Að trúa á netið Ögmundur Jónasson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi. Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum. Jafnvel þótt um sé að ræða yfirgengilegra ofbeldi en við höfum flest getað hugsað okkur að sé framleitt sem afþreyingar- og skemmtiefni, virðist þetta fólk verða máttlaust í hnjánum þegar netið er annars vegar. Vissulega erum við enn í frumbernsku tölvutækninnar og er svo að sjá að margir hreinlega lamist frammi fyrir undrum hennar í lotningu sinni líkt og um æðri máttarvöld sé að ræða. En þeim væri hollt að hugsa til þess að eitt er miðill og annað er innihald. Miðillinn má aldrei taka af okkur völdin. Ekki fremur en við viljum láta stjórnast af bókstafstrú eða kreddu. Gildir þá einu hvort um er að ræða netið, eða hreinkenningu últrafrjálshyggjunnar, afskiptaleysisstefnu, sem mér finnst reyndar skrif þeirra Birgittu og Smára vera í ætt við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi. Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum. Jafnvel þótt um sé að ræða yfirgengilegra ofbeldi en við höfum flest getað hugsað okkur að sé framleitt sem afþreyingar- og skemmtiefni, virðist þetta fólk verða máttlaust í hnjánum þegar netið er annars vegar. Vissulega erum við enn í frumbernsku tölvutækninnar og er svo að sjá að margir hreinlega lamist frammi fyrir undrum hennar í lotningu sinni líkt og um æðri máttarvöld sé að ræða. En þeim væri hollt að hugsa til þess að eitt er miðill og annað er innihald. Miðillinn má aldrei taka af okkur völdin. Ekki fremur en við viljum láta stjórnast af bókstafstrú eða kreddu. Gildir þá einu hvort um er að ræða netið, eða hreinkenningu últrafrjálshyggjunnar, afskiptaleysisstefnu, sem mér finnst reyndar skrif þeirra Birgittu og Smára vera í ætt við.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun