Ólögleg verðtrygging Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Að vísitölutengja höfuðstól lána brýtur í bága við neytendalöggjöf og MiFID-reglur Evrópusambandsins, segir hver sérfræðingurinn á fætur öðrum. Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur rannsakað verðtrygginguna um nokkurt skeið og hún segir ótækt að lántakandi viti ekki nákvæmlega hverjar fjárhagslegar skuldbindingar hans séu en það hljótist af því að vísitölutengja höfuðstól láns. Hún sagði í Silfri Egils á dögunum: „Sú hugmynd að hafa höfuðstól lánsins óljósan eins og X eða spurningarmerki er skýlaust brot á löggjöf ESB.“ Elvira skrifaði eftirlitsnefnd EFTA og framkvæmdastjórn ESB bréf í kjölfar rannsóknar sinnar og spurði hvort löggjafarvaldinu á Íslandi væri heimilt að fara þessa leið í lánamálum með tilliti til Evrópuréttar. Ekki stóð á svarinu. Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að sé heildarkostnaður við lántöku ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins. Ef sú er niðurstaðan hefur það víðtæk áhrif á efnahagslífið og fjölskyldurnar í landinu. Telur Elvira að með þessu svari framkvæmdastjórnar ESB standi Íslendingar hugsanlega frammi fyrir sambærilegum aðstæðum og í tveimur öðrum málum sem fóru fyrir Evrópudómstólinn. Kæmi það á daginn gæti það haft í för með sér að fella bæri niður allan kostnað af verðtryggðum neyslulánum, þ.m.t. húsnæðislánum sem uppfylltu ekki skilyrði laganna. XG – Hægri grænir, flokkur fólksins var fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem vakti athygli á hugsanlegu ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána og hér er lausnin: Við setjum neyðarlög fyrir heimilin og gerum kynslóðasátt. Með neyðarlögunum verður öllum verðtryggðum húsnæðislánum skuldbreytt og þau lækkuð um allt að 45% (fer eftir því hvenær þau eru tekin). Gömlu verðtryggðu húsnæðislánunum verður breytt í ný óverðtryggð húsnæðislán og greiðslutími þeirra lengdur í allt að 75 ár (þú átt valið). Þetta er auðveldlega hægt að gera með því að búa til sérstakan sjóð í Seðlabankanum með sértækri aðgerð Seðlabankans. Í framhaldinu yrði verðtrygging afnumin á öllum neyslulánum, öllum nauðungaruppboðum hjá sýslumönnum frestað á meðan verið er að lagfæra ástandið. Uppgreiðslugjöld banka og lífeyrissjóða og stimpilgjald á þessum eignatilfærslum yrðu felld niður. Þetta er markaðsaðgerð sem er kölluð magnbundin íhlutun og hefur m.a. bjargað bandaríska húsnæðislánakerfinu og kostar okkur skattgreiðendur ekki krónu. Meira á www.XG.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að vísitölutengja höfuðstól lána brýtur í bága við neytendalöggjöf og MiFID-reglur Evrópusambandsins, segir hver sérfræðingurinn á fætur öðrum. Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur rannsakað verðtrygginguna um nokkurt skeið og hún segir ótækt að lántakandi viti ekki nákvæmlega hverjar fjárhagslegar skuldbindingar hans séu en það hljótist af því að vísitölutengja höfuðstól láns. Hún sagði í Silfri Egils á dögunum: „Sú hugmynd að hafa höfuðstól lánsins óljósan eins og X eða spurningarmerki er skýlaust brot á löggjöf ESB.“ Elvira skrifaði eftirlitsnefnd EFTA og framkvæmdastjórn ESB bréf í kjölfar rannsóknar sinnar og spurði hvort löggjafarvaldinu á Íslandi væri heimilt að fara þessa leið í lánamálum með tilliti til Evrópuréttar. Ekki stóð á svarinu. Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að sé heildarkostnaður við lántöku ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins. Ef sú er niðurstaðan hefur það víðtæk áhrif á efnahagslífið og fjölskyldurnar í landinu. Telur Elvira að með þessu svari framkvæmdastjórnar ESB standi Íslendingar hugsanlega frammi fyrir sambærilegum aðstæðum og í tveimur öðrum málum sem fóru fyrir Evrópudómstólinn. Kæmi það á daginn gæti það haft í för með sér að fella bæri niður allan kostnað af verðtryggðum neyslulánum, þ.m.t. húsnæðislánum sem uppfylltu ekki skilyrði laganna. XG – Hægri grænir, flokkur fólksins var fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem vakti athygli á hugsanlegu ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána og hér er lausnin: Við setjum neyðarlög fyrir heimilin og gerum kynslóðasátt. Með neyðarlögunum verður öllum verðtryggðum húsnæðislánum skuldbreytt og þau lækkuð um allt að 45% (fer eftir því hvenær þau eru tekin). Gömlu verðtryggðu húsnæðislánunum verður breytt í ný óverðtryggð húsnæðislán og greiðslutími þeirra lengdur í allt að 75 ár (þú átt valið). Þetta er auðveldlega hægt að gera með því að búa til sérstakan sjóð í Seðlabankanum með sértækri aðgerð Seðlabankans. Í framhaldinu yrði verðtrygging afnumin á öllum neyslulánum, öllum nauðungaruppboðum hjá sýslumönnum frestað á meðan verið er að lagfæra ástandið. Uppgreiðslugjöld banka og lífeyrissjóða og stimpilgjald á þessum eignatilfærslum yrðu felld niður. Þetta er markaðsaðgerð sem er kölluð magnbundin íhlutun og hefur m.a. bjargað bandaríska húsnæðislánakerfinu og kostar okkur skattgreiðendur ekki krónu. Meira á www.XG.is.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar