Skoðun

Kosning formanns hjúkrunarfræðinga

Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Næstu daga fer fram kosning til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Svo skemmtilega vill til að nú bjóða sig fram fleiri frambjóðendur en áður hefur gerst. Val hjúkrunarfræðinga er mikilvægt, bæði fyrir stéttina sjálfa og sömuleiðis fyrir fjölmarga sem vinna með hjúkrunarfræðingum á vettvangi stjórnsýslu og velferðarþjónustu og ekki síst á vettvangi stéttar- og fagfélaga. Fram undan eru tímar uppbyggingar sem reyna á farsæla leiðtoga sem hafa yfirsýn og skarpa sýn á aðalatriðin.

Leiðtogi hjúkrunarfræðinga þarf að hafa einstaka hæfileika til samstarfs og jafnframt vera laginn við að leita leiða sem eru í senn raunhæfar og árangursríkar. Ragnheiður Gunnarsdóttir býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og á því láni að fagna að hafa þá hæfileika og reynslu sem prýðir góðan leiðtoga fyrir félagið. Ragnheiður sýndi þessa hæfileika strax í menntaskóla og hefur þroskað þá æ síðan. Á háskólaárunum var hún í forystu hjúkrunarfræðinema og ruddi þar braut nýrra hugmynda í málefnum hjúkrunar. Mér er skylt og ljúft að vekja athygli á framboði Ragnheiðar og veit að það verður gæfa hjúkrunarfræðinga og samstarfsfólks þeirra að eiga slíkan leiðtoga.




Skoðun

Sjá meira


×