Fleiri fréttir Á að breyta breytingarákvæði? Ágúst Þór Árnason skrifar Allt frá fyrstu stjórnarskrá Íslendinga árið 1874 hefur þurft atbeina tveggja þinga til breytinga á stjórnarskránni. Samkvæmt reglunni, sem nú er að finna í 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar og á sér rætur í dönsku stjórnarskránni frá 1849, ber að rjúfa þing þegar eftir samþykkt breytingar og boða til almennra kosninga. Samþykki Alþingi breytingu óbreytta er hún gild stjórnskipunarlög við staðfestingu forseta. 18.2.2013 06:00 Græn orka: Meiri tækifæri hér Gústaf Adolf Skúlason skrifar Íslendingar framleiða nær tvöfalt meiri raforku á hvern íbúa en Norðmenn og höfum við þó gengið helmingi skemur í nýtingu okkar endurnýjanlegu orkulinda. Því vekur það athygli að Norðmenn telja jafn mikil tækifæri fram undan í sölu á endurnýjanlegri orku um sæstreng og á sviði olíu- og gasútflutnings samanlagt. 18.2.2013 06:00 Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Orðspor og traust endurheimt Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Orðspor Íslands í samfélagi þjóðanna var ágætt fram að hruni. Allt breyttist þetta á svipstundu með falli bankanna. Ekki bætti úr skák að bresk stjórnvöld beittu umdeildum ákvæðum laga um varnir gegn hryðjuverkum til að frysta eigur íslenskra banka í Bretlandi og verja þannig sína hagsmuni. 16.2.2013 06:00 Enn um misskilning Gylfi Magnússon skrifar Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir í Sviss, birti sína aðra grein þar sem hann gerir mig að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 15. febrúar. 16.2.2013 06:00 Gylfa Magnússyni svarað Heiðar Már Guðjónsson skrifar Ég skrifaði grein um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 11. febrúar. Í svari sínu, sem birtist þremur dögum síðar, ákveður ráðherrann fyrrverandi að taka eitt atriði út af þeim sex sem ég nefndi og gera að aðalefni greinar sinnar. 15.2.2013 06:00 Innsiglað klám Salvar Þór Sigurðarson skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. 15.2.2013 06:00 Sprengjur Feneyjanefndar Pawel Bartoszek skrifar Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að "enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur. 15.2.2013 06:00 Go Red, hjartasjúkdómar og kvíði Mjöll Jónsdóttir skrifar Í febrúar eru níu ár frá því langtímaverkefnið Go Red hófst á alþjóðavettvangi. Átakið snýst um að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjartasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdóminum. 15.2.2013 06:00 Sátt um sjávarútveg Vífill Karlsson skrifar Í nýjum Hagvísi Vesturlands kemur fram að ungt fólk (20-40 ára) kallar fyrst og fremst eftir atvinnuöryggi. Þetta var efst á forgangslista þess löngu fyrir bankahrun og gerir enn. Það biður ekkert sérstaklega um hærri laun, fín menningarhús, betri vegi eða annað sem fær oft meiri athygli ráðamanna og fjölmiðla. Það vill atvinnuöryggi og burt með óvissuna. 15.2.2013 06:00 Hvers vegna nauðgun er versta ofbeldið Sæunn Kjartansdóttir skrifar Mikil umræða hefur orðið eftir umdeildan dóm Hæstaréttar þar sem sú háttsemi að troða fingrum inn í leggöng og endaþarm konu var skilgreind sem líkamsárás en ekki kynferðisbrot. Forsendur dómsins voru að brotið hefði ekki veitt hinum ákærða kynferðislega ánægju. Ýmsir hafa leitast við að varpa ljósi á lagalega hlið málsins en minna hefur verið fjallað um sálræna hlið þess. Eðlilegt er að spyrja hvort sé verri lífsreynsla, að verða fyrir kynferðisofbeldi eða annars konar líkamsárás, og þá hvers vegna? 15.2.2013 06:00 Spillingin er alls staðar Arnór Bragi Elvarsson skrifar Í Háskóla Íslands sitja um það bil fimmtán þúsund manns á skólabekk. Það eru u.þ.b. 5% þjóðarinnar. Til samanburðar er stærsta fyrirtæki landsins, Bakkavör Group, með 18 þúsund starfsmenn um allan heim. Háskólinn er nokkuð stórt batterí. 15.2.2013 06:00 Uns verðtryggingin okkur aðskilur… Karl Garðarsson skrifar Sviplaus skrifaði ég undir skjölin. Skilnaður að borði og sæng var staðreynd eftir 17 ára samband þar sem engan skugga hafði borið á. 15.2.2013 06:00 Hverjum treystir þú út í beljandi elginn? Lára Óskarsdóttir skrifar Hoppar þú út í straumharða á fyrir hvern sem er? Þessari spurningu var varpað til okkar nemenda í félagssálfræðikúrs í HÍ fyrir nokkrum árum. Manneskja fellur út í straumharða á. Hvað gerir þú? 14.2.2013 06:00 112 er barnanúmerið Steinunn Bergmann skrifar Börn eru frá fæðingu háð umönnun foreldra sinna og hafa gæði umönnunarinnar úrslitaáhrif á velferð barna og fullorðinslíf þeirra. Þó allir foreldrar vilji reynast barni sínu vel eru ýmsir álagsþættir sem hafa áhrif á foreldrahæfni þeirra, bæði ytri og innri þættir eins og fjárhagsvandi, veikindi og skortur á stuðningi. 14.2.2013 06:00 Ný sókn í menntamálum Björgvin G. Sigurðsson skrifar Á landsfundi Samfylkingarinnar um liðna helgi var samþykkt framsækin og fjölbreytt menntastefna flokksins. Tekur stefnumótunin til allra sviða menntamálanna og leggur grunn að nýrri sókn í menntamálum nú þegar rofar til í ríkisfjármálum. Stikla ég hér á eftir á nokkrum af helstu atriðum ályktunarinnar, en hún er ítarleg og efni í nokkrar greinar. 14.2.2013 06:00 Dögun og þjóðarvilji Helga Þórðardóttir skrifar Dögun er nýtt umbótasinnað stjórnmálaafl sem mun bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Við byrjuðum á því að sameinast um kjarnastefnu en í henni koma fram þær megináherslur sem við ætlum að leggja af stað með í kosningabaráttuna. 14.2.2013 06:00 Mannasiðir á vinnumarkaði Stefán Einar Stefánsson skrifar Í ágúst síðastliðnum hóf VR að nýju að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína. Felst sú þjónusta í vinnumiðlun, náms- og starfsráðgjöf og síðast en ekki síst í handleiðslu atvinnuleitenda í gegnum refilstigu bótakerfisins með fræðslu um réttindi og skyldur þeirra innan þess. Markmið þessarar þjónustu er fyrst og fremst að efla hvern og einn einstakling þannig að hann eigi meiri möguleika til virkrar þátttöku á vinnumarkaði. 14.2.2013 06:00 Ferðafrelsi og náttúruvernd Björn Guðmundsson skrifar Við landnám N-Ameríku fóru evrópskir landnemar sem logi yfir akur á leið sinni vestur. Hugtakið náttúruvernd var lítt þekkt og hart var gengið fram gagnvart náttúru landsins. Sem dæmi má nefna vísundaveiðar þar sem milljónum dýra var slátrað svo lá við útrýmingu. 14.2.2013 06:00 9 prósenta sátt Ingólfur Harri Hermannsson skrifar Í hátt í 70 ár hafa stjórnmálaflokkar reynt að ná sátt um nýja stjórnarskrá. Þeir hafa jafnvel náð að gera nokkrar breytingar í sátt og nokkrar aðrar í bullandi ósátt en að stærstum hluta er stjórnkerfið óbreytt frá stofnun lýðveldisins, þrátt fyrir ótal stjórnarskrárnefndir, vegna þess að flokkarnir hafa aldrei getað komið sér saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. 14.2.2013 06:00 Af snjógöngum, snjóhengjum og köldum kveðjum Eyjólfur Þorkelsson skrifar Bestu loforð stjórnmálamannsins eru þau sem sífellt má endurnýta, veita kjósendum vonarglætu en auðveldara er að japla á en ganga í. Gulrót rétt utan seilingar. Afnám verðtryggingar, endurskoðun kvótakerfisins og jarðgangaframkvæmdir. Kannist þið við rulluna? 14.2.2013 06:00 Skilningur og misskilningur Gylfi Magnússon skrifar Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14.2.2013 06:00 Opin gögn og upplýst þjóð Katrín Júlíusdóttir skrifar Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. 14.2.2013 06:00 Ný stjórnarskrá Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar Vilji er allt sem þarf, er oft sagt nú. En vilji sem drifkraftur án vits er sem bremsulaus bifreið í halla. 14.2.2013 06:00 Með réttlætið á heilanum Eygló Þ. Harðardóttir skrifar Um hver mánaðamót sitja íslenskar fjölskyldur við eldhúsborðið og velta fyrir sér hvaða reikninga eigi að borga. Hvernig borga eigi bæði stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán og mat fyrir fjölskylduna. 14.2.2013 06:00 Hve "alvarlegar“ eru athugasemdir Feneyjanefndarinnar? Ómar Þ. Ragnarsson skrifar Áður en álit Feneyjanefndar um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur komið út í heild á íslensku hafa fjölmiðlar hent á lofti nokkur atriði úr því sem talist gætu "alvarlegar athugasemdir". Hitt þykir síður fréttnæmt, eins og gengur, sem nefndin hefur gott að segja um frumvarpið. 14.2.2013 06:00 Vandi skólastarfs felst ekki í kjarasamningi Ólafur Loftsson skrifar Eitt af vandamálum grunnskólans er klisjukenndur málflutningur sumra sveitarstjórnarmanna. 14.2.2013 06:00 Háskalegur blekkingarleikur Kristinn H. Gunnarsson skrifar Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að 13.2.2013 06:00 Græðum Friðrik Rafnsson skrifar Flest okkar eiga sér þann draum að búa í friðsælu, öruggu og réttlátu samfélagi en hafa megnustu andstyggð á því gróðabraski og þeirri sjálftöku sem hér var látin viðgangast um árabil og virðist raunar lítið lát vera á þrátt fyrir allar vönduðu rannsóknarskýrslurnar og fögru 13.2.2013 06:00 Sóknarfæri atvinnulífs Ólína Þorvarðardóttir skrifar Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. 13.2.2013 06:00 Gamlir uppvakningar og ríkisfjármál Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Þegar kosningar nálgast er mikilvægt að gera sér grein fyrir valkostunum. Í umræðunni um ríkisfjármál og tekjuöflun ríkissjóðs hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt ríkisstjórnina stöðugt með elstu klisjum sem menn muna og reynst einstaklega hugmyndasnauð. Auðvitað er aldrei minnst á að við höfum vermt 16. sæti meðal OECD-landa hvað skattbyrði varðar en trónum ekki á toppnum eins og ætla mætti, né að skattbyrði hér er sú lægsta á Norðurlöndunum. 13.2.2013 06:00 3 milljónir á mánuði og á lúxusjeppum Helgi Vilhjálmsson skrifar Vorið 2009 afhenti ég forsætisráðherra undirskriftir 21 þúsund Íslendinga sem vildu taka til í lífeyrissjóðunum. Forsætisráðherra lofaði fundi en aldrei heyrðist í henni og ekkert gerðist. Alþingi hefur ekki hafið rannsókn á lífeyrissjóðunum, þó svo að það hafi verið samþykkt 63 gegn 0 að gera það. Ég hef birt auglýsingar í blöðum til að vekja athygli á aðbúnaði aldraðra en mér finnst það réttlátt að lífeyrissjóðirnir láti fé okkar sem greiða í þá í ný og betri hjúkrunarheimili. Ég hef gagnrýnt stjórnendur sjóðanna um margra ára skeið, en sjálfur gekk ég í lífeyrissjóð árið 1964. Það er m.a. ótrúlegt að stjórnendur hafi sumir hverjir þrjár milljónir í laun á mánuði og aki um á lúxusjeppum. 13.2.2013 06:00 Viðburðaríkir dagar! Steingrímur J. Sigfússon skrifar Það hafa verið viðburðaríkir dagar að undanförnu, svo sannarlega. Alþingi kom saman um miðjan janúar og hóf störf með endanlegri afgreiðslu Rammaáætlunar; en margt annað hefur orðið tíðinda. Góðu fréttirnar eru þar yfirgnæfandi að mínu mati og árið 2013 fer í heild vel af stað á Íslandi þótt blikur sé víða á lofti í helstu viðskiptalöndum okkar, þar af leiðandi einnig hjá okkur, því við erum ekki eyland heldur hluti af samþættum heimi. Þar til viðbótar er við okkar heimatilbúna og sjálfskapaða vanda að etja sem hrunið olli. 13.2.2013 06:00 Loforð um loft 12.2.2013 06:00 Match Fixing? Örn Bárður Jónsson skrifar Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. 12.2.2013 06:00 Bylting kvenna 2013 Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir skrifar Byltingu hefur verið hrundið af stað. Fyrir henni standa konur og menn sem sinna þeim störfum sem einhvers staðar á leiðinni fengu viðurnefnið „hefðbundin kvennastörf". Hjúkrunarfræðingar Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa hrundið af stað þessari byltingu. 12.2.2013 06:00 Falleinkunn fyrir stjórnendur Landspítalans Guðl. Gauti Jónsson skrifar Við eigum frábært heilbrigðiskerfi. Sama hvaða mælingar eru notaðar erum við í hópi þeirra þjóða sem koma best út í samanburði. Þetta á líka við eftir árið 2008. En við erum að draga saman og það er erfitt. 12.2.2013 06:00 "Sóknarmark“ frjór tími frelsis Ólafur Örn Jónsson skrifar Kvótakerfið íslenska var sett á á röngum forsendum og af annarlegum hvötum manna sem ekki gátu sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir. 12.2.2013 06:00 Jafnræði fyrir fólk en ekki hús Gunnar Einarsson skrifar Jafnræði er fulltrúum M-listans í Garðabæ hugleikið, samkvæmt því sem fram kemur í grein þeirra um fjárveitingar til skólamála í Garðabæ sem birtist í Fréttablaðinu 29. janúar sl. Þegar rýnt er í greinina kemur hins vegar í ljós að jafnræðið snýst í þeirra augum ekki um fólk heldur um stofnanir og byggingar. 12.2.2013 06:00 Hrun á Landspítala Sara Arnarsdóttir skrifar Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á LSH. Ástæðurnar fyrir því eru tafir á endurnýjun stofnanasamnings við hjúkrunarfræðinga og einhliða ákvörðun Landspítala varðandi úthlutun þess fjármagns sem nú er í boði. 12.2.2013 06:00 Viljum við heilbrigðisþjónustu? Elín Birna Skarphéðinsdóttir skrifar Hjúkrunarfræðingar hafa nú einn af öðrum sagt upp starfi sínu. Alls eru þetta vel á þriðja hundrað einstaklingar sem hafa tekið þá þungbæru ákvörðun að segja starfi sínu lausu þar sem þeim er ekki vært í starfi sínu. 12.2.2013 06:00 Umhverfismál á kosningavetri Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti. 11.2.2013 06:00 Konur klæðumst rauðu – fyrir þig og þína nánustu Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfsmenn, að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi 11.2.2013 06:00 Kerfisbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar Heiðar Már Guðjónsson skrifar Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. 11.2.2013 06:00 Auður í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til 11.2.2013 06:00 Þvertrúarleg sáttavika María Ágústsdóttir skrifar Japanskir hrísgrjónaréttir, súrt slátur, rúllupylsa og rófustappa, ostakökur, franskar bökur og fleira fínerí var á borðum í húsnæði Bahá"ía á Öldugötunni í nýliðinni viku. Þar var samankominn góður hópur fólks frá fjölbreyttum bakgrunni í tilefni af Alþjóðlegri sáttaviku trúarbragða. Fólk af persneskum uppruna, jórdönskum, japönskum, frönskum, þýskum, breskum, írskum, kanadískum og íslenskum ættum snæddi saman og kynnti sig hvert fyrir öðru, ekki síst út frá trúar- og lífsskoðun. Óhætt er að segja að sátt og gleði hafi einkennt þennan hóp fulltrúa ólíkra trúarbragða á Íslandi. 11.2.2013 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Á að breyta breytingarákvæði? Ágúst Þór Árnason skrifar Allt frá fyrstu stjórnarskrá Íslendinga árið 1874 hefur þurft atbeina tveggja þinga til breytinga á stjórnarskránni. Samkvæmt reglunni, sem nú er að finna í 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar og á sér rætur í dönsku stjórnarskránni frá 1849, ber að rjúfa þing þegar eftir samþykkt breytingar og boða til almennra kosninga. Samþykki Alþingi breytingu óbreytta er hún gild stjórnskipunarlög við staðfestingu forseta. 18.2.2013 06:00
Græn orka: Meiri tækifæri hér Gústaf Adolf Skúlason skrifar Íslendingar framleiða nær tvöfalt meiri raforku á hvern íbúa en Norðmenn og höfum við þó gengið helmingi skemur í nýtingu okkar endurnýjanlegu orkulinda. Því vekur það athygli að Norðmenn telja jafn mikil tækifæri fram undan í sölu á endurnýjanlegri orku um sæstreng og á sviði olíu- og gasútflutnings samanlagt. 18.2.2013 06:00
Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Orðspor og traust endurheimt Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Orðspor Íslands í samfélagi þjóðanna var ágætt fram að hruni. Allt breyttist þetta á svipstundu með falli bankanna. Ekki bætti úr skák að bresk stjórnvöld beittu umdeildum ákvæðum laga um varnir gegn hryðjuverkum til að frysta eigur íslenskra banka í Bretlandi og verja þannig sína hagsmuni. 16.2.2013 06:00
Enn um misskilning Gylfi Magnússon skrifar Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir í Sviss, birti sína aðra grein þar sem hann gerir mig að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 15. febrúar. 16.2.2013 06:00
Gylfa Magnússyni svarað Heiðar Már Guðjónsson skrifar Ég skrifaði grein um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 11. febrúar. Í svari sínu, sem birtist þremur dögum síðar, ákveður ráðherrann fyrrverandi að taka eitt atriði út af þeim sex sem ég nefndi og gera að aðalefni greinar sinnar. 15.2.2013 06:00
Innsiglað klám Salvar Þór Sigurðarson skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. 15.2.2013 06:00
Sprengjur Feneyjanefndar Pawel Bartoszek skrifar Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að "enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur. 15.2.2013 06:00
Go Red, hjartasjúkdómar og kvíði Mjöll Jónsdóttir skrifar Í febrúar eru níu ár frá því langtímaverkefnið Go Red hófst á alþjóðavettvangi. Átakið snýst um að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjartasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdóminum. 15.2.2013 06:00
Sátt um sjávarútveg Vífill Karlsson skrifar Í nýjum Hagvísi Vesturlands kemur fram að ungt fólk (20-40 ára) kallar fyrst og fremst eftir atvinnuöryggi. Þetta var efst á forgangslista þess löngu fyrir bankahrun og gerir enn. Það biður ekkert sérstaklega um hærri laun, fín menningarhús, betri vegi eða annað sem fær oft meiri athygli ráðamanna og fjölmiðla. Það vill atvinnuöryggi og burt með óvissuna. 15.2.2013 06:00
Hvers vegna nauðgun er versta ofbeldið Sæunn Kjartansdóttir skrifar Mikil umræða hefur orðið eftir umdeildan dóm Hæstaréttar þar sem sú háttsemi að troða fingrum inn í leggöng og endaþarm konu var skilgreind sem líkamsárás en ekki kynferðisbrot. Forsendur dómsins voru að brotið hefði ekki veitt hinum ákærða kynferðislega ánægju. Ýmsir hafa leitast við að varpa ljósi á lagalega hlið málsins en minna hefur verið fjallað um sálræna hlið þess. Eðlilegt er að spyrja hvort sé verri lífsreynsla, að verða fyrir kynferðisofbeldi eða annars konar líkamsárás, og þá hvers vegna? 15.2.2013 06:00
Spillingin er alls staðar Arnór Bragi Elvarsson skrifar Í Háskóla Íslands sitja um það bil fimmtán þúsund manns á skólabekk. Það eru u.þ.b. 5% þjóðarinnar. Til samanburðar er stærsta fyrirtæki landsins, Bakkavör Group, með 18 þúsund starfsmenn um allan heim. Háskólinn er nokkuð stórt batterí. 15.2.2013 06:00
Uns verðtryggingin okkur aðskilur… Karl Garðarsson skrifar Sviplaus skrifaði ég undir skjölin. Skilnaður að borði og sæng var staðreynd eftir 17 ára samband þar sem engan skugga hafði borið á. 15.2.2013 06:00
Hverjum treystir þú út í beljandi elginn? Lára Óskarsdóttir skrifar Hoppar þú út í straumharða á fyrir hvern sem er? Þessari spurningu var varpað til okkar nemenda í félagssálfræðikúrs í HÍ fyrir nokkrum árum. Manneskja fellur út í straumharða á. Hvað gerir þú? 14.2.2013 06:00
112 er barnanúmerið Steinunn Bergmann skrifar Börn eru frá fæðingu háð umönnun foreldra sinna og hafa gæði umönnunarinnar úrslitaáhrif á velferð barna og fullorðinslíf þeirra. Þó allir foreldrar vilji reynast barni sínu vel eru ýmsir álagsþættir sem hafa áhrif á foreldrahæfni þeirra, bæði ytri og innri þættir eins og fjárhagsvandi, veikindi og skortur á stuðningi. 14.2.2013 06:00
Ný sókn í menntamálum Björgvin G. Sigurðsson skrifar Á landsfundi Samfylkingarinnar um liðna helgi var samþykkt framsækin og fjölbreytt menntastefna flokksins. Tekur stefnumótunin til allra sviða menntamálanna og leggur grunn að nýrri sókn í menntamálum nú þegar rofar til í ríkisfjármálum. Stikla ég hér á eftir á nokkrum af helstu atriðum ályktunarinnar, en hún er ítarleg og efni í nokkrar greinar. 14.2.2013 06:00
Dögun og þjóðarvilji Helga Þórðardóttir skrifar Dögun er nýtt umbótasinnað stjórnmálaafl sem mun bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Við byrjuðum á því að sameinast um kjarnastefnu en í henni koma fram þær megináherslur sem við ætlum að leggja af stað með í kosningabaráttuna. 14.2.2013 06:00
Mannasiðir á vinnumarkaði Stefán Einar Stefánsson skrifar Í ágúst síðastliðnum hóf VR að nýju að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína. Felst sú þjónusta í vinnumiðlun, náms- og starfsráðgjöf og síðast en ekki síst í handleiðslu atvinnuleitenda í gegnum refilstigu bótakerfisins með fræðslu um réttindi og skyldur þeirra innan þess. Markmið þessarar þjónustu er fyrst og fremst að efla hvern og einn einstakling þannig að hann eigi meiri möguleika til virkrar þátttöku á vinnumarkaði. 14.2.2013 06:00
Ferðafrelsi og náttúruvernd Björn Guðmundsson skrifar Við landnám N-Ameríku fóru evrópskir landnemar sem logi yfir akur á leið sinni vestur. Hugtakið náttúruvernd var lítt þekkt og hart var gengið fram gagnvart náttúru landsins. Sem dæmi má nefna vísundaveiðar þar sem milljónum dýra var slátrað svo lá við útrýmingu. 14.2.2013 06:00
9 prósenta sátt Ingólfur Harri Hermannsson skrifar Í hátt í 70 ár hafa stjórnmálaflokkar reynt að ná sátt um nýja stjórnarskrá. Þeir hafa jafnvel náð að gera nokkrar breytingar í sátt og nokkrar aðrar í bullandi ósátt en að stærstum hluta er stjórnkerfið óbreytt frá stofnun lýðveldisins, þrátt fyrir ótal stjórnarskrárnefndir, vegna þess að flokkarnir hafa aldrei getað komið sér saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. 14.2.2013 06:00
Af snjógöngum, snjóhengjum og köldum kveðjum Eyjólfur Þorkelsson skrifar Bestu loforð stjórnmálamannsins eru þau sem sífellt má endurnýta, veita kjósendum vonarglætu en auðveldara er að japla á en ganga í. Gulrót rétt utan seilingar. Afnám verðtryggingar, endurskoðun kvótakerfisins og jarðgangaframkvæmdir. Kannist þið við rulluna? 14.2.2013 06:00
Skilningur og misskilningur Gylfi Magnússon skrifar Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14.2.2013 06:00
Opin gögn og upplýst þjóð Katrín Júlíusdóttir skrifar Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. 14.2.2013 06:00
Ný stjórnarskrá Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar Vilji er allt sem þarf, er oft sagt nú. En vilji sem drifkraftur án vits er sem bremsulaus bifreið í halla. 14.2.2013 06:00
Með réttlætið á heilanum Eygló Þ. Harðardóttir skrifar Um hver mánaðamót sitja íslenskar fjölskyldur við eldhúsborðið og velta fyrir sér hvaða reikninga eigi að borga. Hvernig borga eigi bæði stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán og mat fyrir fjölskylduna. 14.2.2013 06:00
Hve "alvarlegar“ eru athugasemdir Feneyjanefndarinnar? Ómar Þ. Ragnarsson skrifar Áður en álit Feneyjanefndar um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur komið út í heild á íslensku hafa fjölmiðlar hent á lofti nokkur atriði úr því sem talist gætu "alvarlegar athugasemdir". Hitt þykir síður fréttnæmt, eins og gengur, sem nefndin hefur gott að segja um frumvarpið. 14.2.2013 06:00
Vandi skólastarfs felst ekki í kjarasamningi Ólafur Loftsson skrifar Eitt af vandamálum grunnskólans er klisjukenndur málflutningur sumra sveitarstjórnarmanna. 14.2.2013 06:00
Háskalegur blekkingarleikur Kristinn H. Gunnarsson skrifar Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að 13.2.2013 06:00
Græðum Friðrik Rafnsson skrifar Flest okkar eiga sér þann draum að búa í friðsælu, öruggu og réttlátu samfélagi en hafa megnustu andstyggð á því gróðabraski og þeirri sjálftöku sem hér var látin viðgangast um árabil og virðist raunar lítið lát vera á þrátt fyrir allar vönduðu rannsóknarskýrslurnar og fögru 13.2.2013 06:00
Sóknarfæri atvinnulífs Ólína Þorvarðardóttir skrifar Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. 13.2.2013 06:00
Gamlir uppvakningar og ríkisfjármál Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Þegar kosningar nálgast er mikilvægt að gera sér grein fyrir valkostunum. Í umræðunni um ríkisfjármál og tekjuöflun ríkissjóðs hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt ríkisstjórnina stöðugt með elstu klisjum sem menn muna og reynst einstaklega hugmyndasnauð. Auðvitað er aldrei minnst á að við höfum vermt 16. sæti meðal OECD-landa hvað skattbyrði varðar en trónum ekki á toppnum eins og ætla mætti, né að skattbyrði hér er sú lægsta á Norðurlöndunum. 13.2.2013 06:00
3 milljónir á mánuði og á lúxusjeppum Helgi Vilhjálmsson skrifar Vorið 2009 afhenti ég forsætisráðherra undirskriftir 21 þúsund Íslendinga sem vildu taka til í lífeyrissjóðunum. Forsætisráðherra lofaði fundi en aldrei heyrðist í henni og ekkert gerðist. Alþingi hefur ekki hafið rannsókn á lífeyrissjóðunum, þó svo að það hafi verið samþykkt 63 gegn 0 að gera það. Ég hef birt auglýsingar í blöðum til að vekja athygli á aðbúnaði aldraðra en mér finnst það réttlátt að lífeyrissjóðirnir láti fé okkar sem greiða í þá í ný og betri hjúkrunarheimili. Ég hef gagnrýnt stjórnendur sjóðanna um margra ára skeið, en sjálfur gekk ég í lífeyrissjóð árið 1964. Það er m.a. ótrúlegt að stjórnendur hafi sumir hverjir þrjár milljónir í laun á mánuði og aki um á lúxusjeppum. 13.2.2013 06:00
Viðburðaríkir dagar! Steingrímur J. Sigfússon skrifar Það hafa verið viðburðaríkir dagar að undanförnu, svo sannarlega. Alþingi kom saman um miðjan janúar og hóf störf með endanlegri afgreiðslu Rammaáætlunar; en margt annað hefur orðið tíðinda. Góðu fréttirnar eru þar yfirgnæfandi að mínu mati og árið 2013 fer í heild vel af stað á Íslandi þótt blikur sé víða á lofti í helstu viðskiptalöndum okkar, þar af leiðandi einnig hjá okkur, því við erum ekki eyland heldur hluti af samþættum heimi. Þar til viðbótar er við okkar heimatilbúna og sjálfskapaða vanda að etja sem hrunið olli. 13.2.2013 06:00
Match Fixing? Örn Bárður Jónsson skrifar Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. 12.2.2013 06:00
Bylting kvenna 2013 Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir skrifar Byltingu hefur verið hrundið af stað. Fyrir henni standa konur og menn sem sinna þeim störfum sem einhvers staðar á leiðinni fengu viðurnefnið „hefðbundin kvennastörf". Hjúkrunarfræðingar Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa hrundið af stað þessari byltingu. 12.2.2013 06:00
Falleinkunn fyrir stjórnendur Landspítalans Guðl. Gauti Jónsson skrifar Við eigum frábært heilbrigðiskerfi. Sama hvaða mælingar eru notaðar erum við í hópi þeirra þjóða sem koma best út í samanburði. Þetta á líka við eftir árið 2008. En við erum að draga saman og það er erfitt. 12.2.2013 06:00
"Sóknarmark“ frjór tími frelsis Ólafur Örn Jónsson skrifar Kvótakerfið íslenska var sett á á röngum forsendum og af annarlegum hvötum manna sem ekki gátu sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir. 12.2.2013 06:00
Jafnræði fyrir fólk en ekki hús Gunnar Einarsson skrifar Jafnræði er fulltrúum M-listans í Garðabæ hugleikið, samkvæmt því sem fram kemur í grein þeirra um fjárveitingar til skólamála í Garðabæ sem birtist í Fréttablaðinu 29. janúar sl. Þegar rýnt er í greinina kemur hins vegar í ljós að jafnræðið snýst í þeirra augum ekki um fólk heldur um stofnanir og byggingar. 12.2.2013 06:00
Hrun á Landspítala Sara Arnarsdóttir skrifar Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á LSH. Ástæðurnar fyrir því eru tafir á endurnýjun stofnanasamnings við hjúkrunarfræðinga og einhliða ákvörðun Landspítala varðandi úthlutun þess fjármagns sem nú er í boði. 12.2.2013 06:00
Viljum við heilbrigðisþjónustu? Elín Birna Skarphéðinsdóttir skrifar Hjúkrunarfræðingar hafa nú einn af öðrum sagt upp starfi sínu. Alls eru þetta vel á þriðja hundrað einstaklingar sem hafa tekið þá þungbæru ákvörðun að segja starfi sínu lausu þar sem þeim er ekki vært í starfi sínu. 12.2.2013 06:00
Umhverfismál á kosningavetri Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti. 11.2.2013 06:00
Konur klæðumst rauðu – fyrir þig og þína nánustu Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfsmenn, að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi 11.2.2013 06:00
Kerfisbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar Heiðar Már Guðjónsson skrifar Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. 11.2.2013 06:00
Auður í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til 11.2.2013 06:00
Þvertrúarleg sáttavika María Ágústsdóttir skrifar Japanskir hrísgrjónaréttir, súrt slátur, rúllupylsa og rófustappa, ostakökur, franskar bökur og fleira fínerí var á borðum í húsnæði Bahá"ía á Öldugötunni í nýliðinni viku. Þar var samankominn góður hópur fólks frá fjölbreyttum bakgrunni í tilefni af Alþjóðlegri sáttaviku trúarbragða. Fólk af persneskum uppruna, jórdönskum, japönskum, frönskum, þýskum, breskum, írskum, kanadískum og íslenskum ættum snæddi saman og kynnti sig hvert fyrir öðru, ekki síst út frá trúar- og lífsskoðun. Óhætt er að segja að sátt og gleði hafi einkennt þennan hóp fulltrúa ólíkra trúarbragða á Íslandi. 11.2.2013 06:00
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun