Evrópusambandsins gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega fyrir að leggja verndartolla á vinaþjóðir og brjóta með því gegn viðskiptasamningum við þau en hafa nú í hyggju að standa í raun enn verr að málum.

Með fyrirhuguðum tollum hyggst Evrópusambandsins þannig bregðast við verndartollum Trumps þrátt fyrir að Ísland, Noregur og Liechtenstein beri enga sök í þeim efnum og hafi þvert á móti einnig orðið fyrir barðinu á bandarískum tollum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa til þessa lagt tolla með beinum hætti á þau ríki sem þau telja sig eiga viðskiptalega sökótt við en ekki ríki sem eiga þar ekki hlut að máli. Til stendur þannig að ganga enn lengra af sambandinu gegn ríkjunum þremur.

Forystumenn í Noregi eru æfir yfir áformum Evrópusambandsins en engin gagnrýni hefur heyrzt frá hérlendum ráðamönnum í þeim efnum þrátt fyrir stór orð sömu aðila um tolla Trumps. Málið komst ekki í umræðuna hér á landi fyrr en eftir að fjallað hafði verið um það í norskum fjölmiðlum þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hefðu vitað af því. Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis fréttu fyrst af því í þeim. Öllu skiptir ljóslega hvort um sé að ræða Evrópusambandið eða Bandaríkin.

Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×