Netsíur leysa engan vanda Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega nefnd til að kanna, meðal annars, hvernig hægt væri að takast á við dreifingu ólögmæts efnis um Internetið. Að sögn nefndarinnar kemur til greina að hreinsun verði framkvæmd með svokölluðum netsíum, en það er búnaður sem getur hlerað Netið og gripið inn í þegar reynt er að nálgast efni sem stjórnvöld hafa sett á bannlista. Þessar hugmyndir njóta stuðnings úr ýmsum áttum, enda geta undirheimar Netsins verið ansi ógeðfelldir. Það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkið stígi fram og kanni hvað sé hægt að gera til að stemma stigu við því ofbeldi sem þar þrífst. Hins vegar er það samdóma álit tæknimanna og netverja, hérlendis og erlendis, að netsíur séu hvorki hentug né boðleg lausn við þessum vanda. Ég leyfi mér að fullyrða að nánast einu tæknimenn sem mæla netsíum bót séu þeir sem smíði eða selji slíkan búnað. Hörð andstaða tæknigeirans stafar af ýmsu. Netsíutæknin felur í sér aukinn kostnað og rýrir áreiðanleika Internetsins. Tæknin er ónákvæm og síur hindra alltaf eðlileg samskipti fólks. Bannlistarnir sem síurnar vinna eftir eru vandsmíðaðir og vandmeðfarnir og úreldast fljótt. Loks verður ekki horft framhjá því að netsíur eru í raun mjög gerræðisleg eftirlitstæki: Þetta er sama tækni og harðstjórar um allan heim nota til að hlera, ritskoða og kúga þegna sína.Til góðs eða ills Þar liggur hundurinn grafinn. Ritskoðun Netsins helst gjarnan í hendur við önnur mannréttindabrot og því hafa margir færustu tölvunarfræðingar heims gert það að ævistarfi sínu að berjast gegn netsíum. Þeir vilja tryggja samskipti fólksins sem berst fyrir bættum mannréttindum í Kína, Íran og öðrum löndum þar sem afskipti ríkisins af Netinu eru óeðlilega mikil, en eins konar vopnakapphlaup skapaðist í þessum geira og hefur nú staðið yfir í mörg ár. Afraksturinn er mikið úrval af frjálsum hugbúnaði sem allir geta notað, forrit sem renna í gegnum netsíur eins og hnífar gegnum smjör. Eins og önnur verkfæri má nota þann hugbúnað hvort sem er til góðs eða ills. Í þætti sínum Málinu, þar sem fjallað var um barnaníð, minntist Sölvi Tryggvason á eitt slíkt forrit, „Tor-vafrann“. Rannsóknir Sölva leiddu í ljós að níðingarnir á Netinu nota þennan vafra og hafa þar með fært sig inn á þau svæði Netsins sem netsíurnar ná ekki til. Þeir sem ætla að sækja sér efni finna nefnilega alltaf leið til þess. Ef sett verður sía á annað klám, þá færist klámið og neytendur þess með. Ef reynt verður að hindra niðurhal afþreyingarefnis, eins og kom til tals á síðasta málþingi SAFT, þá færa sig líklega allir Íslendingar undir þrítugu. Netverjar vita af fenginni reynslu að netsían er dæmd til að mistakast. Hún leysir engan vanda, en er kostnaðarsöm aðferð til þess eins að sópa soranum undir teppið. Meðan svo er sjá tæknimenn, Píratar, Félag um stafrænt frelsi og í raun allir sem er annt um Netið enga réttlætingu fyrir að taka á okkur aukinn kostnað, þjónustuskerðingu og gróft inngrip inn í friðhelgi einkalífs okkar og samskipta. Ég skora því á Ögmund og nefndina að skemma ekki Internetið, heldur leita annarra leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega nefnd til að kanna, meðal annars, hvernig hægt væri að takast á við dreifingu ólögmæts efnis um Internetið. Að sögn nefndarinnar kemur til greina að hreinsun verði framkvæmd með svokölluðum netsíum, en það er búnaður sem getur hlerað Netið og gripið inn í þegar reynt er að nálgast efni sem stjórnvöld hafa sett á bannlista. Þessar hugmyndir njóta stuðnings úr ýmsum áttum, enda geta undirheimar Netsins verið ansi ógeðfelldir. Það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkið stígi fram og kanni hvað sé hægt að gera til að stemma stigu við því ofbeldi sem þar þrífst. Hins vegar er það samdóma álit tæknimanna og netverja, hérlendis og erlendis, að netsíur séu hvorki hentug né boðleg lausn við þessum vanda. Ég leyfi mér að fullyrða að nánast einu tæknimenn sem mæla netsíum bót séu þeir sem smíði eða selji slíkan búnað. Hörð andstaða tæknigeirans stafar af ýmsu. Netsíutæknin felur í sér aukinn kostnað og rýrir áreiðanleika Internetsins. Tæknin er ónákvæm og síur hindra alltaf eðlileg samskipti fólks. Bannlistarnir sem síurnar vinna eftir eru vandsmíðaðir og vandmeðfarnir og úreldast fljótt. Loks verður ekki horft framhjá því að netsíur eru í raun mjög gerræðisleg eftirlitstæki: Þetta er sama tækni og harðstjórar um allan heim nota til að hlera, ritskoða og kúga þegna sína.Til góðs eða ills Þar liggur hundurinn grafinn. Ritskoðun Netsins helst gjarnan í hendur við önnur mannréttindabrot og því hafa margir færustu tölvunarfræðingar heims gert það að ævistarfi sínu að berjast gegn netsíum. Þeir vilja tryggja samskipti fólksins sem berst fyrir bættum mannréttindum í Kína, Íran og öðrum löndum þar sem afskipti ríkisins af Netinu eru óeðlilega mikil, en eins konar vopnakapphlaup skapaðist í þessum geira og hefur nú staðið yfir í mörg ár. Afraksturinn er mikið úrval af frjálsum hugbúnaði sem allir geta notað, forrit sem renna í gegnum netsíur eins og hnífar gegnum smjör. Eins og önnur verkfæri má nota þann hugbúnað hvort sem er til góðs eða ills. Í þætti sínum Málinu, þar sem fjallað var um barnaníð, minntist Sölvi Tryggvason á eitt slíkt forrit, „Tor-vafrann“. Rannsóknir Sölva leiddu í ljós að níðingarnir á Netinu nota þennan vafra og hafa þar með fært sig inn á þau svæði Netsins sem netsíurnar ná ekki til. Þeir sem ætla að sækja sér efni finna nefnilega alltaf leið til þess. Ef sett verður sía á annað klám, þá færist klámið og neytendur þess með. Ef reynt verður að hindra niðurhal afþreyingarefnis, eins og kom til tals á síðasta málþingi SAFT, þá færa sig líklega allir Íslendingar undir þrítugu. Netverjar vita af fenginni reynslu að netsían er dæmd til að mistakast. Hún leysir engan vanda, en er kostnaðarsöm aðferð til þess eins að sópa soranum undir teppið. Meðan svo er sjá tæknimenn, Píratar, Félag um stafrænt frelsi og í raun allir sem er annt um Netið enga réttlætingu fyrir að taka á okkur aukinn kostnað, þjónustuskerðingu og gróft inngrip inn í friðhelgi einkalífs okkar og samskipta. Ég skora því á Ögmund og nefndina að skemma ekki Internetið, heldur leita annarra leiða.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar